Sæþór Elmar Kristjánsson, leikmaður ÍR, var meðal umræðuefna í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar síðastliðið föstudagskvöld.
Sæþór Elmar lenti illa í Darra Hilmarssyni, reynslubolta úr KR, en svaraði svo fyrir sig með látum eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir ofan.
Ekki í fyrsta skipti í vetur sem Sæþór Elmar sýnir skemmtileg viðbrögð innan vallar og er hann á leiðinni að verða einn af uppáhalds leikmönnum Kjartans Atla.
Domino's Körfuboltakvöld: Sæþór Elmar slær í gegn
Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mest lesið






Sumardeildin hófst á stórsigri
Fótbolti


Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu
Íslenski boltinn

