Gagnrýnir hertar reglur um heimsóknir barna í fangelsi landsins Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 20. janúar 2018 13:36 Formaður Afstöðu, félags fanga, gagnrýnir hertar reglur Fangelsismálastofnunar um heimsóknir barna í fangelsin. Hann segir þær vera of íþyngjandi og að þær valdi því að aðstandendur veigri sér við að sækja um heimsókn. Þá komi þær niður á börnunum. Nýlega breytti Fangelsismálastofnun reglum um heimsóknir aðstandenda fanga í fangelsin. Reglur um heimsóknir barna fanga voru hertar nokkuð en nú er gerð krafa um að fangi skuli að jafnaði hafa verið agabrotslaus í tvo mánuði áður en heimsókn fer fram en það kallast agabrot þegar fangi brýtur reglur fangelsisins.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.Þá er heimsókn barns til foreldra í fangelsi ekki heimiluð nema foreldri leyfi Fangelsismálastofnun að kanna hvort mál barnsins sé í vinnslu hjá barnavernd. Synjað er um heimsókn ef foreldrar veita ekki heimild til könnunar hjá barnavernd. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir að mikil óánægja ríki meðal fanga vegna reglanna. „Þessar reglur eru náttúrulega svo íþyngjandi fyrir fangana sjálfa, aðstandendur og svo kemur þetta verst niður á börnum fanga sem í raun hafa skýlausan rétt á umgengni.“ En hann segir regluna gera það að verkum að aðstandendur sæki ekki um heimsókn. „Þeir veigra sér við því að sækja um heimsóknir af því að þeir vilja ekki fara inn á borð barnaverndaryfirvalda. Þarna erum við kannski að tala um fjölskyldur sem aldrei hefur verið vandamál í tengslum við börn eða heimilið. Þeir sem sækja um, þetta tekur alveg óratíma og er ofboðslega flókið kerfi,“ segir Guðmundur Ingi. Á vefsíðu Fangelsismálastofnunar segir að reglurnar séu settar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Guðmundur Ingi segir að í vissum tilfellum geti reglurnar vissulega verið skiljanlegar en það eigi þá frekar að vera undantekning. „Það er hægt að segja að það sé eðlilegt að fangi fari ekki í heimsókn til barnanna sinna þegar hann er í neyslu en að þurfa að bíða í tvo mánuði, það kallar bara á meira vesen og verður til þess að hlutirnir verða mun erfiðari.“ Þá segir Guðmundur ótækt að Fangelsismálastofnun hafi sett reglurnar einhliða. Reglur sem þessar þyrfti að vinna í samráði við félag fanga, barnaverndarstofu og umboðsmann barna. Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Sjá meira
Formaður Afstöðu, félags fanga, gagnrýnir hertar reglur Fangelsismálastofnunar um heimsóknir barna í fangelsin. Hann segir þær vera of íþyngjandi og að þær valdi því að aðstandendur veigri sér við að sækja um heimsókn. Þá komi þær niður á börnunum. Nýlega breytti Fangelsismálastofnun reglum um heimsóknir aðstandenda fanga í fangelsin. Reglur um heimsóknir barna fanga voru hertar nokkuð en nú er gerð krafa um að fangi skuli að jafnaði hafa verið agabrotslaus í tvo mánuði áður en heimsókn fer fram en það kallast agabrot þegar fangi brýtur reglur fangelsisins.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.Þá er heimsókn barns til foreldra í fangelsi ekki heimiluð nema foreldri leyfi Fangelsismálastofnun að kanna hvort mál barnsins sé í vinnslu hjá barnavernd. Synjað er um heimsókn ef foreldrar veita ekki heimild til könnunar hjá barnavernd. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir að mikil óánægja ríki meðal fanga vegna reglanna. „Þessar reglur eru náttúrulega svo íþyngjandi fyrir fangana sjálfa, aðstandendur og svo kemur þetta verst niður á börnum fanga sem í raun hafa skýlausan rétt á umgengni.“ En hann segir regluna gera það að verkum að aðstandendur sæki ekki um heimsókn. „Þeir veigra sér við því að sækja um heimsóknir af því að þeir vilja ekki fara inn á borð barnaverndaryfirvalda. Þarna erum við kannski að tala um fjölskyldur sem aldrei hefur verið vandamál í tengslum við börn eða heimilið. Þeir sem sækja um, þetta tekur alveg óratíma og er ofboðslega flókið kerfi,“ segir Guðmundur Ingi. Á vefsíðu Fangelsismálastofnunar segir að reglurnar séu settar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Guðmundur Ingi segir að í vissum tilfellum geti reglurnar vissulega verið skiljanlegar en það eigi þá frekar að vera undantekning. „Það er hægt að segja að það sé eðlilegt að fangi fari ekki í heimsókn til barnanna sinna þegar hann er í neyslu en að þurfa að bíða í tvo mánuði, það kallar bara á meira vesen og verður til þess að hlutirnir verða mun erfiðari.“ Þá segir Guðmundur ótækt að Fangelsismálastofnun hafi sett reglurnar einhliða. Reglur sem þessar þyrfti að vinna í samráði við félag fanga, barnaverndarstofu og umboðsmann barna.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Sjá meira