Markmiðið að ná saman um skýrari langtímasýn fyrir málefni vinnumarkaðarins Ingvar Þór Björnsson skrifar 20. janúar 2018 14:35 Katrín segir athyglisvert að bera saman viðhorf til launatölfræði á Íslandi og á Norðurlöndunum. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að nauðsynlegt sé að ná saman um skýrari langtímasýn fyrir málefni vinnumarkaðarins og ryðja úr vegi þeim hindrunum sem koma í veg fyrir þá framtíðarsýn. Rætt var við Katrínu í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu í dag. Farið var yfir stöðuna í málum vinnumarkaðarins og þau mál sem ríkisstjórnin hefur undirbúið að leggja fram á vorþingi. Leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafa nýtt tímann til að ræða við forystu samtaka launafólks hjá hinu opinbera og á almenna markaðnum ásamt forystu Samtaka atvinnulífsins. Katrín segir að þetta séu ekki hinar eiginlega kjaraviðræður heldur sé unnið að því að móta framtíðarsýn. „Þetta eru ekki hinar eiginlega kjarasamningaviðræður. Markmið okkar með þessum óformlegu viðræðum er að eiga fundi með fulltrúum heildarsamtakanna á vinnumarkaði og sveitarfélögunum í von um að ná saman um skýrari langtímasýn fyrir málefni vinnumarkaðarins,“ sagði Katrín. Segir hún að þau mál sem eru hindranir fyrir því að komast áfram í því samtali að móta þessa framtíðarsýn, hafi verið sett á dagskrá. „Ef við viljum halda í þá átt að hefja nýtt samtal um íslenskt vinnumarkaðslíkan þá þurfum við að ryðja ákveðnum hindrunum úr vegi áður.“Menn ekki sammála um grunninnKatrín segir að athyglisvert sé að bera saman viðhorf til launatölfræði á Íslandi og í samanburðarlöndunum. „Í gær var fundur um launatölfræði. Það er merkilegt að sjá hversu umdeild aðferðarfræðin við söfnun upplýsinga er hér á landi. Aðilar hafa ekki náð saman um hvernig við getum safnað gögnum með þeim hætti að þau endurspegli með sem bestum hætti launaþróun á Íslandi,“ sagði Katrín. Bætir hún við að menn séu ekki sammála um grunninn og nauðsynlegt sé að endurskoða hvernig skynsamlegast sé að safna og vinna úr gögnunum. „Menn eru ekki sammála um grunninn sem er til skoðunar í öllum kjaraviðræðum. Ætlunin er að við setjum þau mál líka í ákveðið ferli og reynum að koma okkur úr þeirri stöðu sem við erum í núna. Þá getum við fært okkur nær þeim fyrirmyndum sem við teljum skynsamastar annars staðar á Norðurlöndum.“ Segir hún að þetta sé í föstum skorðum ef litið er til annarra Norðurlanda þar sem launatölfræðin er birt af launatölfræðiráði með skipulögðum hætti sem allir treysta.„Ekki hægt að tala um efnahagslegan stöðugleika ef félagslegur stöðugleiki er ekki til staðar“Aðspurð hvort það komi til greina að ríkið liðki fyrir samkomulag á vinnumarkaðinum með breytingum á skattalögum, lögum um barnabætur, húsnæðisbætur eða einhverju slíku segir Katrín að félagslegar úrbætur séu í umræðunni. „Það er boðað í stjórnarsáttmálanum að við viljum eiga samtal við aðila vinnumarkaðarins um ákveðnar félagslegar úrbætur. Það er ekki hægt að tala um efnahagslegan stöðugleika ef félagslegur stöðugleiki fylgir ekki,“ segir Katrín. „Við boðum það í stjórnarsáttmála að horft verði til félagslegra þátta, húsnæðismála, fæðingarorlofs og þátta eins og samspil bótakerfis og skattakerfis. Það eru forsendur fyrir því að styðja við samninga á vinnumarkaði. Við verðum að horfa til þess heildarmarkmiðs að við séum að tryggja félagslegan stöðugleika.“ Stj.mál Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að nauðsynlegt sé að ná saman um skýrari langtímasýn fyrir málefni vinnumarkaðarins og ryðja úr vegi þeim hindrunum sem koma í veg fyrir þá framtíðarsýn. Rætt var við Katrínu í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu í dag. Farið var yfir stöðuna í málum vinnumarkaðarins og þau mál sem ríkisstjórnin hefur undirbúið að leggja fram á vorþingi. Leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafa nýtt tímann til að ræða við forystu samtaka launafólks hjá hinu opinbera og á almenna markaðnum ásamt forystu Samtaka atvinnulífsins. Katrín segir að þetta séu ekki hinar eiginlega kjaraviðræður heldur sé unnið að því að móta framtíðarsýn. „Þetta eru ekki hinar eiginlega kjarasamningaviðræður. Markmið okkar með þessum óformlegu viðræðum er að eiga fundi með fulltrúum heildarsamtakanna á vinnumarkaði og sveitarfélögunum í von um að ná saman um skýrari langtímasýn fyrir málefni vinnumarkaðarins,“ sagði Katrín. Segir hún að þau mál sem eru hindranir fyrir því að komast áfram í því samtali að móta þessa framtíðarsýn, hafi verið sett á dagskrá. „Ef við viljum halda í þá átt að hefja nýtt samtal um íslenskt vinnumarkaðslíkan þá þurfum við að ryðja ákveðnum hindrunum úr vegi áður.“Menn ekki sammála um grunninnKatrín segir að athyglisvert sé að bera saman viðhorf til launatölfræði á Íslandi og í samanburðarlöndunum. „Í gær var fundur um launatölfræði. Það er merkilegt að sjá hversu umdeild aðferðarfræðin við söfnun upplýsinga er hér á landi. Aðilar hafa ekki náð saman um hvernig við getum safnað gögnum með þeim hætti að þau endurspegli með sem bestum hætti launaþróun á Íslandi,“ sagði Katrín. Bætir hún við að menn séu ekki sammála um grunninn og nauðsynlegt sé að endurskoða hvernig skynsamlegast sé að safna og vinna úr gögnunum. „Menn eru ekki sammála um grunninn sem er til skoðunar í öllum kjaraviðræðum. Ætlunin er að við setjum þau mál líka í ákveðið ferli og reynum að koma okkur úr þeirri stöðu sem við erum í núna. Þá getum við fært okkur nær þeim fyrirmyndum sem við teljum skynsamastar annars staðar á Norðurlöndum.“ Segir hún að þetta sé í föstum skorðum ef litið er til annarra Norðurlanda þar sem launatölfræðin er birt af launatölfræðiráði með skipulögðum hætti sem allir treysta.„Ekki hægt að tala um efnahagslegan stöðugleika ef félagslegur stöðugleiki er ekki til staðar“Aðspurð hvort það komi til greina að ríkið liðki fyrir samkomulag á vinnumarkaðinum með breytingum á skattalögum, lögum um barnabætur, húsnæðisbætur eða einhverju slíku segir Katrín að félagslegar úrbætur séu í umræðunni. „Það er boðað í stjórnarsáttmálanum að við viljum eiga samtal við aðila vinnumarkaðarins um ákveðnar félagslegar úrbætur. Það er ekki hægt að tala um efnahagslegan stöðugleika ef félagslegur stöðugleiki fylgir ekki,“ segir Katrín. „Við boðum það í stjórnarsáttmála að horft verði til félagslegra þátta, húsnæðismála, fæðingarorlofs og þátta eins og samspil bótakerfis og skattakerfis. Það eru forsendur fyrir því að styðja við samninga á vinnumarkaði. Við verðum að horfa til þess heildarmarkmiðs að við séum að tryggja félagslegan stöðugleika.“
Stj.mál Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira