Talið að Nassar hafi misnotað allt að 265 stúlkur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 31. janúar 2018 17:41 Nassar hefur óskað eftir því að fá að víkja úr dómsal þegar stúlkurnar bera vitni gegn honum vegna þess að það sé honum of erfitt. Dómari hefur neitað þeirri beiðni. Vísir/Getty Fjöldi stúlkna sem íþróttalæknirinn Larry Nassar er talinn hafa misnotað kynferðislega hefur hækkað upp í 265 stúlkur, samkvæmt dómara í Michigan ríki. Búist er að við að minnst 65 fórnarlömb hans muni halda ræðu í dómsal í vikunni þegar þriðju réttarhöldin yfir honum fara fram. Nassar var í síðustu viku dæmdur í 40 til 175 ára fangelsisvistar eftir að rúmlega 150 konur báru vitni gegn honum. Þá afplánar hann nú 60 ára dóm fyrir vörslu á barnaníðsefni. Nassar hefur óskað eftir því að fá að víkja úr dómsal þegar stúlkurnar bera vitni gegn honum vegna þess að það sé honum of erfitt. Dómari hefur neitað þeirri beiðni. Málið sem nú er tekið fyrir varðandi brot gegn skjólstæðingum hans í bakherbergi í aðstöðu fimleikaflokksins Twistars í Dimondale í Michigan. Nassar játaði í nóvember á síðasta ári að hafa brotið gegn stúlkum sem hann átti að veita læknisþjónustu. Minnst ein stúlknanna var yngri en 13 ára og aðrar tvær voru 15 og 16 ára þegar brotin áttu sér stað „Við höfum 265 fórarlömb og ótal fórnarlömb í ríkinu, landinu og um allan heim,“ sagði Janice Cunningham dómari í dag. Glæpamaður af verstu sort Fyrsta fórnarlambið í ræðustól í dómsal var hin 17 ára gamla Jessica Thomashow sem segir Nassar hafa misnotað sig þegar hún var 9 ára. „Larry Nassar er illur,“ sagði hún. „Larry Nassar er glæpamaður af verstu sort.“ Búist er við því að Nassar verði dæmdur í 25 til 40 ára fangelsi til viðbótar í vikunni ofan á þá dóma sem hann hefur þegar hlotið. Öll stjórn bandaríska fimleikasambandsins hefur sagt af sér í kjölfar máls Nassar. Talið er að hann hafi brotið gegn minnst 130 stúlkum í Texas í æfingabúðum bandaríska fimleikasambandsins. Greg Abbott, ríkisstjóri í Texas, hefur farið fram á að starfsemi búðanna verði rannsökuð. Fimleikar Mál Larry Nassar MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Nassar dæmdur í 175 ára fangelsi Larry Nassar, fyrrum læknir bandaríska fimleikasambandsins, var í dag dæmdur til 175 ára fangelsisvistar fyrir kynferðislegt ofbeldi og misnotkun á fjölda stúlkna. 24. janúar 2018 18:03 Enn að reyna að rukka fjölskylduna fyrir „meðferð“ 15 ára dóttur þeirra hjá níðingnum Sumir þolenda bandaríska fimleikalandsliðsins ætla sér að kæra skólann sem sá til þess að læknirinn gat misnotað ungar fimleikastúlkur í tvo áratugi. 23. janúar 2018 11:00 Toppar bandaríska fimleikasambandsins segja af sér Bandaríska fimleikasambandið hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna þess að læknir bandaríska fimleikalandsliðsins komst upp með að misnota fjölda fimleikastúlkna í tvo áratugi. 23. janúar 2018 10:00 „Skrímslið“ misnotaði fimleikastúlkurnar fyrir framan aðra Mattie Larsson sagðist hata Larry Nassar fyrir það sem hann gerði henni. 24. janúar 2018 13:30 Krefjast afsagnar stjórnar fimleikasambandsins Bandaríska Ólympíunefndin vill að allir stjórnarmeðlimir bandaríska fimleikasambandsins segi af sér, samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs. 26. janúar 2018 16:15 Ólympíuhafi mætti Nassar í dómsal: „Þú ert svo sjúkur“ Fimleikakonan Aly Raisman varð í gær 73. þolandi læknisins Larry Nassar til að lesa yfirlýsingu í dómsal fyrir framan Nassar. 20. janúar 2018 22:44 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira
Fjöldi stúlkna sem íþróttalæknirinn Larry Nassar er talinn hafa misnotað kynferðislega hefur hækkað upp í 265 stúlkur, samkvæmt dómara í Michigan ríki. Búist er að við að minnst 65 fórnarlömb hans muni halda ræðu í dómsal í vikunni þegar þriðju réttarhöldin yfir honum fara fram. Nassar var í síðustu viku dæmdur í 40 til 175 ára fangelsisvistar eftir að rúmlega 150 konur báru vitni gegn honum. Þá afplánar hann nú 60 ára dóm fyrir vörslu á barnaníðsefni. Nassar hefur óskað eftir því að fá að víkja úr dómsal þegar stúlkurnar bera vitni gegn honum vegna þess að það sé honum of erfitt. Dómari hefur neitað þeirri beiðni. Málið sem nú er tekið fyrir varðandi brot gegn skjólstæðingum hans í bakherbergi í aðstöðu fimleikaflokksins Twistars í Dimondale í Michigan. Nassar játaði í nóvember á síðasta ári að hafa brotið gegn stúlkum sem hann átti að veita læknisþjónustu. Minnst ein stúlknanna var yngri en 13 ára og aðrar tvær voru 15 og 16 ára þegar brotin áttu sér stað „Við höfum 265 fórarlömb og ótal fórnarlömb í ríkinu, landinu og um allan heim,“ sagði Janice Cunningham dómari í dag. Glæpamaður af verstu sort Fyrsta fórnarlambið í ræðustól í dómsal var hin 17 ára gamla Jessica Thomashow sem segir Nassar hafa misnotað sig þegar hún var 9 ára. „Larry Nassar er illur,“ sagði hún. „Larry Nassar er glæpamaður af verstu sort.“ Búist er við því að Nassar verði dæmdur í 25 til 40 ára fangelsi til viðbótar í vikunni ofan á þá dóma sem hann hefur þegar hlotið. Öll stjórn bandaríska fimleikasambandsins hefur sagt af sér í kjölfar máls Nassar. Talið er að hann hafi brotið gegn minnst 130 stúlkum í Texas í æfingabúðum bandaríska fimleikasambandsins. Greg Abbott, ríkisstjóri í Texas, hefur farið fram á að starfsemi búðanna verði rannsökuð.
Fimleikar Mál Larry Nassar MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Nassar dæmdur í 175 ára fangelsi Larry Nassar, fyrrum læknir bandaríska fimleikasambandsins, var í dag dæmdur til 175 ára fangelsisvistar fyrir kynferðislegt ofbeldi og misnotkun á fjölda stúlkna. 24. janúar 2018 18:03 Enn að reyna að rukka fjölskylduna fyrir „meðferð“ 15 ára dóttur þeirra hjá níðingnum Sumir þolenda bandaríska fimleikalandsliðsins ætla sér að kæra skólann sem sá til þess að læknirinn gat misnotað ungar fimleikastúlkur í tvo áratugi. 23. janúar 2018 11:00 Toppar bandaríska fimleikasambandsins segja af sér Bandaríska fimleikasambandið hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna þess að læknir bandaríska fimleikalandsliðsins komst upp með að misnota fjölda fimleikastúlkna í tvo áratugi. 23. janúar 2018 10:00 „Skrímslið“ misnotaði fimleikastúlkurnar fyrir framan aðra Mattie Larsson sagðist hata Larry Nassar fyrir það sem hann gerði henni. 24. janúar 2018 13:30 Krefjast afsagnar stjórnar fimleikasambandsins Bandaríska Ólympíunefndin vill að allir stjórnarmeðlimir bandaríska fimleikasambandsins segi af sér, samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs. 26. janúar 2018 16:15 Ólympíuhafi mætti Nassar í dómsal: „Þú ert svo sjúkur“ Fimleikakonan Aly Raisman varð í gær 73. þolandi læknisins Larry Nassar til að lesa yfirlýsingu í dómsal fyrir framan Nassar. 20. janúar 2018 22:44 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira
Nassar dæmdur í 175 ára fangelsi Larry Nassar, fyrrum læknir bandaríska fimleikasambandsins, var í dag dæmdur til 175 ára fangelsisvistar fyrir kynferðislegt ofbeldi og misnotkun á fjölda stúlkna. 24. janúar 2018 18:03
Enn að reyna að rukka fjölskylduna fyrir „meðferð“ 15 ára dóttur þeirra hjá níðingnum Sumir þolenda bandaríska fimleikalandsliðsins ætla sér að kæra skólann sem sá til þess að læknirinn gat misnotað ungar fimleikastúlkur í tvo áratugi. 23. janúar 2018 11:00
Toppar bandaríska fimleikasambandsins segja af sér Bandaríska fimleikasambandið hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna þess að læknir bandaríska fimleikalandsliðsins komst upp með að misnota fjölda fimleikastúlkna í tvo áratugi. 23. janúar 2018 10:00
„Skrímslið“ misnotaði fimleikastúlkurnar fyrir framan aðra Mattie Larsson sagðist hata Larry Nassar fyrir það sem hann gerði henni. 24. janúar 2018 13:30
Krefjast afsagnar stjórnar fimleikasambandsins Bandaríska Ólympíunefndin vill að allir stjórnarmeðlimir bandaríska fimleikasambandsins segi af sér, samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs. 26. janúar 2018 16:15
Ólympíuhafi mætti Nassar í dómsal: „Þú ert svo sjúkur“ Fimleikakonan Aly Raisman varð í gær 73. þolandi læknisins Larry Nassar til að lesa yfirlýsingu í dómsal fyrir framan Nassar. 20. janúar 2018 22:44