Fleiri leita til Stígamóta eftir gróft kynferðisofbeldi í samböndum á unglingsárum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. janúar 2018 20:15 Ungar konur leita til Stígamóta í meira mæli nú en áður vegna kynferðisofbeldis í samböndum á unglingsárum. Verkefnastýra hjá Stígamótum segir áhrif klámvæðingarinnar gera það að verkum að ofbeldið er að verða grófara. Starfsmenn Stígamóta hafa tekið eftir því að undanförnu að fleiri ungar konur leiti til þeirra vegna kynferðisofbeldis sem þær hafa orðið fyrir í nánum samböndum á unglingsárum. Að sögn Steinunnar Gyðu- og Guðjónsdóttur, verkefnastýru hjá Stígamótum, hefur ofbeldi í samböndum alltaf verið til. Þróunin er hins vegar ekki góð. „Það sem að við sjáum er mikið andlegt ofbeldi. Mikil stjórnun, sjúkleg afbrýðisemi og yfirleitt fylgir þessu kynferðisofbeldi. Það sem við erum að sjá núna eru áhrifin frá kláminu og það eru allar þessar kröfur um kynlífsathafnir sem margar eru ekki tilbúnar að taka þátt í og meðal annars það sem við sjáum er fjölgun í endaþarmsnauðgunum,“ segir Steinunn. Hún segir að þannig fari áhrif klámvæðingarinnar beint inn í ástarsambönd unglinga. Þetta rímar við helstu niðurstöður nýrrar rannsóknar á upplifun framhaldsskólanemenda á kynlífsmenningu sem kynntar voru á dögunum en þar kom fram að ungt folk horfir mikið á klám, allt niður í ellefu ára aldur og að kynfræðslan snúist fyrst og framst um kynsjúkdóma og ótímabærar þunganir. Þannig verði klám helsta kynlífsfræðsla unglinga. „Þannig við erum að sjá miklar pressu á ungar stúlkur að taka þátt í kynlífsathöfnum sem þær kæra sig ekki um,“ segir Steinunn. Til Stígamóta geta einstaklingar 18 ára og eldri leitað en Stígamót taka ekki á móti unglinglingum undir átján. Barnavernd sveitarfélaganna sér um aðstoð og þjónustu við þann hóp. Steinunn segir að unglingsstúlkur, sem eru yngri en 18 ára, og eru beittar ofbeldi í samböndum veigri sér við að leita sér hjálpar þar sem þær vilji til að mynda ekki að málið sé tilkynnt til lögreglu. Stígamót reyna nú að vekja athygli yfirvalda á þessum vanda. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira
Ungar konur leita til Stígamóta í meira mæli nú en áður vegna kynferðisofbeldis í samböndum á unglingsárum. Verkefnastýra hjá Stígamótum segir áhrif klámvæðingarinnar gera það að verkum að ofbeldið er að verða grófara. Starfsmenn Stígamóta hafa tekið eftir því að undanförnu að fleiri ungar konur leiti til þeirra vegna kynferðisofbeldis sem þær hafa orðið fyrir í nánum samböndum á unglingsárum. Að sögn Steinunnar Gyðu- og Guðjónsdóttur, verkefnastýru hjá Stígamótum, hefur ofbeldi í samböndum alltaf verið til. Þróunin er hins vegar ekki góð. „Það sem að við sjáum er mikið andlegt ofbeldi. Mikil stjórnun, sjúkleg afbrýðisemi og yfirleitt fylgir þessu kynferðisofbeldi. Það sem við erum að sjá núna eru áhrifin frá kláminu og það eru allar þessar kröfur um kynlífsathafnir sem margar eru ekki tilbúnar að taka þátt í og meðal annars það sem við sjáum er fjölgun í endaþarmsnauðgunum,“ segir Steinunn. Hún segir að þannig fari áhrif klámvæðingarinnar beint inn í ástarsambönd unglinga. Þetta rímar við helstu niðurstöður nýrrar rannsóknar á upplifun framhaldsskólanemenda á kynlífsmenningu sem kynntar voru á dögunum en þar kom fram að ungt folk horfir mikið á klám, allt niður í ellefu ára aldur og að kynfræðslan snúist fyrst og framst um kynsjúkdóma og ótímabærar þunganir. Þannig verði klám helsta kynlífsfræðsla unglinga. „Þannig við erum að sjá miklar pressu á ungar stúlkur að taka þátt í kynlífsathöfnum sem þær kæra sig ekki um,“ segir Steinunn. Til Stígamóta geta einstaklingar 18 ára og eldri leitað en Stígamót taka ekki á móti unglinglingum undir átján. Barnavernd sveitarfélaganna sér um aðstoð og þjónustu við þann hóp. Steinunn segir að unglingsstúlkur, sem eru yngri en 18 ára, og eru beittar ofbeldi í samböndum veigri sér við að leita sér hjálpar þar sem þær vilji til að mynda ekki að málið sé tilkynnt til lögreglu. Stígamót reyna nú að vekja athygli yfirvalda á þessum vanda.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira