Ungir athafnamenn vekja mikla athygli: „Við ákváðum bara að kalla þetta kleins“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. janúar 2018 20:00 14 og 11 ára bræður hafa vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en á laugardögum selja þeir heimalagað heitt kakó og kleinur, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Á vagninum stendur reyndar Cókó and kleins en þeir segjast reyna að höfða til ferðamanna. Dagurinn byrjaði snemma hjá þeim bræðrum en það tekur dágóðan tíma að undirbúa vagninn og koma honum á sölustaðinn. „Við búum til deigið sem eru tvö kíló, einn skammtur. Byrjum á því að hnoða og síðan fletjum við úr því og búum til kleinur. Næst gerum við kakóið sem er leyniuppskrift sem við bjuggum til og bíðum þangað til við löbbum með vagninn alla leið frá að heiman en það tekur svona tólf mínútur en við búum sko á Nesinu,“ segir Daníel Ólafur Stefánsson. Þegar komið er á Gróttu bíða þeir þar til olían nær réttu hitastigi og fara svo að steikja kleinurnar. Þetta er í annað sinn sem bræðurnir standa vaktina en þeir ætla að halda sölunni áfram á laugardögum í vetur. Strákarnir voru í göngu á Gróttu þegar sá yngri stakk upp á því að hefja söluna. „Af því honum var svo kalt. Þá bara allt í einu ákvað hann að honum langaði í kakó og þá spratt hugmyndin upp að við myndum bara byrja að selja kakó,“ segir Daníel Ólafur. Óhætt að segja að uppátækið hafi vakið mikla athygli en Facebook-færsla sem birtist um þessa ungu athafnamenn hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum og þeir lofaðir hásterkt. Í dag seldist upp hjá þeim á innan við klukkustund. Þá telst vagninn mjög glæsilegur en þeir smíðuðu hann sjálfir. „Pabbi okkar hjálpaði okkur smá að saga og gera allt þannig,“ segir Róbert Frímann Stefánsson. Eins og sést stendur cókó og kleins á vagninum en ekki -kakó og kleinur. Þeir segjast hafa verið að reyna höfða til ferðamanna og nokkuð augljóst að það virkaði en ferðamenn eru afar hrifnir. „En það er ekkert svona beint orð á ensku þannig við ákváðum bara að kalla þetta kleins. Ég hef heyrt að það sé eitthvað twisted dognut en maður nennir ekkert að segja það,“ segir Daníel Ólafur. Ágóðann ætla þeir að láta renna til þyrlusjóðs Landhelgisgæslunnar. „Af því pabbi okkar lenti einu sinni í slysi og Landhelgisgæslan bjargaði honum,“ segir Róbert Frímann. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
14 og 11 ára bræður hafa vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en á laugardögum selja þeir heimalagað heitt kakó og kleinur, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Á vagninum stendur reyndar Cókó and kleins en þeir segjast reyna að höfða til ferðamanna. Dagurinn byrjaði snemma hjá þeim bræðrum en það tekur dágóðan tíma að undirbúa vagninn og koma honum á sölustaðinn. „Við búum til deigið sem eru tvö kíló, einn skammtur. Byrjum á því að hnoða og síðan fletjum við úr því og búum til kleinur. Næst gerum við kakóið sem er leyniuppskrift sem við bjuggum til og bíðum þangað til við löbbum með vagninn alla leið frá að heiman en það tekur svona tólf mínútur en við búum sko á Nesinu,“ segir Daníel Ólafur Stefánsson. Þegar komið er á Gróttu bíða þeir þar til olían nær réttu hitastigi og fara svo að steikja kleinurnar. Þetta er í annað sinn sem bræðurnir standa vaktina en þeir ætla að halda sölunni áfram á laugardögum í vetur. Strákarnir voru í göngu á Gróttu þegar sá yngri stakk upp á því að hefja söluna. „Af því honum var svo kalt. Þá bara allt í einu ákvað hann að honum langaði í kakó og þá spratt hugmyndin upp að við myndum bara byrja að selja kakó,“ segir Daníel Ólafur. Óhætt að segja að uppátækið hafi vakið mikla athygli en Facebook-færsla sem birtist um þessa ungu athafnamenn hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum og þeir lofaðir hásterkt. Í dag seldist upp hjá þeim á innan við klukkustund. Þá telst vagninn mjög glæsilegur en þeir smíðuðu hann sjálfir. „Pabbi okkar hjálpaði okkur smá að saga og gera allt þannig,“ segir Róbert Frímann Stefánsson. Eins og sést stendur cókó og kleins á vagninum en ekki -kakó og kleinur. Þeir segjast hafa verið að reyna höfða til ferðamanna og nokkuð augljóst að það virkaði en ferðamenn eru afar hrifnir. „En það er ekkert svona beint orð á ensku þannig við ákváðum bara að kalla þetta kleins. Ég hef heyrt að það sé eitthvað twisted dognut en maður nennir ekkert að segja það,“ segir Daníel Ólafur. Ágóðann ætla þeir að láta renna til þyrlusjóðs Landhelgisgæslunnar. „Af því pabbi okkar lenti einu sinni í slysi og Landhelgisgæslan bjargaði honum,“ segir Róbert Frímann.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira