Mikil snjóflóðahætta á Austfjörðum Birgir Olgeirsson og Gissur Sigurðsson skrifa 24. janúar 2018 12:57 Veðurstofan vaktar Seyðisfjörð sérstaklega vegna snjóflóðahættu. Vísir Mikil snjóflóðahætta hefur verið á Austfjörðum frá því í gærkvöldi og er enn. Rautt hættustig, eða næst hæsta hættustig er í gildi, en útlit er fyrir að frekari hætta muni jafnvel líða hjá í dag. Nokkrar þjóðleiðir norðaustanlands eru enn lokaðar síðan í gærkvöldi vegna óveðurs og ófærðar.Svört viðvörun er hæsta viðvörunarstig, en ætli að við séum að stefna þangað? „Nei, það er frekar ólíklegt því það dregur frekar úr úrkomunni í dag smám saman og vindur hægir í kvöld og samfara því höldum við að það dragi verulega úr hættunni,“ segir Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður Snjóflóðasetursins á Ísafirði. Hún segir mikla úrkomu hafa verið síðastliðinn sólarhring á Seyðisfirði. 100 millimetrar hafa fallið þar síðan í gærmorgun. Um er að ræða snjókomu til fjalla en slyddu og rigningu á láglendi. Því er þurr snjór efst í fjöllunum en krapi neðar og við þannig aðstæður eru minni líkur en annars á stórum þurrum flekaflóðum sem fara hratt, að sögn Hörpu. Tvö flóð féllu í sunnanverðum Seyðisfirði fyrir utan byggð í gærkvöldi en um var að ræða meðalstór flóð. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa nokkur flóð fallið á Vestfjörðum og Vesturlandi í dag, en ekkert þeirra nærri byggð. Byggðin í Seyðisfirði er varin að hluta fyrir snjóflóðum með varnargörðum en enn á eftir að klára einhverja áfanga þannig að hún verði varin að fullu. „Við metum það þannig að það sé ekki mikil hætta í byggð og teljum að það dragi frekar úr hættunni en hitt,“ segir Harpa. Hún hvetur útivistarfólk sem ætlar að nýta sér snjóinn sem hefur fallið síðastliðna daga til að fara varlega ef haldið er á fjöll. Vegirnir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatns - og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru lokaðir vegna veðurs, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Óljóst er hvenær mokstur hefst en heldur á að draga úr snjókomu þegar líður á daginn en hvasst verður langt fram á kvöld Seyðisfjörður Veður Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Sjá meira
Mikil snjóflóðahætta hefur verið á Austfjörðum frá því í gærkvöldi og er enn. Rautt hættustig, eða næst hæsta hættustig er í gildi, en útlit er fyrir að frekari hætta muni jafnvel líða hjá í dag. Nokkrar þjóðleiðir norðaustanlands eru enn lokaðar síðan í gærkvöldi vegna óveðurs og ófærðar.Svört viðvörun er hæsta viðvörunarstig, en ætli að við séum að stefna þangað? „Nei, það er frekar ólíklegt því það dregur frekar úr úrkomunni í dag smám saman og vindur hægir í kvöld og samfara því höldum við að það dragi verulega úr hættunni,“ segir Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður Snjóflóðasetursins á Ísafirði. Hún segir mikla úrkomu hafa verið síðastliðinn sólarhring á Seyðisfirði. 100 millimetrar hafa fallið þar síðan í gærmorgun. Um er að ræða snjókomu til fjalla en slyddu og rigningu á láglendi. Því er þurr snjór efst í fjöllunum en krapi neðar og við þannig aðstæður eru minni líkur en annars á stórum þurrum flekaflóðum sem fara hratt, að sögn Hörpu. Tvö flóð féllu í sunnanverðum Seyðisfirði fyrir utan byggð í gærkvöldi en um var að ræða meðalstór flóð. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa nokkur flóð fallið á Vestfjörðum og Vesturlandi í dag, en ekkert þeirra nærri byggð. Byggðin í Seyðisfirði er varin að hluta fyrir snjóflóðum með varnargörðum en enn á eftir að klára einhverja áfanga þannig að hún verði varin að fullu. „Við metum það þannig að það sé ekki mikil hætta í byggð og teljum að það dragi frekar úr hættunni en hitt,“ segir Harpa. Hún hvetur útivistarfólk sem ætlar að nýta sér snjóinn sem hefur fallið síðastliðna daga til að fara varlega ef haldið er á fjöll. Vegirnir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatns - og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru lokaðir vegna veðurs, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Óljóst er hvenær mokstur hefst en heldur á að draga úr snjókomu þegar líður á daginn en hvasst verður langt fram á kvöld
Seyðisfjörður Veður Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Sjá meira