Mathöllin fær að leigja Hlemm á kostakjörum Þórarinn Þórarinsson skrifar 24. janúar 2018 05:30 Mathöllin hefur gert lukku á Hlemmi þar sem fjölbreytt úrval veitinga stendur fólki til boða í ódýru leiguhúsnæði. vísir/eyþór Mánaðarleiga Hlemms mathallar ehf. er samkvæmt leigusamningi við Eignasjóð Reykjavíkurborgar 1.012.000 krónur. Samningurinn var undirritaður í febrúar 2016 og leigan miðaðist við breytingakostnað á húsinu sem var við undirritun áætlaður 107 milljónir króna, þar af áttu 82 milljónir að fara í breytingar á húsnæðinu. Sá kostnaður féll á borgina. Framkvæmdirnar fóru langt fram úr áætlun og í desember 2016 samþykkti borgarráð uppfærða kostnaðaráætlun upp á 152 milljónir. Ragnar Egilsson, framkvæmdastjóri Mathallarinnar, sagðist í samtali við blaðið ekkert vilja tjá sig um hvort þessi kostnaðaraukning hefði orðið til hækkunar á húsaleigunni. Reykjavíkurborg réðst af miklum metnaði í að breyta strætóbiðstöðinni fornfrægu í matarmarkað snemma árs 2016. Samið var við Hlemm mathöll um að reka matarmarkaðinn og Dagur B. Eggertssonborgarstjóri sagðist þá sjá fyrir sér að Hlemmur yrði hjarta íslenskrar matarmenningar. Húsnæðið er 529 fermetrar og fermetraverðið því tæpar 2.000 krónur. Samningurinn má því teljast býsna góður en til samanburðar má nefna að fermetrinn í verslunarhúsnæði á Laugavegi leggur sig alla jafna einhvers staðar á bilinu 3.500 til 6.500 krónur, ásamt virðisauka og kostnaði við sameign. Samkvæmt leigusamningnum er leigutaka heimilt að „leigja hluta húsnæðisins út til annarra rekstraraðila matarmarkaðarins“. Höllin hýsir tíu ólíka veitingastaði, meðal annars ísbúðina Ísleif heppna, Jómfrúna, Borðið og Brauð & Co. Samkvæmt heimildum er leiguverð á bás í kringum hálfa milljón á mánuði. Mathöllin tók með samningum að sér ákveðna þætti almannaþjónustu, meðal annars rekstur salerna í húsinu en borginni var mjög í mun að koma honum í samt lag eftir langvarandi hallæri í þeim efnum. Samningurinn kveður á um að „salerni verði opin fyrir almenning óháð því hvort um sé að ræða viðskiptavini leigutaka eða ekki“. Mathöllinni var þó heimilað að taka gjald fyrir notkun á salernunum og rukkar um 200 krónur þá sem ekki eru í viðskiptum við veitingastaðina. Þá gerði samningurinn ráð fyrir 50 fermetra opnu rými, biðsvæði fyrir strætófarþega. Samningurinn er til tíu ára en þá tekur við ótímabundinn leigusamningur með tólf mánaða uppsagnarfresti. Leigutaki greiðir allan rekstrarkostnað, þar með talið hita og rafmagn. Leigutaki sér líka um rekstur og viðhald á lóð, snjómokstur og annan hefðbundinn rekstur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Mánaðarleiga Hlemms mathallar ehf. er samkvæmt leigusamningi við Eignasjóð Reykjavíkurborgar 1.012.000 krónur. Samningurinn var undirritaður í febrúar 2016 og leigan miðaðist við breytingakostnað á húsinu sem var við undirritun áætlaður 107 milljónir króna, þar af áttu 82 milljónir að fara í breytingar á húsnæðinu. Sá kostnaður féll á borgina. Framkvæmdirnar fóru langt fram úr áætlun og í desember 2016 samþykkti borgarráð uppfærða kostnaðaráætlun upp á 152 milljónir. Ragnar Egilsson, framkvæmdastjóri Mathallarinnar, sagðist í samtali við blaðið ekkert vilja tjá sig um hvort þessi kostnaðaraukning hefði orðið til hækkunar á húsaleigunni. Reykjavíkurborg réðst af miklum metnaði í að breyta strætóbiðstöðinni fornfrægu í matarmarkað snemma árs 2016. Samið var við Hlemm mathöll um að reka matarmarkaðinn og Dagur B. Eggertssonborgarstjóri sagðist þá sjá fyrir sér að Hlemmur yrði hjarta íslenskrar matarmenningar. Húsnæðið er 529 fermetrar og fermetraverðið því tæpar 2.000 krónur. Samningurinn má því teljast býsna góður en til samanburðar má nefna að fermetrinn í verslunarhúsnæði á Laugavegi leggur sig alla jafna einhvers staðar á bilinu 3.500 til 6.500 krónur, ásamt virðisauka og kostnaði við sameign. Samkvæmt leigusamningnum er leigutaka heimilt að „leigja hluta húsnæðisins út til annarra rekstraraðila matarmarkaðarins“. Höllin hýsir tíu ólíka veitingastaði, meðal annars ísbúðina Ísleif heppna, Jómfrúna, Borðið og Brauð & Co. Samkvæmt heimildum er leiguverð á bás í kringum hálfa milljón á mánuði. Mathöllin tók með samningum að sér ákveðna þætti almannaþjónustu, meðal annars rekstur salerna í húsinu en borginni var mjög í mun að koma honum í samt lag eftir langvarandi hallæri í þeim efnum. Samningurinn kveður á um að „salerni verði opin fyrir almenning óháð því hvort um sé að ræða viðskiptavini leigutaka eða ekki“. Mathöllinni var þó heimilað að taka gjald fyrir notkun á salernunum og rukkar um 200 krónur þá sem ekki eru í viðskiptum við veitingastaðina. Þá gerði samningurinn ráð fyrir 50 fermetra opnu rými, biðsvæði fyrir strætófarþega. Samningurinn er til tíu ára en þá tekur við ótímabundinn leigusamningur með tólf mánaða uppsagnarfresti. Leigutaki greiðir allan rekstrarkostnað, þar með talið hita og rafmagn. Leigutaki sér líka um rekstur og viðhald á lóð, snjómokstur og annan hefðbundinn rekstur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira