Ætla að verja gagnasendingar með lykilorði eftir Söngvakeppnisleka Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2018 16:40 Daði Freyr hafnaði í öðru sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra. vísir/andri marínó Síðastliðið föstudagskvöld stóð til að svipta hulunni af lögunum og flytjendum sem taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Einhverjum klukkutímum fyrir útsendinguna höfðu þó heiti laganna og nöfn flytjenda verið birt á erlendum vefsíðum. Birna Ósk Hansdóttir, framleiðslustjóri RÚV, sagði í samtali við Vísi á föstudag að RÚV ætlaði sér að rannsaka hvernig listinn yfir lög og flytjendur gat lekið út. Strax hafði vaknað sá grunur að einhver hefði komist í tölvupóstsamskipti þeirra sem sjá um skipulagningu Söngvakeppninnar. Um var að ræða tengla á Dropbox-vefhýsingu þar sem upplýsingarnar voru geymdar. Listanum yfir lög og flytjendum var ekki einungis lekið heldur hafði einhver sett nokkur laganna inn á vef YouTube, en RÚV lét taka þau út skömmu síðar. Birna sagði listann fyrst hafa birst á rússneskum samfélagsmiðli og þess vegna vaknaði sá grunur að erlendur aðili bæri ábyrgð á lekanum og hann hefði mögulega komist í tölvupóstsamskiptin. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest en Birna Ósk segir í samtali við Vísi í dag að vefkerfi Ríkisútvarpsins sé óhult og enginn hafi komist inn á það. Ef skipst verður frekar á gögnum í gegnum deilisíður á borð við Dropbox þá verða þau varin með lykilorði svo þetta endurtaki sig ekki, en gögnin sem láku út voru óvarin. „Skiptigögnin voru ekki nógu vel varin hjá okkur. Það eru mistök og einhver komst inn í það. Það eru ekki góð vinnubrögð og við þurfum að laga það,“ segir Birna. Hún sagði að sem betur fer hafi ekki verið um trúnaðargögn að ræða sem einhver gat beðið skaða af. Birna segist þó einnig sjá málið í því ljósi að áhuginn erlendis frá á Söngvakeppninni sé það mikill að einhver sé reiðubúinn að leggja þetta á sig til að komast yfir lögin sem verða í keppninni í ár. Fyrirkomulag keppninnar verður með svipuðu sniði og fyrri ár. Forkeppnin fer fram 10. og 17. febrúar í Háskólabíó þar sem þrjú lög komast áfram í úrslitin sem fara fram 3. mars í Laugardalshöll. Sigurvegarinn verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Portúgal í maí. Eurovision Tengdar fréttir Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2018 Einvala lið listamanna tekur þátt í söngvakeppninni 2018. 19. janúar 2018 20:15 RÚV rannsakar leka sem tengist Söngvakeppninni Grunur um að einhver hafi komist í tölvupóstsendingar. 19. janúar 2018 18:27 Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Síðastliðið föstudagskvöld stóð til að svipta hulunni af lögunum og flytjendum sem taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Einhverjum klukkutímum fyrir útsendinguna höfðu þó heiti laganna og nöfn flytjenda verið birt á erlendum vefsíðum. Birna Ósk Hansdóttir, framleiðslustjóri RÚV, sagði í samtali við Vísi á föstudag að RÚV ætlaði sér að rannsaka hvernig listinn yfir lög og flytjendur gat lekið út. Strax hafði vaknað sá grunur að einhver hefði komist í tölvupóstsamskipti þeirra sem sjá um skipulagningu Söngvakeppninnar. Um var að ræða tengla á Dropbox-vefhýsingu þar sem upplýsingarnar voru geymdar. Listanum yfir lög og flytjendum var ekki einungis lekið heldur hafði einhver sett nokkur laganna inn á vef YouTube, en RÚV lét taka þau út skömmu síðar. Birna sagði listann fyrst hafa birst á rússneskum samfélagsmiðli og þess vegna vaknaði sá grunur að erlendur aðili bæri ábyrgð á lekanum og hann hefði mögulega komist í tölvupóstsamskiptin. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest en Birna Ósk segir í samtali við Vísi í dag að vefkerfi Ríkisútvarpsins sé óhult og enginn hafi komist inn á það. Ef skipst verður frekar á gögnum í gegnum deilisíður á borð við Dropbox þá verða þau varin með lykilorði svo þetta endurtaki sig ekki, en gögnin sem láku út voru óvarin. „Skiptigögnin voru ekki nógu vel varin hjá okkur. Það eru mistök og einhver komst inn í það. Það eru ekki góð vinnubrögð og við þurfum að laga það,“ segir Birna. Hún sagði að sem betur fer hafi ekki verið um trúnaðargögn að ræða sem einhver gat beðið skaða af. Birna segist þó einnig sjá málið í því ljósi að áhuginn erlendis frá á Söngvakeppninni sé það mikill að einhver sé reiðubúinn að leggja þetta á sig til að komast yfir lögin sem verða í keppninni í ár. Fyrirkomulag keppninnar verður með svipuðu sniði og fyrri ár. Forkeppnin fer fram 10. og 17. febrúar í Háskólabíó þar sem þrjú lög komast áfram í úrslitin sem fara fram 3. mars í Laugardalshöll. Sigurvegarinn verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Portúgal í maí.
Eurovision Tengdar fréttir Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2018 Einvala lið listamanna tekur þátt í söngvakeppninni 2018. 19. janúar 2018 20:15 RÚV rannsakar leka sem tengist Söngvakeppninni Grunur um að einhver hafi komist í tölvupóstsendingar. 19. janúar 2018 18:27 Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2018 Einvala lið listamanna tekur þátt í söngvakeppninni 2018. 19. janúar 2018 20:15
RÚV rannsakar leka sem tengist Söngvakeppninni Grunur um að einhver hafi komist í tölvupóstsendingar. 19. janúar 2018 18:27