„Þetta yrði rosalega hættulegur bardagi fyrir Gunnar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2018 11:00 Gunnar Nelson pakkaði Alan Jouban saman í Lundúnum fyrir ári síðan. vísir/getty Eins og Vísir hefur greint frá bíður Gunnar Nelson eftir því að Englendingurinn Darren Till samþykki að berjast við hann í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night í Lundúnum 17. mars. UFC vill að þeir sjái um aðalskemmtiatriðið þetta kvöldið og er Gunnar búinn að samþykkja en Till og hans menn eru eitthvað að draga fæturnar í málinu eins og Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, komst að orði við Vísi í morgun. Liverpool-maðurinn Darren Till er einn sá allra heitasti í UFC þessa dagana eftir að hann tók Donald „Cowboy“ Cerrone og pakkaði honum saman á síðasta ári en hann er í sjöunda sæti styrkleikalista veltivigtarinnar og hefur farið mikinn undanfarin misseri.Darren Till er bragð mánaðarins í UFC.vísir/gettyMikil áhætta Sigur á stærsta bardagakvöldi Evrópu myndi heldur betur hjálpa Gunnari aftur á fætur eftir tapið umdeilda gegn argentínska augnpotaranum Santiago Ponzinibbio í Glasgow á síðasta ári. „Þessi bardagi kemur eilítið á óvart þar sem ég hélt að Darren Till myndi fá hærra skrifaðan andstæðing eftir hans síðasta sigur og sérstaklega þar sem Gunni tapaði síðast. UFC hefur væntanlega reynt að fá Stephen Thompson til að mæta Till en það ekki gengið. Þetta kemur skemmtilega á óvart en samt er ég drullu stressaður fyrir þennan bardaga ef af verður,“ segir Pétur Marinó Jónsson, ritstjóri MMA Frétta og sérfræðingur og aðallýsari UFC á Stöð 2 Sport. „Þetta er mikil áhætta en gæti líka skotið Gunna hátt upp. Þessa dagana eru allir að tala um Darren Till, Colby Covington og Kamaru Usman sem einhverja mögulega framtíðar meistara en það er enginn að tala um Gunna. Með sigri á Till gæti Gunni stolið sviðsljósinu af Till og komist aftur í þessa umræðu sem líklegur áskorandi. Annað tap, og þá sérstaklega eftir rothögg, væri hálfgert áfall og er ég viss um að ansi margir myndu afskrifa Gunnar. Það er því til mikils að vinna fyrir Gunna en líka mikil áhætta.“Gunnar var rotaður í Glasgow í fyrra.vísir/gettyÓbilandi trú Pétur segir að margir séu að afskrifa Gunnar Nelson og telji hann ekki eiga mikla mögulega gegn Till. Það er þá helst vegna þess að Till er svo miklu stærri en að eigin sögn vill sá enski berjast í léttþungavigt (93 kg) en ekki veltivigt (77 kg). „Það má samt ekki gleyma því að Till er í raun bara með einn geggjaðan sigur gegn Donald Cerrone í október. Fram að því hafði hann unnið þrjá bardaga, einn eftir rothögg, og gert eitt jafntefli og það gegn minni spámönnum. Till gerði frábærlega gegn Cerrone en hann nýtti sér líka veikleika Cerrone mjög vel og kom með góða leikáætlun. Maðurinn er ekkert ósigrandi þó hann hafi litið vel út síðast,“ segir Pétur. „Þetta verður rosalega hættulegur bardagi og ég á alveg eftir að farast úr stressi ef það verður af þessu. En þetta er áhætta sem Gunni er tilbúinn að taka og það sýnir kannski þá trú sem hann hefur á sjálfan sig og sýnir visst hugrekki. Hann hefði pottþétt getað fengið auðveldari bardaga en Gunni vill mæta öllum þeim bestu,“ segir Pétur Marinó Jónsson. MMA Tengdar fréttir Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint frá bíður Gunnar Nelson eftir því að Englendingurinn Darren Till samþykki að berjast við hann í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night í Lundúnum 17. mars. UFC vill að þeir sjái um aðalskemmtiatriðið þetta kvöldið og er Gunnar búinn að samþykkja en Till og hans menn eru eitthvað að draga fæturnar í málinu eins og Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, komst að orði við Vísi í morgun. Liverpool-maðurinn Darren Till er einn sá allra heitasti í UFC þessa dagana eftir að hann tók Donald „Cowboy“ Cerrone og pakkaði honum saman á síðasta ári en hann er í sjöunda sæti styrkleikalista veltivigtarinnar og hefur farið mikinn undanfarin misseri.Darren Till er bragð mánaðarins í UFC.vísir/gettyMikil áhætta Sigur á stærsta bardagakvöldi Evrópu myndi heldur betur hjálpa Gunnari aftur á fætur eftir tapið umdeilda gegn argentínska augnpotaranum Santiago Ponzinibbio í Glasgow á síðasta ári. „Þessi bardagi kemur eilítið á óvart þar sem ég hélt að Darren Till myndi fá hærra skrifaðan andstæðing eftir hans síðasta sigur og sérstaklega þar sem Gunni tapaði síðast. UFC hefur væntanlega reynt að fá Stephen Thompson til að mæta Till en það ekki gengið. Þetta kemur skemmtilega á óvart en samt er ég drullu stressaður fyrir þennan bardaga ef af verður,“ segir Pétur Marinó Jónsson, ritstjóri MMA Frétta og sérfræðingur og aðallýsari UFC á Stöð 2 Sport. „Þetta er mikil áhætta en gæti líka skotið Gunna hátt upp. Þessa dagana eru allir að tala um Darren Till, Colby Covington og Kamaru Usman sem einhverja mögulega framtíðar meistara en það er enginn að tala um Gunna. Með sigri á Till gæti Gunni stolið sviðsljósinu af Till og komist aftur í þessa umræðu sem líklegur áskorandi. Annað tap, og þá sérstaklega eftir rothögg, væri hálfgert áfall og er ég viss um að ansi margir myndu afskrifa Gunnar. Það er því til mikils að vinna fyrir Gunna en líka mikil áhætta.“Gunnar var rotaður í Glasgow í fyrra.vísir/gettyÓbilandi trú Pétur segir að margir séu að afskrifa Gunnar Nelson og telji hann ekki eiga mikla mögulega gegn Till. Það er þá helst vegna þess að Till er svo miklu stærri en að eigin sögn vill sá enski berjast í léttþungavigt (93 kg) en ekki veltivigt (77 kg). „Það má samt ekki gleyma því að Till er í raun bara með einn geggjaðan sigur gegn Donald Cerrone í október. Fram að því hafði hann unnið þrjá bardaga, einn eftir rothögg, og gert eitt jafntefli og það gegn minni spámönnum. Till gerði frábærlega gegn Cerrone en hann nýtti sér líka veikleika Cerrone mjög vel og kom með góða leikáætlun. Maðurinn er ekkert ósigrandi þó hann hafi litið vel út síðast,“ segir Pétur. „Þetta verður rosalega hættulegur bardagi og ég á alveg eftir að farast úr stressi ef það verður af þessu. En þetta er áhætta sem Gunni er tilbúinn að taka og það sýnir kannski þá trú sem hann hefur á sjálfan sig og sýnir visst hugrekki. Hann hefði pottþétt getað fengið auðveldari bardaga en Gunni vill mæta öllum þeim bestu,“ segir Pétur Marinó Jónsson.
MMA Tengdar fréttir Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46
Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00