Lagt til að lengja kjörtímabil formanns KSÍ en takmarka valdatímann Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. janúar 2018 14:45 Guðni Bergsson er formaður KSÍ og verður það næsta árið að minnsta kosti. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Stjórn Knattspyrnusambands Íslands mun leggja til lagabreytingu á ársþingi sambandsins sem fram fer 10. febrúar sem snýr að kjörtímabili formanns KSÍ og heildartíma hans á valdastól sem og annarra stjórnarmanna. Fram kemur í fundargerð stjórnar KSÍ frá 9. janúar að Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hafi gert „litlar efnislegar athugasemdir“ við vinnu starfshóps Knattspyrnusambandsins í málinu en Gísli Gíslason, stjórnarmaður KSÍ og formaður Laga- og leikreglunefndar, kynnti erindið á stjórnarfundinum fyrr í mánuðinum. Ekki kemur fram í fundargerðinni hvernig nýja reglubreytingin er en Gísli svaraði því þegar að Vísir heyrði í honum í dag.Ekki meira en tólf ár í einu „Tillagan er þannig að formaður sitji í þrjú ár í stað tveggja en hann hafi aðeins kjörgengi í tólf ár í einu,“ segir Gísli en eftir tólf ár verður formaðurinn að taka sér pásu. Hann getur þó boðið sig aftur fram seinna og setið önnur tólf ár. Einnig er tillaga um breytingu á kjörtíma stjórnarmanna en þeir eru áfram kjörnir til tveggja ára en geta aðeins setið sex kjörtímabil áður en þeir verða að víkja. Glænýr formaður og stjórnarmaður geta því setið saman í tólf ár, til að einfalda hlutina. „Þetta er þróun sem er að verða algeng í Alþjóðasamtökum fótboltans. Það er verið að takmarka setu manna í stjórnum og þannig tryggja að það verði ákveðin endurnýjun,“ segir Gísli, en af hverju að lengja valdatímabil formanns KSÍ? „Hugsunin var bara sú að þá væri meiri samfella í því sem formaður væri að gera. Þetta væri einfaldlega skynsamlegra því þá hefði sitjandi formaður meiri tíma til að fylgja sínum málum eftir.“Kosið að ári Félögunum í landinu og samtökunum Íslenskum toppfótbolta verður ekki komið á óvart með þessum lagabreytingum því samþykkt var á stjórnarfundi KSÍ að senda tillögurnar strax þeirra. Starfshópurinn sem vann að þeim óskaði einnig eftir ábendingum frá aðildarfélögum KSÍ um málið. Guðni Bergsson var kjörinn formaður KSÍ í fyrra og þarf því ekki að hafa áhyggjur af starfinu á ársþinginu á Hilton í febrúar. Þessi breyting gildir ekki um sitjandi formann og stjórnarmenn sem voru kosnir eftir gömlu lögunum þannig kosið verður um nýjan formann á ársþinginu 2019 og mun sá hinn sami sitja í þrjú ár í senn, en þó ekki lengur en tólf ár í einum rykk, verði breytingarnar samþykktar. Íslenski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands mun leggja til lagabreytingu á ársþingi sambandsins sem fram fer 10. febrúar sem snýr að kjörtímabili formanns KSÍ og heildartíma hans á valdastól sem og annarra stjórnarmanna. Fram kemur í fundargerð stjórnar KSÍ frá 9. janúar að Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hafi gert „litlar efnislegar athugasemdir“ við vinnu starfshóps Knattspyrnusambandsins í málinu en Gísli Gíslason, stjórnarmaður KSÍ og formaður Laga- og leikreglunefndar, kynnti erindið á stjórnarfundinum fyrr í mánuðinum. Ekki kemur fram í fundargerðinni hvernig nýja reglubreytingin er en Gísli svaraði því þegar að Vísir heyrði í honum í dag.Ekki meira en tólf ár í einu „Tillagan er þannig að formaður sitji í þrjú ár í stað tveggja en hann hafi aðeins kjörgengi í tólf ár í einu,“ segir Gísli en eftir tólf ár verður formaðurinn að taka sér pásu. Hann getur þó boðið sig aftur fram seinna og setið önnur tólf ár. Einnig er tillaga um breytingu á kjörtíma stjórnarmanna en þeir eru áfram kjörnir til tveggja ára en geta aðeins setið sex kjörtímabil áður en þeir verða að víkja. Glænýr formaður og stjórnarmaður geta því setið saman í tólf ár, til að einfalda hlutina. „Þetta er þróun sem er að verða algeng í Alþjóðasamtökum fótboltans. Það er verið að takmarka setu manna í stjórnum og þannig tryggja að það verði ákveðin endurnýjun,“ segir Gísli, en af hverju að lengja valdatímabil formanns KSÍ? „Hugsunin var bara sú að þá væri meiri samfella í því sem formaður væri að gera. Þetta væri einfaldlega skynsamlegra því þá hefði sitjandi formaður meiri tíma til að fylgja sínum málum eftir.“Kosið að ári Félögunum í landinu og samtökunum Íslenskum toppfótbolta verður ekki komið á óvart með þessum lagabreytingum því samþykkt var á stjórnarfundi KSÍ að senda tillögurnar strax þeirra. Starfshópurinn sem vann að þeim óskaði einnig eftir ábendingum frá aðildarfélögum KSÍ um málið. Guðni Bergsson var kjörinn formaður KSÍ í fyrra og þarf því ekki að hafa áhyggjur af starfinu á ársþinginu á Hilton í febrúar. Þessi breyting gildir ekki um sitjandi formann og stjórnarmenn sem voru kosnir eftir gömlu lögunum þannig kosið verður um nýjan formann á ársþinginu 2019 og mun sá hinn sami sitja í þrjú ár í senn, en þó ekki lengur en tólf ár í einum rykk, verði breytingarnar samþykktar.
Íslenski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira