Frakkar sendu Svía í undanúrslit │ Spánverjar sigruðu Þýskaland Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. janúar 2018 21:37 Spánverjar fagna sigri sínum í kvöld vísir/epa Spánverjar tryggðu sér seinna undanúrslitasætið úr milliriðli tvö á Evrópumótinu í handbolta með góðum sigri á Þjóðverjum í lokaleik riðilsins. Danir voru búnir að tryggja sér sigur í riðlinum fyrir leikinn, en Spánverjar og Þjóðverjar tókust á um síðara lausa sætið í undanúrslitunum. Leikurinn byrjaði vel fyrir Þjóðverja sem voru skrefi á undan fyrsta korterið, en aldrei varð forystan þó meiri en eitt mark. Spánverjar komust yfir eftir 14 mínútur og náðu því yfirhöndinni, en áfram var leikurinn mjög jafn. Það var ekki fyrr en fimm mínútur lifðu af hálfleiknum sem Spánverjar komust í tveggja marka forystu í fyrsta skipti. Staðan í leikhléi var 13-14 fyrir Spán. Hálfleiksræðan hefur kveikt í spænska liðinu því það var miklu sterkari aðilinn í byrjun seinni hálfleiks. Eftir að staðan var 15-15 eftir 33 mínútur skoruðu Spánverjar næstu átta mörk og komu stöðunni í 15-23. Þá kviknaði aftur í Þjóðverjum en það var í raun bara of seint í taumana gripið og Spánverjar fóru með fjögurra marka sigur, 27-31. Króötum dugði jafntefli gegn Frökkum til þess að tryggja sig áfram í undanúrslitin eftir að Noregur hafði betur gegn Svíum fyrr í dag. Það var jafnræði með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að hafa forystu. Eftir um korters leik var jafnt með liðunum en þá settu Frakkar í annan gír og komu sér upp forystu sem Króatar náðu ekki að vinna til baka. Þegar gengið var til búningsherbergja voru Frakkar með sex marka forystu, 13-19. Leikurinn hékk í fjögurra til sex marka forystu Frakka framan af í seinni hálfleik en Króatar náðu að klóra í bakkann þegar um tíu mínútur lifðu af leiknum og náðu að minnka muninn í eitt mark. Nær komust þeir þó ekki og lokatölur urðu 27-30 fyrir Frakka. Liðin sem fara í undanúrslit á Evrópumótinu eru því Frakkland og Svíþjóð úr milliriðli eitt og Danmörk og Spánn úr milliriðli tvö. Frakkar og Spánverjar mætast annars vegar og hins vegar verður Norðurlandaslagur Svía og Dana. Króatía og Tékkland leika um fimmta sæti mótsins. EM 2018 í handbolta Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Spánverjar tryggðu sér seinna undanúrslitasætið úr milliriðli tvö á Evrópumótinu í handbolta með góðum sigri á Þjóðverjum í lokaleik riðilsins. Danir voru búnir að tryggja sér sigur í riðlinum fyrir leikinn, en Spánverjar og Þjóðverjar tókust á um síðara lausa sætið í undanúrslitunum. Leikurinn byrjaði vel fyrir Þjóðverja sem voru skrefi á undan fyrsta korterið, en aldrei varð forystan þó meiri en eitt mark. Spánverjar komust yfir eftir 14 mínútur og náðu því yfirhöndinni, en áfram var leikurinn mjög jafn. Það var ekki fyrr en fimm mínútur lifðu af hálfleiknum sem Spánverjar komust í tveggja marka forystu í fyrsta skipti. Staðan í leikhléi var 13-14 fyrir Spán. Hálfleiksræðan hefur kveikt í spænska liðinu því það var miklu sterkari aðilinn í byrjun seinni hálfleiks. Eftir að staðan var 15-15 eftir 33 mínútur skoruðu Spánverjar næstu átta mörk og komu stöðunni í 15-23. Þá kviknaði aftur í Þjóðverjum en það var í raun bara of seint í taumana gripið og Spánverjar fóru með fjögurra marka sigur, 27-31. Króötum dugði jafntefli gegn Frökkum til þess að tryggja sig áfram í undanúrslitin eftir að Noregur hafði betur gegn Svíum fyrr í dag. Það var jafnræði með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að hafa forystu. Eftir um korters leik var jafnt með liðunum en þá settu Frakkar í annan gír og komu sér upp forystu sem Króatar náðu ekki að vinna til baka. Þegar gengið var til búningsherbergja voru Frakkar með sex marka forystu, 13-19. Leikurinn hékk í fjögurra til sex marka forystu Frakka framan af í seinni hálfleik en Króatar náðu að klóra í bakkann þegar um tíu mínútur lifðu af leiknum og náðu að minnka muninn í eitt mark. Nær komust þeir þó ekki og lokatölur urðu 27-30 fyrir Frakka. Liðin sem fara í undanúrslit á Evrópumótinu eru því Frakkland og Svíþjóð úr milliriðli eitt og Danmörk og Spánn úr milliriðli tvö. Frakkar og Spánverjar mætast annars vegar og hins vegar verður Norðurlandaslagur Svía og Dana. Króatía og Tékkland leika um fimmta sæti mótsins.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira