Subaru XV og Impreza fengu báðir 5 stjörnur Finnur Thorlacius skrifar 22. janúar 2018 13:45 Subaru Impreza Öryggi Subaru XV og Impreza á Evrópumarkaði fóru nýlega gegnum ítarlegar prófanir hjá umferðaröryggisstofnuninni Euro NCAP og komu þeir best út í sínum flokki í samanburði við aðrar bíltegundir sem einnig voru prófaðar í sama flokki. Báðir fengu full hús stiga, fimm stjörnur, og má geta þess að enginn bíll frá Subaru hefur áður skorað jafn mörg stig hjá Euro NCAP fyrir öryggi fullorðinna farþega og gangandi vegfarenda og í nýgerðum prófunum. Einnig fengu þeir 5 stjörnur fyrir sjálfvirka neyðarhemlunarkerfið og akreinaaðstoðina og segir í umsögn Euro NCAP að báðir bílar veiti mjög mikið öruggi í umferðinni. Fram kom í máli Masamichi Kudo, stjórnarformanns og forstjóra Subaru Europe þegar niðurstaða prófananna lá fyrir að þennan árangur Subaru megi fyrst og fremst þakka framúrskarandi hönnum og háþróuðum öryggisbúnaði sem sé staðalbúnaður í öllum bílum Subaru og ætlað að veita farþegum og gangandi vegfarendum mesta mögulega öryggi. Til að uppfylla þau markmið Subaru skiptir aðstoðarkerfið EyeSight lykilhlutverki, en EyeSight þykir í dag það besta á markaðnum. Nýr Subaru XV, sem nýverið var kynntur hjá BL, er á nýjum alhliða undirvagni sem notaður er í öllum nýjustu bílgerðum Subaru. Undirvagninn veitir bæði meira öryggi en fráfarandi undirvagnar auk betri og þægilegri aksturseiginleika. Nýr XV er m.a. búinn 7 öryggispúðum, þar á meðal loftpúða til að verja hné ökumanns, og nýjum og betri öryggisbeltum sem veita bæði meiri vernd í bílveltu og draga úr líkum á innvortis meiðslum. BL býður nýjan XV í tveimur útfærslum sem báðar eru búnar 114 hestafla 1,6 lítra 16 ventla DOHC bensínvél. Grunnverð bílsins er 4.990.00 en hægt er að kynna sér nánar búnað bílsins á heimasíðu BL, þar á meðal upplýsingar um sjálfvirka hraðastillinn, sveigju- og akgreinavarann, akgreinastýringuna og fleira sem öryggiskerfið EyeSight býður upp á, auk upplýsinga um margháttaðan aukabúnað sem hægt er að fá með XV.Subaru XV. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Öryggi Subaru XV og Impreza á Evrópumarkaði fóru nýlega gegnum ítarlegar prófanir hjá umferðaröryggisstofnuninni Euro NCAP og komu þeir best út í sínum flokki í samanburði við aðrar bíltegundir sem einnig voru prófaðar í sama flokki. Báðir fengu full hús stiga, fimm stjörnur, og má geta þess að enginn bíll frá Subaru hefur áður skorað jafn mörg stig hjá Euro NCAP fyrir öryggi fullorðinna farþega og gangandi vegfarenda og í nýgerðum prófunum. Einnig fengu þeir 5 stjörnur fyrir sjálfvirka neyðarhemlunarkerfið og akreinaaðstoðina og segir í umsögn Euro NCAP að báðir bílar veiti mjög mikið öruggi í umferðinni. Fram kom í máli Masamichi Kudo, stjórnarformanns og forstjóra Subaru Europe þegar niðurstaða prófananna lá fyrir að þennan árangur Subaru megi fyrst og fremst þakka framúrskarandi hönnum og háþróuðum öryggisbúnaði sem sé staðalbúnaður í öllum bílum Subaru og ætlað að veita farþegum og gangandi vegfarendum mesta mögulega öryggi. Til að uppfylla þau markmið Subaru skiptir aðstoðarkerfið EyeSight lykilhlutverki, en EyeSight þykir í dag það besta á markaðnum. Nýr Subaru XV, sem nýverið var kynntur hjá BL, er á nýjum alhliða undirvagni sem notaður er í öllum nýjustu bílgerðum Subaru. Undirvagninn veitir bæði meira öryggi en fráfarandi undirvagnar auk betri og þægilegri aksturseiginleika. Nýr XV er m.a. búinn 7 öryggispúðum, þar á meðal loftpúða til að verja hné ökumanns, og nýjum og betri öryggisbeltum sem veita bæði meiri vernd í bílveltu og draga úr líkum á innvortis meiðslum. BL býður nýjan XV í tveimur útfærslum sem báðar eru búnar 114 hestafla 1,6 lítra 16 ventla DOHC bensínvél. Grunnverð bílsins er 4.990.00 en hægt er að kynna sér nánar búnað bílsins á heimasíðu BL, þar á meðal upplýsingar um sjálfvirka hraðastillinn, sveigju- og akgreinavarann, akgreinastýringuna og fleira sem öryggiskerfið EyeSight býður upp á, auk upplýsinga um margháttaðan aukabúnað sem hægt er að fá með XV.Subaru XV.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent