Stjórnarliðar töldu skýrslubeiðni beinast gegn "vitlausum ráðherra“ Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2018 19:00 Sá óvenjulegi atburður gerðist á Alþingi í dag að beiðni þingmanna um skýrslur frá fjármálaráðherra var tekin af dagskrá eftir að mikil andstaða kom fram við hana. Stjórnarþingmenn og fjármálaráðherra töldu að skýrslubeiðnum væri ekki beint á réttan stað. Þingmenn sex þingflokka höfðu skrifað sig á beiðni um tvær skýrslur frá fjármálaráðherra sem kom til atkvæða á Alþingi í dag. Það var Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sem var fyrsti flutningsmaður á beiðni um tvær skýrslur frá fjármálaráðherra um hvernig tekist hefði til að verða við ábendingum Rannsóknarnefndar Alþingis eftir hrunið. Venjulega fara slíkar beiðnir í gegnum þingið mótatkvæðalaust. En nú brá svo við að töluverð andstaða var við skýrslubeiðnirnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var ekki sáttur við að skýrslubeiðnunum væri beint til hans ráðuneytis. „Ég verð að segja eins og er að mér finnst sem að þessi skýrslubeiðni hér sé verulega vanhugsuð. Það er í fyrsta lagi þannig að það er óeðlilegt að fela ráðuneyti að segja þinginu hvernig ábendingar sem fram koma í rannsóknarskýrslu sem ein og sér beinist ekki að einhverju tilteknu ráðuneyti, heldur eru almennar ábendingar víða út í samfélagið, hafi gengið eftir,“ sagði Bjarni á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra lagðist ekki gegn innihaldi beiðninnar en taldi réttar að beina skýrslubeiðninni til Alþingis. Undir þetta tóku margir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fleiri þingmenn stjórnarflokkanna hvöttu skýrslubeiðanda að draga beiðni sína til baka og óska þess í stað eftir að Alþingi skipaði nefnd um málið. „Og kortleggi með hvaða hætti ábendingunum hefur verið fylgt eftir. Hvort þær hafi komið til framkvæmda og svo framvegis. Hvernig okkur hefur miðað áfram,“ sagði Óli Björn. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði fjármálaráðuneytið heldur ekki hafa almennt eftirlitshlutverk með stjórnsýslunni. „Þarna er verið að beina málinu gegn vitlausum ráðherra,“ sagði Birgir og uppskar mikinn hlátur í þingsal. „Það er verið að beina í raun og veru ábendingum ...það er grautað saman hlutum sem varða stjórnsýsluna annars vegar og öðrum þáttum ríkisvaldsins hins vegar,“ sagði Birgir. Eftir nokkrar umræður sættist Björn Leví Gunnarsson frummælandi skýrslubeiðnanna á að draga beiðnir sínar til baka að sinni. „Og langar til að kvarta aðeins undan því að gagnrýnin hafi komið fram fyrst á þingfundinum. En ekki í þessum nýju vinnubrögðum í stjórnmálunum og svo framvegis áður en þingfundur hófst,“ sagði Björn Leví. Alþingi Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Sá óvenjulegi atburður gerðist á Alþingi í dag að beiðni þingmanna um skýrslur frá fjármálaráðherra var tekin af dagskrá eftir að mikil andstaða kom fram við hana. Stjórnarþingmenn og fjármálaráðherra töldu að skýrslubeiðnum væri ekki beint á réttan stað. Þingmenn sex þingflokka höfðu skrifað sig á beiðni um tvær skýrslur frá fjármálaráðherra sem kom til atkvæða á Alþingi í dag. Það var Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sem var fyrsti flutningsmaður á beiðni um tvær skýrslur frá fjármálaráðherra um hvernig tekist hefði til að verða við ábendingum Rannsóknarnefndar Alþingis eftir hrunið. Venjulega fara slíkar beiðnir í gegnum þingið mótatkvæðalaust. En nú brá svo við að töluverð andstaða var við skýrslubeiðnirnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var ekki sáttur við að skýrslubeiðnunum væri beint til hans ráðuneytis. „Ég verð að segja eins og er að mér finnst sem að þessi skýrslubeiðni hér sé verulega vanhugsuð. Það er í fyrsta lagi þannig að það er óeðlilegt að fela ráðuneyti að segja þinginu hvernig ábendingar sem fram koma í rannsóknarskýrslu sem ein og sér beinist ekki að einhverju tilteknu ráðuneyti, heldur eru almennar ábendingar víða út í samfélagið, hafi gengið eftir,“ sagði Bjarni á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra lagðist ekki gegn innihaldi beiðninnar en taldi réttar að beina skýrslubeiðninni til Alþingis. Undir þetta tóku margir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fleiri þingmenn stjórnarflokkanna hvöttu skýrslubeiðanda að draga beiðni sína til baka og óska þess í stað eftir að Alþingi skipaði nefnd um málið. „Og kortleggi með hvaða hætti ábendingunum hefur verið fylgt eftir. Hvort þær hafi komið til framkvæmda og svo framvegis. Hvernig okkur hefur miðað áfram,“ sagði Óli Björn. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði fjármálaráðuneytið heldur ekki hafa almennt eftirlitshlutverk með stjórnsýslunni. „Þarna er verið að beina málinu gegn vitlausum ráðherra,“ sagði Birgir og uppskar mikinn hlátur í þingsal. „Það er verið að beina í raun og veru ábendingum ...það er grautað saman hlutum sem varða stjórnsýsluna annars vegar og öðrum þáttum ríkisvaldsins hins vegar,“ sagði Birgir. Eftir nokkrar umræður sættist Björn Leví Gunnarsson frummælandi skýrslubeiðnanna á að draga beiðnir sínar til baka að sinni. „Og langar til að kvarta aðeins undan því að gagnrýnin hafi komið fram fyrst á þingfundinum. En ekki í þessum nýju vinnubrögðum í stjórnmálunum og svo framvegis áður en þingfundur hófst,“ sagði Björn Leví.
Alþingi Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira