Konur taka yfir lista- og menningarlífið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. janúar 2018 07:00 Kristín vil stefnumótun um valdeflingu kvenna í listum. vísir/stefán „Ég held að þetta sé að breytast jafnt og þétt,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, en hún hefur verið áberandi í umræðunni um valdeflingu kvenna og lagt áherslu á að bæta þurfi stöðu kvenna innan listageirans og gefa þeim meiri völd. Samantekt Fréttablaðsins sýnir hins vegar að konur virðast stjórna langflestum lista- og menningarstofnunum landsins. Þannig situr kona í ráðherrastól menningarmála, kona stýrir Bandalagi íslenskra listamanna, kona stýrir Íslensku óperunni, kona stýrir Borgarleikhúsinu, kona stýrir Íslenska dansflokknum, kona stýrir Kvikmyndamiðstöð Íslands, Kona stýrir Hörpu, kona stýrir Listahátíð, konur stýra flestum menningarstofnunum Reykjavíkurborgar, konur stýra flestum söfnum. Í mörgum þessara stofnana eru konur í yfirgnæfandi meirihluta stjórnunarstarfa.Aðspurð segir Kristín að það sé ekki nóg að hafa konu í leiðandi stöðu sem stjórnanda heldur þurfi meðvitaða stefnu um þessi mál og setja markmið sem unnið er út frá. „Það er ekki sjálfgefið að það sé hugsað meira um þessi mál ef það er kona að stýra, það er auðvitað mjög einstaklingsbundið,“ segir Kristín og segist sjálf finna til ábyrgðar eftir að hafa unnið í faginu í tíu ár sem leikstjóri. „En við í Borgarleikhúsinu höfum sett okkur jafnréttisstefnu og fjölskyldustefnu sem við vinnum mjög markvisst út frá og ég held að það sé rétta leiðin,“ segir Kristín og tekur dæmi út frá sjálfri sér og þeirri stofnun sem hún stýrir: „Það þarf að skoða þetta út frá allri listrænni stefnu hússins; hvaða leikrit er verið að setja upp, hvaða sögu er verið að segja, hvernig eru birtingarmyndir kvenna á sviðinu,“ segir Kristín. Hún segir að leikkonur þurfi að fá að takast á við djúpar og þrívíðar persónur og því skipti máli að jafna kynjahlutföll leikstjóra og leikskálda. „Reynsluheimur kvenna er oft allt annar og um það snýst þetta.“ Birtist í Fréttablaðinu Dans Leikhús Menning Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Ég held að þetta sé að breytast jafnt og þétt,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, en hún hefur verið áberandi í umræðunni um valdeflingu kvenna og lagt áherslu á að bæta þurfi stöðu kvenna innan listageirans og gefa þeim meiri völd. Samantekt Fréttablaðsins sýnir hins vegar að konur virðast stjórna langflestum lista- og menningarstofnunum landsins. Þannig situr kona í ráðherrastól menningarmála, kona stýrir Bandalagi íslenskra listamanna, kona stýrir Íslensku óperunni, kona stýrir Borgarleikhúsinu, kona stýrir Íslenska dansflokknum, kona stýrir Kvikmyndamiðstöð Íslands, Kona stýrir Hörpu, kona stýrir Listahátíð, konur stýra flestum menningarstofnunum Reykjavíkurborgar, konur stýra flestum söfnum. Í mörgum þessara stofnana eru konur í yfirgnæfandi meirihluta stjórnunarstarfa.Aðspurð segir Kristín að það sé ekki nóg að hafa konu í leiðandi stöðu sem stjórnanda heldur þurfi meðvitaða stefnu um þessi mál og setja markmið sem unnið er út frá. „Það er ekki sjálfgefið að það sé hugsað meira um þessi mál ef það er kona að stýra, það er auðvitað mjög einstaklingsbundið,“ segir Kristín og segist sjálf finna til ábyrgðar eftir að hafa unnið í faginu í tíu ár sem leikstjóri. „En við í Borgarleikhúsinu höfum sett okkur jafnréttisstefnu og fjölskyldustefnu sem við vinnum mjög markvisst út frá og ég held að það sé rétta leiðin,“ segir Kristín og tekur dæmi út frá sjálfri sér og þeirri stofnun sem hún stýrir: „Það þarf að skoða þetta út frá allri listrænni stefnu hússins; hvaða leikrit er verið að setja upp, hvaða sögu er verið að segja, hvernig eru birtingarmyndir kvenna á sviðinu,“ segir Kristín. Hún segir að leikkonur þurfi að fá að takast á við djúpar og þrívíðar persónur og því skipti máli að jafna kynjahlutföll leikstjóra og leikskálda. „Reynsluheimur kvenna er oft allt annar og um það snýst þetta.“
Birtist í Fréttablaðinu Dans Leikhús Menning Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira