Þingkona með æluna í hálsinum eftir sögur erlendra kvenna Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2018 16:05 Sögur kvenna af erlendum uppruna af áreitni og kynferðislegu ofbeldi sem birtust í síðustu viku vöktu mikla athygli. Myndvinnsla/Garðar Svartklæddar þingkonur gerðu kynferðislega áreitni og ofbeldi í garð kvenna að umræðuefni á Alþingi í dag. Þingkona Framsóknarflokksins sagðist hafa verið með æluna í hálsinum eftir að hafa lesið sögur kvenna af erlendum uppruna í síðustu viku. Félag kvenna í atvinnulífinu hvetja konur til að klæðast svörtu í dag til að sýna samstöðu sína og stuðning við #metoo-byltinguna svonefndu. Nokkrar þingkonur urðu við því og kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag. Líneik Anna Sævardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, lýsti því hvernig henni og fleirum hefði brugðið við að lesa sögur kvenna af erlendum uppruna sem birtust í fjölmiðlum 25. janúar. „Ég var alla vega með æluna í hálsinum allt kvöldið,“ sagði þingkonan.Líneik Önnu skoraði á ráðherranefnd um jafnréttirsmál að skoða stöðu kvenna af erlendum uppruna sérstaklega.VísirÞægilegra að vita ekkiÞrátt fyrir það sagðist hún telja að marga hafi grunað að ýmislegt sem kom fram í sögunum viðgengist í samfélaginu. „Það er bara svo miklu þægilegra að vita ekki af því. Þá losnar maður við ógleðina,“ sagði Líneik Anna. Vakti þingkonana athygli á að oft væri ekki nóg að tryggja konum lagalegan rétt því þau réttindi væru ekki alltaf sótt, ekki síst í tilfelli kvenna af erlendum uppruna. „Við sem samfélag verðum að finna leiðir sem virka til að vinna gegn kynbundnu ofbeldi gagnvart konum af erlendum uppruna, ekki síður en öðrum konum,“ sagði hún.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir var ein þeirra sem lofaði konur af erlendum uppruna fyrir að stíga fram á Alþingi í dag.Vísir/AntonHlusti á raddir kvennanna Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, tók í sama streng en hún las meðal annars upp tvær sögur af þeim 34 sem birtar voru í síðustu viku. Til lausnar lagði hún til að íslensk stjórnvöld settu á fót sérhæfða stofnun til að berjast gegn kynþáttafordómum og misrétti og stofnað fjölmenningarsetur í Reykjavík fyrir innflytjendur. „En fyrst og fremst, herra forseti, getum við hlustað á raddir þessara kvenna, gert þær að okkar og léð máls á þeirra málstað hér sem og annars staðar,“ sagði Þórhildur Sunna.Fatlaðar konur stundum háðar þeim sem beitir þær ofbeldi Hlutskipti fatlaðra kvenna var efst í huga Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri grænna. Þær hafi enn ekki treyst sér til að stíga fram og gera sögur sínar um kynferðislega áreitni og ofbeldi opinberar. Fatlaðar konu búi engu að síður við svipaða margþætta mismunun og konur af erlendum uppruna.Steinunn Þóra Árnadóttir sagði að ekki mætti gleyma fötluðum könum í metoo-umræðunni. Þær hafi ekki enn treyst sér til að stíga fram.„Sumar eru hreinlega í þeirri stöðu að þurfa að reiða sig á þann sem beitir þær ofbeldi um aðstoð í sínu daglega lífi,“ sagði Steinunn Þóra. Taldi hún brýnt að stjórnvöld myndu eftir fötluðum konum í viðbrögðum sínum við metoo-byltingunni. Nefndi hún þar til dæmis lög um félagsþjónustu sveitarfélaga sem verlferðarnefnd hefur til meðferðar. „Sjáum til þess að fræ metoo-byltingarinnar nái að spíra alls staðar í samfélaginu og nái til allra kvenna, líka til þeirra kvenna sem hingað til hafa ekki treyst sér til þess að stíga fram og segja sína sögu,“ sagði þingkonan. Alþingi MeToo Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Svartklæddar þingkonur gerðu kynferðislega áreitni og ofbeldi í garð kvenna að umræðuefni á Alþingi í dag. Þingkona Framsóknarflokksins sagðist hafa verið með æluna í hálsinum eftir að hafa lesið sögur kvenna af erlendum uppruna í síðustu viku. Félag kvenna í atvinnulífinu hvetja konur til að klæðast svörtu í dag til að sýna samstöðu sína og stuðning við #metoo-byltinguna svonefndu. Nokkrar þingkonur urðu við því og kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag. Líneik Anna Sævardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, lýsti því hvernig henni og fleirum hefði brugðið við að lesa sögur kvenna af erlendum uppruna sem birtust í fjölmiðlum 25. janúar. „Ég var alla vega með æluna í hálsinum allt kvöldið,“ sagði þingkonan.Líneik Önnu skoraði á ráðherranefnd um jafnréttirsmál að skoða stöðu kvenna af erlendum uppruna sérstaklega.VísirÞægilegra að vita ekkiÞrátt fyrir það sagðist hún telja að marga hafi grunað að ýmislegt sem kom fram í sögunum viðgengist í samfélaginu. „Það er bara svo miklu þægilegra að vita ekki af því. Þá losnar maður við ógleðina,“ sagði Líneik Anna. Vakti þingkonana athygli á að oft væri ekki nóg að tryggja konum lagalegan rétt því þau réttindi væru ekki alltaf sótt, ekki síst í tilfelli kvenna af erlendum uppruna. „Við sem samfélag verðum að finna leiðir sem virka til að vinna gegn kynbundnu ofbeldi gagnvart konum af erlendum uppruna, ekki síður en öðrum konum,“ sagði hún.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir var ein þeirra sem lofaði konur af erlendum uppruna fyrir að stíga fram á Alþingi í dag.Vísir/AntonHlusti á raddir kvennanna Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, tók í sama streng en hún las meðal annars upp tvær sögur af þeim 34 sem birtar voru í síðustu viku. Til lausnar lagði hún til að íslensk stjórnvöld settu á fót sérhæfða stofnun til að berjast gegn kynþáttafordómum og misrétti og stofnað fjölmenningarsetur í Reykjavík fyrir innflytjendur. „En fyrst og fremst, herra forseti, getum við hlustað á raddir þessara kvenna, gert þær að okkar og léð máls á þeirra málstað hér sem og annars staðar,“ sagði Þórhildur Sunna.Fatlaðar konur stundum háðar þeim sem beitir þær ofbeldi Hlutskipti fatlaðra kvenna var efst í huga Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri grænna. Þær hafi enn ekki treyst sér til að stíga fram og gera sögur sínar um kynferðislega áreitni og ofbeldi opinberar. Fatlaðar konu búi engu að síður við svipaða margþætta mismunun og konur af erlendum uppruna.Steinunn Þóra Árnadóttir sagði að ekki mætti gleyma fötluðum könum í metoo-umræðunni. Þær hafi ekki enn treyst sér til að stíga fram.„Sumar eru hreinlega í þeirri stöðu að þurfa að reiða sig á þann sem beitir þær ofbeldi um aðstoð í sínu daglega lífi,“ sagði Steinunn Þóra. Taldi hún brýnt að stjórnvöld myndu eftir fötluðum konum í viðbrögðum sínum við metoo-byltingunni. Nefndi hún þar til dæmis lög um félagsþjónustu sveitarfélaga sem verlferðarnefnd hefur til meðferðar. „Sjáum til þess að fræ metoo-byltingarinnar nái að spíra alls staðar í samfélaginu og nái til allra kvenna, líka til þeirra kvenna sem hingað til hafa ekki treyst sér til þess að stíga fram og segja sína sögu,“ sagði þingkonan.
Alþingi MeToo Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels