Erlent

Þjóðverjar hætti að selja Tyrkjum vopn

Atli Ísleifsson skrifar
Tyrkneski herinn hefur sótt inn í héruð Kúrda að undanförnu.
Tyrkneski herinn hefur sótt inn í héruð Kúrda að undanförnu. Vísir/AFP
Þrýstingur eykst nú á þýsk stjórnvöld heimafyrir að þau hætti að selja Tyrkjum vopn en Tyrkir hafa notað þýska Leopard skriðdreka í sókn sinni inn í héruð Kúrda í Sýrlandi.

Til stendur að uppfæra samninginn á næstunni og hafa nokkrir þingmenn þegar lýst því yfir að ekki komi til greina að framlengja hann.

Innrás Tyrkja í Sýrland hefur vakið mikla reiði en hersveitir Kúrda, sem stjórna landsvæðum í norðvesturhluta Sýrlands, nutu stuðnings Bandaríkjahers og annarra NATO-ríkja í baráttunni við hryðjuverkasamtökin ISIS.

Nú þegar þau samtök hafa verið yfirbuguð segja Tyrkir að þeim standi ógn af uppgangi Kúrda, sem vilja koma á sjálfstæðu ríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×