Langtímamarkmið Arion að koma verksmiðju United Silicon í framtíðareigu Birgir Olgeirsson skrifar 23. janúar 2018 14:28 Engin starfsemi verður í verksmiðjunni fyrr en skilyrði Umhverfisstofnunar hafa verið uppfyllt. Vísir/Anton Brink Afstaða Arion banka gagnvart United Silicon er sú að málefni fyrirtækisins séu í höndum skiptastjóra og mun bankinn óska eftir því við skiptastjóra að ganga að veðum sínum. Þetta segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs bankans, í samtali við Vísi. Stjórn United Silicon sendi í gær beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti kísilversins. Fyrirtækið fékk heimild til greiðslustöðvunar í ágúst í fyrra en hún rann út í gær. Var ákvörðunin tekin eftir að Umhverfisstofnun gerði kröfu um að rekstur verksmiðjunnar hæfist ekki á ný fyrr en eftir viðamiklar framkvæmdir sem gætu tekið vel á annað ár. Tilkynning barst frá United Silicon í gær þar sem kom fram að mat sérfræðinga gerði ráð fyrir að 25 milljónir evra þyrfti til að verksmiðjan teldist fullkláruð. Þessar framkvæmdir við úrbætur á verksmiðjunni gætu tekið vel á annað ár. Arion banki og fimm lífeyrissjóðir sem fjárfestu í United Silicon eiga í dag 98 prósent í félaginu en Arion banki er með um átta milljarða króna útistandandi við kísilverið í lánsloforðum og ábyrgðum. Bankinn átti um 67 prósent í kísilverinu þegar félagið var sett í þrot. Haraldur segir langtímamarkmið bankans að koma verksmiðjunni í framtíðareigu aðila sem eru sérfróðir í þessum iðnaði og kunna til verka þannig að vel verði staðið að málum í framtíðinni. „Fram að því er markmið okkar að vinna að því að koma verksmiðjunni í starf- og söluhæft form í tak við úrskurð Umhverfisstofnunar og það getur tekið umtalsverðan tíma,“ segir Haraldur og bendir á að það gæti þurft nýtt umhverfismat. Slíkt ferli getur tekið vel á annað ár, jafnvel um átján mánuði. Haraldur segir að engin starfsemi verði í verksmiðjunni fyrr en skilyrði Umhverfisstofnunar hafi verið uppfyllt og leyfi fæst að nýju, en ítrekar að nú séu málefni félagsins í höndum skiptastjóra. Um 56 starfa í kísilverinu en í Fréttablaðinu í dag kom fram að starfsfólk United Silicon fékk greidd laun sem það átti inni fyrir vinnu í janúar áður en beiðni um heimild um gjaldþrotaskipti kísilversins var send héraðsdómara í gær. Kom jafnframt fram í Fréttablaðinu að ákvörðun um störfin 56 sé í höndum nýskipaðs skiptastjóra félagsins, hæstaréttarlögmannsins Geirs Gestssonar. United Silicon Tengdar fréttir Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13 Hvetja starfsfólk kísilverksmiðjunnar til að mæta á morgun þrátt fyrir gjaldþrot Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík er gjaldþrota. Um sextíu starfsmenn missa vinnuna og tap fjárfesta er gríðarlegt. Ekki er ljóst hvort starfsemi verði á svæðinu í framtíðinni. 22. janúar 2018 20:30 Starfsfólkið fékk borgað áður en United Silicon fór í þrot Kísilver United Silicon er gjaldþrota og stærsti kröfuhafinn, Arion banki, mun ganga að veðum sínum. Greiddu starfsfólki fyrir vinnu í janúar en næstu skref eru í höndum skiptastjóra. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Afstaða Arion banka gagnvart United Silicon er sú að málefni fyrirtækisins séu í höndum skiptastjóra og mun bankinn óska eftir því við skiptastjóra að ganga að veðum sínum. Þetta segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs bankans, í samtali við Vísi. Stjórn United Silicon sendi í gær beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti kísilversins. Fyrirtækið fékk heimild til greiðslustöðvunar í ágúst í fyrra en hún rann út í gær. Var ákvörðunin tekin eftir að Umhverfisstofnun gerði kröfu um að rekstur verksmiðjunnar hæfist ekki á ný fyrr en eftir viðamiklar framkvæmdir sem gætu tekið vel á annað ár. Tilkynning barst frá United Silicon í gær þar sem kom fram að mat sérfræðinga gerði ráð fyrir að 25 milljónir evra þyrfti til að verksmiðjan teldist fullkláruð. Þessar framkvæmdir við úrbætur á verksmiðjunni gætu tekið vel á annað ár. Arion banki og fimm lífeyrissjóðir sem fjárfestu í United Silicon eiga í dag 98 prósent í félaginu en Arion banki er með um átta milljarða króna útistandandi við kísilverið í lánsloforðum og ábyrgðum. Bankinn átti um 67 prósent í kísilverinu þegar félagið var sett í þrot. Haraldur segir langtímamarkmið bankans að koma verksmiðjunni í framtíðareigu aðila sem eru sérfróðir í þessum iðnaði og kunna til verka þannig að vel verði staðið að málum í framtíðinni. „Fram að því er markmið okkar að vinna að því að koma verksmiðjunni í starf- og söluhæft form í tak við úrskurð Umhverfisstofnunar og það getur tekið umtalsverðan tíma,“ segir Haraldur og bendir á að það gæti þurft nýtt umhverfismat. Slíkt ferli getur tekið vel á annað ár, jafnvel um átján mánuði. Haraldur segir að engin starfsemi verði í verksmiðjunni fyrr en skilyrði Umhverfisstofnunar hafi verið uppfyllt og leyfi fæst að nýju, en ítrekar að nú séu málefni félagsins í höndum skiptastjóra. Um 56 starfa í kísilverinu en í Fréttablaðinu í dag kom fram að starfsfólk United Silicon fékk greidd laun sem það átti inni fyrir vinnu í janúar áður en beiðni um heimild um gjaldþrotaskipti kísilversins var send héraðsdómara í gær. Kom jafnframt fram í Fréttablaðinu að ákvörðun um störfin 56 sé í höndum nýskipaðs skiptastjóra félagsins, hæstaréttarlögmannsins Geirs Gestssonar.
United Silicon Tengdar fréttir Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13 Hvetja starfsfólk kísilverksmiðjunnar til að mæta á morgun þrátt fyrir gjaldþrot Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík er gjaldþrota. Um sextíu starfsmenn missa vinnuna og tap fjárfesta er gríðarlegt. Ekki er ljóst hvort starfsemi verði á svæðinu í framtíðinni. 22. janúar 2018 20:30 Starfsfólkið fékk borgað áður en United Silicon fór í þrot Kísilver United Silicon er gjaldþrota og stærsti kröfuhafinn, Arion banki, mun ganga að veðum sínum. Greiddu starfsfólki fyrir vinnu í janúar en næstu skref eru í höndum skiptastjóra. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13
Hvetja starfsfólk kísilverksmiðjunnar til að mæta á morgun þrátt fyrir gjaldþrot Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík er gjaldþrota. Um sextíu starfsmenn missa vinnuna og tap fjárfesta er gríðarlegt. Ekki er ljóst hvort starfsemi verði á svæðinu í framtíðinni. 22. janúar 2018 20:30
Starfsfólkið fékk borgað áður en United Silicon fór í þrot Kísilver United Silicon er gjaldþrota og stærsti kröfuhafinn, Arion banki, mun ganga að veðum sínum. Greiddu starfsfólki fyrir vinnu í janúar en næstu skref eru í höndum skiptastjóra. 23. janúar 2018 06:00