Fíllinn í stofunni Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2018 17:09 Það er ekki hægt að ræða skort á byggingarlandi í eigu borgarinnar án þess að minnast á flugvöllinn. Flugvöllurinn er besta byggingarlandið í borginni og það er kominn tími til að það verði nýtt í annað en lúxusstæði fyrir einkaþotur og dýrt innanlandsflug sem fáir nýta sér og getur vel flust annað. Flugvallarsvæðið er jafn stórt og vesturbærinn, miðborgin eða hlíðarnar. Þarna mun byggjast upp 20 þúsund manna blönduð byggð með íbúðum fyrir almennan markað, leiguíbúðir og stúdentaíbúðir með mikilli og öflugri þjónustu og atvinnuhúsnæði. Vatnsmýrin er rennislétt landsvæði á suðurströnd borgarinnar með háskólana tvo og Landspítalann í túnfætinum. Hverfi sem gerir ráð fyrir góðum almenningssamgöngum og hjólastígum frá fyrsta degi. Þétt borgarhverfi með góðri nærþjónustu í tengslum við stóra vinnustaði. Hverfi sem tengir saman hlíðarnar, miðborgina og vesturbæinn og svo Kópavoginn með brú yfir á Kársnesið. Spurningin er ekki hvort heldur hvenær og það er algjörlega háð því hverjir stjórna. Á meðan umræðan um flugvöllinn kemst aldrei af öskurstiginu þar sem að rök og staðreyndir eru púaðar niður með tilfiningaþrungnum staðhæfingum um sjúkraflug þá er hætt við að allir hrökklist í burtu og að fíllinn fái hreinlega að taka sitt pláss í stofunni. Sjúkraflug er mjög mikilvægt og því þarf að sinna. Því getur vel verið sinnt úr Hvassahrauni. Það er staðreynd. Nú hefur „neyðarbrautin“ verið lokuð í ár og uppbygging á Hlíðarendasvæðinu komin vel af stað. Á þessum 12 mánuðum hefur ekkert alvarlegt atvik komið upp í tengslum við sjúkraflug. Á sama tímbili hafa 14 látist og 165 slasast alvarlvega í umferðarslysum og auk þess má að líkindum rekja 80 ótímabær dauðsföll til svifryksmengunar á sama tímabili. Staðreyndin er nefnilega sú að það er ekki nákvæm staðsetning innanlandsflugvallar sem ógnar lífi og heilsu landsmanna heldur mikil og hröð bílaumferð og mengunin sem henni fylgir. Í því samhengi er nauðsynlegt að benda á að það mun muna 50 milljónum ekinna kílómetra á ári á því hvort 20 þúsund manna byggð verði í Vatnsmýrinni eða austan Elliðaá. Þessi aukni akstur þýðir aukin umferð, meiri tafir, meiri mengun og aukið svifryk. Við það að keyra þessa 50 milljón kílómetra má gera ráð fyrir að 10 manns slasist í umferðinni og þar af tveir alvarlega. Ég vil því fílinn burt, flugvöll í Hvassahrauni og blómlega byggð í Vatnsmýrinni.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Soffía Jónsdóttir Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er ekki hægt að ræða skort á byggingarlandi í eigu borgarinnar án þess að minnast á flugvöllinn. Flugvöllurinn er besta byggingarlandið í borginni og það er kominn tími til að það verði nýtt í annað en lúxusstæði fyrir einkaþotur og dýrt innanlandsflug sem fáir nýta sér og getur vel flust annað. Flugvallarsvæðið er jafn stórt og vesturbærinn, miðborgin eða hlíðarnar. Þarna mun byggjast upp 20 þúsund manna blönduð byggð með íbúðum fyrir almennan markað, leiguíbúðir og stúdentaíbúðir með mikilli og öflugri þjónustu og atvinnuhúsnæði. Vatnsmýrin er rennislétt landsvæði á suðurströnd borgarinnar með háskólana tvo og Landspítalann í túnfætinum. Hverfi sem gerir ráð fyrir góðum almenningssamgöngum og hjólastígum frá fyrsta degi. Þétt borgarhverfi með góðri nærþjónustu í tengslum við stóra vinnustaði. Hverfi sem tengir saman hlíðarnar, miðborgina og vesturbæinn og svo Kópavoginn með brú yfir á Kársnesið. Spurningin er ekki hvort heldur hvenær og það er algjörlega háð því hverjir stjórna. Á meðan umræðan um flugvöllinn kemst aldrei af öskurstiginu þar sem að rök og staðreyndir eru púaðar niður með tilfiningaþrungnum staðhæfingum um sjúkraflug þá er hætt við að allir hrökklist í burtu og að fíllinn fái hreinlega að taka sitt pláss í stofunni. Sjúkraflug er mjög mikilvægt og því þarf að sinna. Því getur vel verið sinnt úr Hvassahrauni. Það er staðreynd. Nú hefur „neyðarbrautin“ verið lokuð í ár og uppbygging á Hlíðarendasvæðinu komin vel af stað. Á þessum 12 mánuðum hefur ekkert alvarlegt atvik komið upp í tengslum við sjúkraflug. Á sama tímbili hafa 14 látist og 165 slasast alvarlvega í umferðarslysum og auk þess má að líkindum rekja 80 ótímabær dauðsföll til svifryksmengunar á sama tímabili. Staðreyndin er nefnilega sú að það er ekki nákvæm staðsetning innanlandsflugvallar sem ógnar lífi og heilsu landsmanna heldur mikil og hröð bílaumferð og mengunin sem henni fylgir. Í því samhengi er nauðsynlegt að benda á að það mun muna 50 milljónum ekinna kílómetra á ári á því hvort 20 þúsund manna byggð verði í Vatnsmýrinni eða austan Elliðaá. Þessi aukni akstur þýðir aukin umferð, meiri tafir, meiri mengun og aukið svifryk. Við það að keyra þessa 50 milljón kílómetra má gera ráð fyrir að 10 manns slasist í umferðinni og þar af tveir alvarlega. Ég vil því fílinn burt, flugvöll í Hvassahrauni og blómlega byggð í Vatnsmýrinni.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar í Reykjavík.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun