Ótækt að vald ráðherra sé bara formlegt ef ábyrgðin er hans Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. janúar 2018 07:00 Mat hæfnisnefndarinnar við skipun Landsréttar var töluvert til umræðu á málþinginu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Ráðherra ber ábyrgð á skipun dómara samkvæmt 14. grein stjórnarskrárinnar og af þeim sökum verður ráðherra að hafa eitthvert svigrúm til mats,“ sagði lögmaðurinn Haukur Örn Birgisson á málþingi um fyrirkomulag dómaraskipana hér á landi sem fór fram í Háskólanum í Reykjavík í gær. Haukur var annar framsögumanna málþingsins en hinn var Jakob Möller, lögmaður og settur formaður matsnefndar um hæfni umsækjanda um embætti héraðsdómara. Vinna nefndarinnar hefur verið talsvert í umræðunni frá lokum síðasta árs. Jakob og settur dómsmálaráðherra í málinu, Guðlaugur Þór Þórðarson, munnhjuggust nokkuð áður en Guðlaugur féllst á tillögur nefndarinnar. Jakob sagði að áður en nefndinni var komið á fót hefðu dómsmálaráðherrar þessa lands sýnt að þeim væri ekki treystandi til að fara með skipunarvaldið. Flokksskírteini hefðu iðulega verið látin ráða för við skipan dómara. Að mati Jakobs er skipunarvald dómsmálaráðherra nú aðeins formlegs eðlis. Haukur Örn Birgisson, lögmaður.VÍSIR/STEFÁN Haukur sagði hins vegar að störf dómnefndarinnar væru ekki hafin yfir vafa. Í máli sínu benti hann meðal annars á misræmi í máli Gunnlaugs Claessen, formanns nefndarinnar við skipan landsréttardómara, og vísaði þar til framburðar hans fyrir dómi. Þegar Gunnlaugur var spurður út í það hví ráðherra hefði ekki fengið lista með fleiri nöfnum en fimmtán, en fimmtán embætti dómara voru laus, sagði Gunnlaugur að með því gæti ráðherra gengið fram hjá þeim hæfasta á kostnað einhvers óhæfari. Samt hefði nefndinni ekki þótt ástæða til að skipa hina hæfustu í röð innbyrðis. Þá hefði Gunnlaugur fyrir dómi viðurkennt að matið, og fyrri möt, hefði verið ónákvæmt að hluta. „Í umræðunni virðast margir hafa gengið út frá því að nefndinni geti ekki skeikað en það getur ekki verið svo,“ sagði Haukur. Í dæmaskyni notaðist hann við Excel-skjal landsréttarnefndarinnar og prófaði meðal annars að hækka einn umsækjanda um hálfan í matsliðnum Reynsla af dómarastörfum. Við það hoppaði umsækjandinn úr sextánda sæti í það þrettánda. Benti hann síðan á að það væri nefndin sjálf sem ákvæði vægi einstakra matsþátta. „Hvernig stendur á því [að fjöldi hinna hæfustu er ávallt jafn fjölda umsækjenda]? Jú, að mínu viti er það út af því að þetta ágæta fólk sem situr í þessum nefndum, það vill sjálft ráða því hverjir verði skipaðir dómarar,“ sagði Haukur. „Hvernig er hægt að vera þeirrar skoðunar að annar aðili eigi að ákveða þetta á meðan ráðherra ber ábyrgðina?“ Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
„Ráðherra ber ábyrgð á skipun dómara samkvæmt 14. grein stjórnarskrárinnar og af þeim sökum verður ráðherra að hafa eitthvert svigrúm til mats,“ sagði lögmaðurinn Haukur Örn Birgisson á málþingi um fyrirkomulag dómaraskipana hér á landi sem fór fram í Háskólanum í Reykjavík í gær. Haukur var annar framsögumanna málþingsins en hinn var Jakob Möller, lögmaður og settur formaður matsnefndar um hæfni umsækjanda um embætti héraðsdómara. Vinna nefndarinnar hefur verið talsvert í umræðunni frá lokum síðasta árs. Jakob og settur dómsmálaráðherra í málinu, Guðlaugur Þór Þórðarson, munnhjuggust nokkuð áður en Guðlaugur féllst á tillögur nefndarinnar. Jakob sagði að áður en nefndinni var komið á fót hefðu dómsmálaráðherrar þessa lands sýnt að þeim væri ekki treystandi til að fara með skipunarvaldið. Flokksskírteini hefðu iðulega verið látin ráða för við skipan dómara. Að mati Jakobs er skipunarvald dómsmálaráðherra nú aðeins formlegs eðlis. Haukur Örn Birgisson, lögmaður.VÍSIR/STEFÁN Haukur sagði hins vegar að störf dómnefndarinnar væru ekki hafin yfir vafa. Í máli sínu benti hann meðal annars á misræmi í máli Gunnlaugs Claessen, formanns nefndarinnar við skipan landsréttardómara, og vísaði þar til framburðar hans fyrir dómi. Þegar Gunnlaugur var spurður út í það hví ráðherra hefði ekki fengið lista með fleiri nöfnum en fimmtán, en fimmtán embætti dómara voru laus, sagði Gunnlaugur að með því gæti ráðherra gengið fram hjá þeim hæfasta á kostnað einhvers óhæfari. Samt hefði nefndinni ekki þótt ástæða til að skipa hina hæfustu í röð innbyrðis. Þá hefði Gunnlaugur fyrir dómi viðurkennt að matið, og fyrri möt, hefði verið ónákvæmt að hluta. „Í umræðunni virðast margir hafa gengið út frá því að nefndinni geti ekki skeikað en það getur ekki verið svo,“ sagði Haukur. Í dæmaskyni notaðist hann við Excel-skjal landsréttarnefndarinnar og prófaði meðal annars að hækka einn umsækjanda um hálfan í matsliðnum Reynsla af dómarastörfum. Við það hoppaði umsækjandinn úr sextánda sæti í það þrettánda. Benti hann síðan á að það væri nefndin sjálf sem ákvæði vægi einstakra matsþátta. „Hvernig stendur á því [að fjöldi hinna hæfustu er ávallt jafn fjölda umsækjenda]? Jú, að mínu viti er það út af því að þetta ágæta fólk sem situr í þessum nefndum, það vill sjálft ráða því hverjir verði skipaðir dómarar,“ sagði Haukur. „Hvernig er hægt að vera þeirrar skoðunar að annar aðili eigi að ákveða þetta á meðan ráðherra ber ábyrgðina?“
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira