Harðir bardagar geisa í Afrin Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2018 13:02 Tyrkneskir hermenn á leið til Afrin. Vísir/Getty Harðir bardagar geisa nú í Afrinhéraði í Sýrlandi þar sem Tyrkneski herinn og uppreisnarmenn sem studdir eru af Tyrkjum reyna nú að ná völdum af Sýrlenskum Kúrdum (YPG), sem studdir eru af Bandaríkjunum. Eftir nokkurra vikna hótanir hófust loftárásir Tyrkja á föstudaginn og innrásin sjálf hófst svo í gær (sunnudag). Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. Uppreisnarmenn segja sóknina ganga hægt, að hluta til vegna þess hve fjalllent héraðið sé. Yfirvöld Tyrklands segja sýrlenska Kúrda tengjast Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi, sem hafa um árabil barist fyrir sjálfstæði í Tyrklandi, og vera hryðjuverkamenn. Forsvarsmenn YPG neita því að tengjast PKK og Bandaríkin og bandamenn þeirra sem veitt hafa Kúrdum mikinn stuðning gegn Íslamska ríkinu taka undir þá staðhæfingu.Sjá einnig: Tyrkir byrjaðir að gera árásir á KúrdaAðgerðir Tyrkja bera nafnið „Operationa Olive Branch“ eða Ólífugrein. Markmið aðgerðanna mun vera að stofna 30 kílómetra öryggissvæði við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Forsvarsmenn YPG segja hins vegar að Rússar standi á bak við árásina og að stjórnarher Bashar al Assad, forseta Sýrlands, verði veitt stjórn á svæðinu á endanum. Ríkisstjórn Assad hefur fordæmt aðgerðir Tyrkja í Sýrlandi, án þess þó að bregðast við á nokkurn hátt. Það að Tyrkir hafi flutt fjölmarga uppreisnarmenn frá Idlibhéraði, þar sem stjórnarherinn er í sókn, þykir til marks um samstarf Tyrkja með Assad-liðum. Sömuleiðis þá færðu rússneskir hermenn í héraðinu sig áður en loftárásir Tyrkja hófust. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, sagði Rússa fylgjast náið með aðstæðum í Afrin og vera í samskiptum við bæði Tyrki og Assad.Kúrdar gerðu einnig innrás í Sýrland árið 2016 til að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu tökum á gervöllum landamærum ríkjanna.Vísir/GraphicNewsUmdeildar meðal uppreisnarmanna Þó eru aðgerðirnar umdeildar meðal uppreisnarmanna. Guardian segir hluta uppreisnarmannanna sjá innrásina í Afrin sem aukaatriði og að réttast væri að verja Idlib, síðasta héraðið í Sýrlandi sem uppreisnarmenn stjórna. Aðrir sjá sóknina í Afrin sem mikilvægan lið í því að berjast gegn sýrlenskum Kúrdum sem stjórna nú stórum hluta Sýrlands og hafa uppreisnarmenn sakað Kúrda um að reka innfædda araba af yfirráðasvæðum sínum.Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur heitið því að aðgerðunum muni ljúka fljótt og að Tyrkir muni reyna að draga úr mannfalli meðal almennra borgara. Hins vegar búist þeir við því að Kúrdar muni skýla sér á bak við almenning.Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag og funda um aðgerðir Tyrkja að beiðni Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Þá hafa bandamenn Tyrklands í Atlantshafsbandalaginu áhyggjur af aðgerðum Tyrkja. Í yfirlýsingu frá bandalaginu segir að Tyrkir hafi rétt á því að verja sig en eru þeir hvattir til að gæta hófs.Skjóta reglulega á bandaríska hermenn Erdogan hefur einnig hótað því að ráðast á bæinn Manbij og reka Kúrda aftur austur yfir Efrat. Bandaríkin komu hermönnum fyrir í Manbij árið 2016 þegar Tyrkir gerðu sig líklega til að ráðast á bæinn og eru þeir þar enn. Nú um helgina sögðu bandarískir embættismenn frá því að uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja skjóti reglulega á bandaríska hermenn í Manbij og þeir skjóti af og til til baka. Það hafi síðast gerst í síðustu viku. Ríkisfjölmiðill Tyrklands, Anadolu fréttaveitan, sagði frá því í dag að minnst 24 aðilar hefðu verið handteknir í Tyrklandi fyrir að „dreifa hryðjuverkaáróðri“ á samfélagsmiðlum í tengslum við aðgerðir hersins í Afrin. Mið-Austurlönd Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Fleiri fréttir Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sjá meira
Harðir bardagar geisa nú í Afrinhéraði í Sýrlandi þar sem Tyrkneski herinn og uppreisnarmenn sem studdir eru af Tyrkjum reyna nú að ná völdum af Sýrlenskum Kúrdum (YPG), sem studdir eru af Bandaríkjunum. Eftir nokkurra vikna hótanir hófust loftárásir Tyrkja á föstudaginn og innrásin sjálf hófst svo í gær (sunnudag). Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. Uppreisnarmenn segja sóknina ganga hægt, að hluta til vegna þess hve fjalllent héraðið sé. Yfirvöld Tyrklands segja sýrlenska Kúrda tengjast Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi, sem hafa um árabil barist fyrir sjálfstæði í Tyrklandi, og vera hryðjuverkamenn. Forsvarsmenn YPG neita því að tengjast PKK og Bandaríkin og bandamenn þeirra sem veitt hafa Kúrdum mikinn stuðning gegn Íslamska ríkinu taka undir þá staðhæfingu.Sjá einnig: Tyrkir byrjaðir að gera árásir á KúrdaAðgerðir Tyrkja bera nafnið „Operationa Olive Branch“ eða Ólífugrein. Markmið aðgerðanna mun vera að stofna 30 kílómetra öryggissvæði við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Forsvarsmenn YPG segja hins vegar að Rússar standi á bak við árásina og að stjórnarher Bashar al Assad, forseta Sýrlands, verði veitt stjórn á svæðinu á endanum. Ríkisstjórn Assad hefur fordæmt aðgerðir Tyrkja í Sýrlandi, án þess þó að bregðast við á nokkurn hátt. Það að Tyrkir hafi flutt fjölmarga uppreisnarmenn frá Idlibhéraði, þar sem stjórnarherinn er í sókn, þykir til marks um samstarf Tyrkja með Assad-liðum. Sömuleiðis þá færðu rússneskir hermenn í héraðinu sig áður en loftárásir Tyrkja hófust. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, sagði Rússa fylgjast náið með aðstæðum í Afrin og vera í samskiptum við bæði Tyrki og Assad.Kúrdar gerðu einnig innrás í Sýrland árið 2016 til að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu tökum á gervöllum landamærum ríkjanna.Vísir/GraphicNewsUmdeildar meðal uppreisnarmanna Þó eru aðgerðirnar umdeildar meðal uppreisnarmanna. Guardian segir hluta uppreisnarmannanna sjá innrásina í Afrin sem aukaatriði og að réttast væri að verja Idlib, síðasta héraðið í Sýrlandi sem uppreisnarmenn stjórna. Aðrir sjá sóknina í Afrin sem mikilvægan lið í því að berjast gegn sýrlenskum Kúrdum sem stjórna nú stórum hluta Sýrlands og hafa uppreisnarmenn sakað Kúrda um að reka innfædda araba af yfirráðasvæðum sínum.Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur heitið því að aðgerðunum muni ljúka fljótt og að Tyrkir muni reyna að draga úr mannfalli meðal almennra borgara. Hins vegar búist þeir við því að Kúrdar muni skýla sér á bak við almenning.Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag og funda um aðgerðir Tyrkja að beiðni Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Þá hafa bandamenn Tyrklands í Atlantshafsbandalaginu áhyggjur af aðgerðum Tyrkja. Í yfirlýsingu frá bandalaginu segir að Tyrkir hafi rétt á því að verja sig en eru þeir hvattir til að gæta hófs.Skjóta reglulega á bandaríska hermenn Erdogan hefur einnig hótað því að ráðast á bæinn Manbij og reka Kúrda aftur austur yfir Efrat. Bandaríkin komu hermönnum fyrir í Manbij árið 2016 þegar Tyrkir gerðu sig líklega til að ráðast á bæinn og eru þeir þar enn. Nú um helgina sögðu bandarískir embættismenn frá því að uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja skjóti reglulega á bandaríska hermenn í Manbij og þeir skjóti af og til til baka. Það hafi síðast gerst í síðustu viku. Ríkisfjölmiðill Tyrklands, Anadolu fréttaveitan, sagði frá því í dag að minnst 24 aðilar hefðu verið handteknir í Tyrklandi fyrir að „dreifa hryðjuverkaáróðri“ á samfélagsmiðlum í tengslum við aðgerðir hersins í Afrin.
Mið-Austurlönd Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Fleiri fréttir Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sjá meira