Hvetja starfsfólk kísilverksmiðjunnar til að mæta á morgun þrátt fyrir gjaldþrot Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. janúar 2018 20:30 Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík er gjaldþrota. Um sextíu starfsmenn missa vinnuna og tap fjárfesta er gríðarlegt. Ekki er ljóst hvort starfsemi verði á svæðinu í framtíðinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsfólk hvatt, á fundi í dag, til þess að mæta áfram til vinnu í verksmiðjuna svo það myndi ekki glata réttindum sem það hefur öðlast en formleg uppsagnarbréf og formlegar uppsagnir hafa ekki átt sér stað. Ljósbogaofn kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík var ræstur um miðjan nóvember 2016 og núna fjórtán mánuðum síðar er verksmiðjan komin í komin í þrot og óljóst hvort starfsemi verði nokkurn tímann á svæðinu aftur. Rekstur verksmiðjunnar hefur verið í greiðslustöðvun frá því í ágúst í fyrra eða frá því kröfuhafar yfirtóku reksturinn. Erlendir sérfræðingar voru fengnir til þess að meta hvað þyrfti til þess að koma verksmiðjunni aftur í rekstur og var niðurstaða þeirra sú að ekki þyrfti minna en þrjá milljarða.Gríðarlegt tap bitnar helst á Arion banka Vonast var eftir að Umhverfisstofnun myndi veita verksmiðjunni undanþágu til þess að ræsa ljósbogaofninn aftur hennar á meðan unnið væri að úrbótum en með bréfi sínu til félagsins sl. föstudag hafnaði stofnunin því að kísilofninn yrði ræstur aftur fyrr en endurbætur á verksmiðjunni er að fullu lokið en því til stuðnings bendir stofnunin á fordæmalausra fjölda frávika frá starfsleyfi í níu mánaða rekstrarsögu fyrirtækisins. Tap vegna United Silicon er gríðarlegt og bitnar þyngst á Arion banka sem hefur meðal annars borgað laun starfsmanna á greiðslustöðvunartímanum. Má ætla að tjón bankans í heild sé yfir tíu milljarðar. Þá er tap lífeyrissjóða sem fjárfestu í verksmiðjunni einnig gríðarlegt. Greint hefur verið frá því að alþjóðlegir aðilar í kísiliðnaði hefðu áhuga á að kaupa verksmiðjuna en ekkert hefur orðið af því. Greiðslustöðvun félagsins rann svo út í dag og fór stjórn þess fram á gjaldþrotaskipti yfir verksmiðjunni sem var samþykkt í Héraðsdómur Reykjaness klukkan fjögur síðdegis en í framhaldinu var haldinn fundur með starfsfólki verksmiðjunnar þar sem farið var yfir næstu skref.Óheiðarleiki geti skipt sköpum Rætt var við Karen Kjartansdóttur, talsmann United Silicon, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurð hvað verði um verksmiðjuna og hver næstu skref eru sagði hún: „Nú er uppi töluverð óvissa og það er náttúrulega afar sárt að starfsfólk sem hefur unnið að heilindum og sýnt félaginu mikla tryggð sé í þessari óvissu stöðu en því miður þá er þessi staða óumflýjanleg.“ Hún sagði málið nú í höndum skiptastjóra sem taki ákvörðun um framtíðina. Á fundi með starfsfólki í dag hafi því verið þakkað fyrir sín störf og að hafa sýnt félaginu tryggð. Þá var Karen spurð að því hvernig hægt væri að klúðra svona milljarða fjárfestingu án þess að grípa fyrr inn í. „Það er erfitt að segja en fyrir mér þá sýnist manni óheiðarleiki geta skipt þar sköpum en án þess að ég sé að fella neina dóma en þess vegna hefur í þessu ferli eftir að ný stjórn kom að reynt að sýna gegnsæi og vandað sig mikið í öllum vinnubrögðum,“ sagði Karen. Hún kvaðst ekki vita hvar rannsókn á Magnúsi Ólafur Garðarsson, fyrrverandi eigandi og stofnanda United Silicon, væri stödd en héraðssaksóknari rannsakar nú mein brot hans er varða stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. United Silicon Tengdar fréttir Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13 Ljúka þarf öllum úrbótum á verksmiðju United Silicon Greiðslustöðvun fyrirtækisins sem hefur verið á síðan í ágúst rennur út á morgun. 21. janúar 2018 20:03 Stefnir í gjaldþrot Sameinaðs Sílikons Greiðslustöðvun fyrirtækisins rennur út í dag. 22. janúar 2018 15:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík er gjaldþrota. Um sextíu starfsmenn missa vinnuna og tap fjárfesta er gríðarlegt. Ekki er ljóst hvort starfsemi verði á svæðinu í framtíðinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsfólk hvatt, á fundi í dag, til þess að mæta áfram til vinnu í verksmiðjuna svo það myndi ekki glata réttindum sem það hefur öðlast en formleg uppsagnarbréf og formlegar uppsagnir hafa ekki átt sér stað. Ljósbogaofn kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík var ræstur um miðjan nóvember 2016 og núna fjórtán mánuðum síðar er verksmiðjan komin í komin í þrot og óljóst hvort starfsemi verði nokkurn tímann á svæðinu aftur. Rekstur verksmiðjunnar hefur verið í greiðslustöðvun frá því í ágúst í fyrra eða frá því kröfuhafar yfirtóku reksturinn. Erlendir sérfræðingar voru fengnir til þess að meta hvað þyrfti til þess að koma verksmiðjunni aftur í rekstur og var niðurstaða þeirra sú að ekki þyrfti minna en þrjá milljarða.Gríðarlegt tap bitnar helst á Arion banka Vonast var eftir að Umhverfisstofnun myndi veita verksmiðjunni undanþágu til þess að ræsa ljósbogaofninn aftur hennar á meðan unnið væri að úrbótum en með bréfi sínu til félagsins sl. föstudag hafnaði stofnunin því að kísilofninn yrði ræstur aftur fyrr en endurbætur á verksmiðjunni er að fullu lokið en því til stuðnings bendir stofnunin á fordæmalausra fjölda frávika frá starfsleyfi í níu mánaða rekstrarsögu fyrirtækisins. Tap vegna United Silicon er gríðarlegt og bitnar þyngst á Arion banka sem hefur meðal annars borgað laun starfsmanna á greiðslustöðvunartímanum. Má ætla að tjón bankans í heild sé yfir tíu milljarðar. Þá er tap lífeyrissjóða sem fjárfestu í verksmiðjunni einnig gríðarlegt. Greint hefur verið frá því að alþjóðlegir aðilar í kísiliðnaði hefðu áhuga á að kaupa verksmiðjuna en ekkert hefur orðið af því. Greiðslustöðvun félagsins rann svo út í dag og fór stjórn þess fram á gjaldþrotaskipti yfir verksmiðjunni sem var samþykkt í Héraðsdómur Reykjaness klukkan fjögur síðdegis en í framhaldinu var haldinn fundur með starfsfólki verksmiðjunnar þar sem farið var yfir næstu skref.Óheiðarleiki geti skipt sköpum Rætt var við Karen Kjartansdóttur, talsmann United Silicon, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurð hvað verði um verksmiðjuna og hver næstu skref eru sagði hún: „Nú er uppi töluverð óvissa og það er náttúrulega afar sárt að starfsfólk sem hefur unnið að heilindum og sýnt félaginu mikla tryggð sé í þessari óvissu stöðu en því miður þá er þessi staða óumflýjanleg.“ Hún sagði málið nú í höndum skiptastjóra sem taki ákvörðun um framtíðina. Á fundi með starfsfólki í dag hafi því verið þakkað fyrir sín störf og að hafa sýnt félaginu tryggð. Þá var Karen spurð að því hvernig hægt væri að klúðra svona milljarða fjárfestingu án þess að grípa fyrr inn í. „Það er erfitt að segja en fyrir mér þá sýnist manni óheiðarleiki geta skipt þar sköpum en án þess að ég sé að fella neina dóma en þess vegna hefur í þessu ferli eftir að ný stjórn kom að reynt að sýna gegnsæi og vandað sig mikið í öllum vinnubrögðum,“ sagði Karen. Hún kvaðst ekki vita hvar rannsókn á Magnúsi Ólafur Garðarsson, fyrrverandi eigandi og stofnanda United Silicon, væri stödd en héraðssaksóknari rannsakar nú mein brot hans er varða stórfelld auðgunarbrot og skjalafals.
United Silicon Tengdar fréttir Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13 Ljúka þarf öllum úrbótum á verksmiðju United Silicon Greiðslustöðvun fyrirtækisins sem hefur verið á síðan í ágúst rennur út á morgun. 21. janúar 2018 20:03 Stefnir í gjaldþrot Sameinaðs Sílikons Greiðslustöðvun fyrirtækisins rennur út í dag. 22. janúar 2018 15:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13
Ljúka þarf öllum úrbótum á verksmiðju United Silicon Greiðslustöðvun fyrirtækisins sem hefur verið á síðan í ágúst rennur út á morgun. 21. janúar 2018 20:03
Stefnir í gjaldþrot Sameinaðs Sílikons Greiðslustöðvun fyrirtækisins rennur út í dag. 22. janúar 2018 15:00