Þorsteinn fór mikinn í dómsal: „Menn eru í keppni um að reyna að sakfella menn“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. janúar 2018 11:13 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. vísir/Ernir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, segist ávallt hafa treyst Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, og að hann geri það enn. Þorsteinn bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og gaf hann lítið fyrir málflutning ákæruvaldsins. Þorsteinn skrifaði undir lánveitingar til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna Glitnis vorið 2008. Lánin voru upp á samtals 6,8 milljarða króna og voru þau til þess að kaupa hlutabréf í Glitni en bankinn sjálfur átti bréfin. Þorsteinn sagði að þessi viðskipti hafi einungis verið hluti af hvatakerfi bankans og var ætlað að tryggja þess að lykilstarfsmenn störfuðu áfram hjá bankanum. „Þessar túlkanir í dag sem er búið að búa til síðustu ár hafa ekkert með þetta að gera. Ég treysti þessu fólki, ég treysti Lárusi Welding,“ sagði Þorsteinn.Hluti af „showinu“ Þorsteinn sagðist sjálfur hafa haft stöðu sakbornings í sex ár og sagði að illa væri farið með fólk í málum er tengjast hruninu. „Þetta er hluti af „showinu“ og ég er sjálfur búinn að vera í yfirheyrslum og það er ekkert verið að reyna að fá út plúsa og mínusa. Það er alveg ljóst hver er tilgangurinn. Menn eru í keppni um að reyna að sakfella menn. Það er ekkert annað sem þetta mál snýst um að hálfu saksóknara.“ Þorsteinn fór nokkuð langt út fyrir spurningu Óttars Pálssonar, verjanda Lárusar Welding, að mati dómara. Sagðist þá Þorsteinn vera að fjalla um málið. „Þú átt ekki að vera að fjalla hér um eitt eða neitt, þú átt að svara spurningum verjenda,” var svar Arngríms Ísberg, dómara. Þorsteinn segist hafa fyrst viðrað hugmyndir um breytingar á hvatafyrirkomulagi bankans á aðalfundi bankans í febrúar 2008 þegar hann var kjörinn í stjórn. „Ég taldi æskilegt að æðstu stjórnendur ættu hlutabréf í bankanum.“Lárus Welding ásamt verjanda sínum, Óttari Pálssyni.Vísir/Anton BrinkEkki ný hugmynd að starfsmenn eigi bréf í fyrirtæki Hann sagði að það væri ekki ný hugmynd Lárusar Welding að starfsmönnum væri hjálpað til að eignast bréf í banka, eða öðru fyrirtæki sem þeir vinna hjá og að slíkt hafi viðgengist lengi. „Öll fyrirtæki eru rekin á góðu fólki og traustu fólki. Þess vegna voru meðal annars gerðar breytingar á stjórnendateymum og svo framvegis í þá átt að fólk væri að tryggja sér gott fólk til framtíðar. Það var mjög mikilvægt að það var það sem var verið að vinna að.“ Þorsteinn sat ekki á skoðunum sínum um málið í skýrslu sinni og nefndi ítrekað að tíu ár væru liðin síðan brotin áttu sér stað sem ákært er fyrir. „Það sýnir fáránleika málsins að maður sé staddur hérna tíu árum seinna.“Gaf lítið fyrir „eftiráskýringar“ saksóknara Sagði Þorsteinn jafnframt að hugtök sem notast er við í málinu, líkt og markaðsmisnotkun og umboðssvik. Sagði hann skilgreiningar saksóknara eftiráskýringar og að málið hafi ekkert með markaðsmisnotkun að gera. „Varðandi hleranir og slíkt, þar hefur sérstakur saksóknari unnið á óheiðarlegan hátt. Lárus Welding og við sem vorum að vinna í bankanum, við vorum að vinna á heiðarlegan hátt.“ Bað dómari Þorstein þá að halda sig við spurningar verjenda og sagðist Þorsteinn vera að meta aðstæður. „Þú átt ekki að vera að meta neitt, þú ert hér sem vitni,“ sagði dómari þá. Þorsteinn sagði að enginn hefði tekið þátt í lánveitingum upp á sjö milljarða króna ef grunur hefði verið uppi að um markaðsmisnotkun væri að ræða. Jafnframt sagði hann að tíminn fyrir hrun hafi verið málaður sem neikvæður og óheiðarlegur síðustu ár meðal annars af fjölmiðlum. Markaðsmisnotkun í Glitni Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, segist ávallt hafa treyst Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, og að hann geri það enn. Þorsteinn bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og gaf hann lítið fyrir málflutning ákæruvaldsins. Þorsteinn skrifaði undir lánveitingar til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna Glitnis vorið 2008. Lánin voru upp á samtals 6,8 milljarða króna og voru þau til þess að kaupa hlutabréf í Glitni en bankinn sjálfur átti bréfin. Þorsteinn sagði að þessi viðskipti hafi einungis verið hluti af hvatakerfi bankans og var ætlað að tryggja þess að lykilstarfsmenn störfuðu áfram hjá bankanum. „Þessar túlkanir í dag sem er búið að búa til síðustu ár hafa ekkert með þetta að gera. Ég treysti þessu fólki, ég treysti Lárusi Welding,“ sagði Þorsteinn.Hluti af „showinu“ Þorsteinn sagðist sjálfur hafa haft stöðu sakbornings í sex ár og sagði að illa væri farið með fólk í málum er tengjast hruninu. „Þetta er hluti af „showinu“ og ég er sjálfur búinn að vera í yfirheyrslum og það er ekkert verið að reyna að fá út plúsa og mínusa. Það er alveg ljóst hver er tilgangurinn. Menn eru í keppni um að reyna að sakfella menn. Það er ekkert annað sem þetta mál snýst um að hálfu saksóknara.“ Þorsteinn fór nokkuð langt út fyrir spurningu Óttars Pálssonar, verjanda Lárusar Welding, að mati dómara. Sagðist þá Þorsteinn vera að fjalla um málið. „Þú átt ekki að vera að fjalla hér um eitt eða neitt, þú átt að svara spurningum verjenda,” var svar Arngríms Ísberg, dómara. Þorsteinn segist hafa fyrst viðrað hugmyndir um breytingar á hvatafyrirkomulagi bankans á aðalfundi bankans í febrúar 2008 þegar hann var kjörinn í stjórn. „Ég taldi æskilegt að æðstu stjórnendur ættu hlutabréf í bankanum.“Lárus Welding ásamt verjanda sínum, Óttari Pálssyni.Vísir/Anton BrinkEkki ný hugmynd að starfsmenn eigi bréf í fyrirtæki Hann sagði að það væri ekki ný hugmynd Lárusar Welding að starfsmönnum væri hjálpað til að eignast bréf í banka, eða öðru fyrirtæki sem þeir vinna hjá og að slíkt hafi viðgengist lengi. „Öll fyrirtæki eru rekin á góðu fólki og traustu fólki. Þess vegna voru meðal annars gerðar breytingar á stjórnendateymum og svo framvegis í þá átt að fólk væri að tryggja sér gott fólk til framtíðar. Það var mjög mikilvægt að það var það sem var verið að vinna að.“ Þorsteinn sat ekki á skoðunum sínum um málið í skýrslu sinni og nefndi ítrekað að tíu ár væru liðin síðan brotin áttu sér stað sem ákært er fyrir. „Það sýnir fáránleika málsins að maður sé staddur hérna tíu árum seinna.“Gaf lítið fyrir „eftiráskýringar“ saksóknara Sagði Þorsteinn jafnframt að hugtök sem notast er við í málinu, líkt og markaðsmisnotkun og umboðssvik. Sagði hann skilgreiningar saksóknara eftiráskýringar og að málið hafi ekkert með markaðsmisnotkun að gera. „Varðandi hleranir og slíkt, þar hefur sérstakur saksóknari unnið á óheiðarlegan hátt. Lárus Welding og við sem vorum að vinna í bankanum, við vorum að vinna á heiðarlegan hátt.“ Bað dómari Þorstein þá að halda sig við spurningar verjenda og sagðist Þorsteinn vera að meta aðstæður. „Þú átt ekki að vera að meta neitt, þú ert hér sem vitni,“ sagði dómari þá. Þorsteinn sagði að enginn hefði tekið þátt í lánveitingum upp á sjö milljarða króna ef grunur hefði verið uppi að um markaðsmisnotkun væri að ræða. Jafnframt sagði hann að tíminn fyrir hrun hafi verið málaður sem neikvæður og óheiðarlegur síðustu ár meðal annars af fjölmiðlum.
Markaðsmisnotkun í Glitni Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira