Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fram 26-23 | Sanngjarn sigur heimamanna Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 31. janúar 2018 23:15 Einar Ingi Hrafnsson. Vísir/Ernir Afturelding tók á móti Fram í 15.umferðinni í Olís deild karla í kvöld og hafði þar betur, 26-23. Heimamenn leiddu einni í hálfleik með þremur mörkum, 15-12. Fyrri hálfleikurinn var jafn þar sem liðin skiptust á að leiða með einum til tveimur mörkum. Bæði lið voru að spila góða vörn og markmennirnir, þeir Viktor Gísli Hallgrímsson og Lárus Helgi Ólafsson, voru að verja vel. Fram skoraði ekki mark síðustu fimm mínútur fyrri hálfleiks og heimamenn snéru leiknum úr 11-12 í 15-12 og sú var staðan þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikinn hófu heimamenn af sama krafti og þeir luku þeim fyrri, og staðan 19-13 þegar mest lét. Eftir frábæran kafla Lárusar Helgar í marki Aftureldingar var komið að markmanni Fram, Viktor Gísli, steig þá upp og Fram tókst að vinna upp 6 marka forskot og staðan orðin jöfn þegar 10 mínútur voru til leiksloka, 20-20. Á þessum tíma leiks liggur leikmaður mosfellinga eftir, Gestur Ólafur Ingvarsson, hann þurfti að fara af velli og kom ekki meira við sögu í þessum leik. Staðan hjá Einari Andra og Aftureldingu slæm fyrir leikinn í dag og ekki á það bætandi ef Gestur dettur út í meiðsli líka. En Lárus Helgi hélt áfram að verja þessar síðustu mínútur leiks og geta Mosfellingar þakkað honum sigurinn í dag, en leiknum lauk með þriggja marka sigri Aftureldingar 26-23. Af hverju vann Afturelding Af því að vörn og markvarsla var til fyrirmyndar í dag. Það má alltaf tala um karakter og liðsheild, Afturelding vissulega sýndu það í dag og það var ekki að sjá á liðinu að þeir hafi mætt með 11 manna hóp á skýrslu og þar vantaði tvo bestu leikmenn liðsins, þeir mættu til leiks í dag með engar afsakanir og ætluðu sér sigur. Hverjir stóðu upp úr Lárus Helgi Ólafsson var maður leiksins, frábær í markinu nær allan leikinn. Varði mikið af dauða færum ásamt því að hann, Krummi og vörn Aftureldingar höfðu Arnar Birkir í vasanum. Viktor Gísli átti fínan leik í markinu hjá Fram, vörnin heilt yfir góð líka. Í sókninni má helst nefna Þorstein Gauta sem steig upp í dag. Hvað gekk illa Sóknarleikur Fram gekk alls ekki vel. Arnar Birkir átti ekki séns í leiknum frekar en Sigurður Örn Þorsteinsson en saman skoruðu þeir 1 mark. Hvað er framundan Framundan hjá Einari Andra er að halda þeim sem eftir eru í formi svo hann nái í lið fyrir næsta leik, en næsta umferð hefst svo á Sunnudaginn. Afturelding fer þá suður á Selfoss og mæta þar sjóðheitum Selfyssingum sem ætla sér stóra hluti á tímabilinu á meðan Fram á erfitt verk fyrir höndum er þeir taka á móti Haukum á heimavelli. Guðmundur Helgi: Það vantaði herslumuninn, eða bara Arnar BirkirGuðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, var alls ekki ósáttur við leik sinna manna í dag, en talaði um að það hefði vantaði herslumuninn í dag. „Undir lok leiks gátum við jafnað leikinn í 24-24 en Lalli (Lárus Helgi) var bara frábær í markinu hjá Aftureldingu og varði of mikið af dauðafærum frá okkur, þar lá munurinn í dag. Það var slæmur kafli hjá okkur undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi seinni. Það var frábær karakter hjá mínum strákum að komast aftur inní leikinn og í rauninni bara óheppni að ná ekki í stig“ „Ég er alls ekki ósáttur með leikinn heilt yfir, þegar baráttan er til staðar og menn eru til í að leggja á sig þá er allt hægt í þessu en þetta var bara stöngin út hjá okkur í dag. Kannski fullt af litlum hlutum sem vantaði uppá. Við eigum inni Arnar Birkir og Sigga (Sigurð Örn) sem voru ekki að finna sig í dag, það telur auðvitað mikið þegar Arnar Birkir skorar 1 mark úr 7 skotum og Siggi hinu megin með ekkert úr 5 skotum, það er bara of dýrt í svona leik“ „En í dag voru bara aðrir menn sem stigu upp og ég er ánægður með það, Viktor var frábær í markinu og vörnin var fín. Við fengum á okkur 26 mörk, skorum venjulega 30 mörk, svo það vantaði bara þessi 10 mörk sem við erum vanir að fá frá skyttunum okkar“ sagði Guðmundur sem var ósáttur með nýtingu dauðafæra í dag, og nefnir þar nýtingu úr hornum og af línunni. Afturelding mætti með þunnann hóp í dag, eða aðeins þrjá auka útileikmenn. Guðmundur segir að planið hafi alveg verið að keyra hratt á þá sem og þeir gerðu en það dugði þó ekki til „Jújú við keyrðu alveg hratt á þá og náðum þar að jafna leikinn, en það er bara ferlegt að sjá meiðslin hjá þeim og vonandi koma fleiri inn hjá þeim fljótlega“ sagði Guðmundur og bætir því við að Þorgrímur Smári hafi ekki spilað leikinn í dag vegna heiðursmannasamkomulagi þar sem hann kemur til Fram á láni frá Aftureldingu. Hann kemur þó inní næsta leik og segir Guðmundur hann vera góða viðbót við þann flotta hóp sem hann hefur nú þegar. „Toggi er frábær viðbót fyrir okkur, vonandi förum við bara að ná í stig, ég er hörku bjartsýnn á framhaldið“ sagði Guðmundur að lokum. Einar Andri: Vinnum með það sem við höfumÞetta endaði mjög vel hjá okkur í dag, sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, að leik loknum. „Við vorum skynsamir og klókir, fengum á okkur áhlaup þarna í seinni hálfleik þegar þeir jöfnuðu en við stóðum það af okkur. Sterk liðsheild og mikill karakter hjá okkur að stíga upp“ sagði Einar Andri sem hrósaði Lárusi og vörn liðsins sem tókst að loka algjörlega á Arnar Birkir í leiknum. „Lárus var frábær í dag, vörnin var líka að standa vel fyrir framan hann, það telur. Krummi (Hrafn Ingvarsson) átti einhver 6 varin skot þarna fyrir framan. Arnar Birkir hefur farið illa með okkur í tveimur leikjum í vetur, í deild og bikar svo það var alltaf planið að loka á hann. Krummi og Böðvar stóðu sig vel í því og lokuðu vel á hann í vörninni„ Einar Andri hefur oft verið í betri stöðu en akkurat núna en meiðslalistinn er orðinn ansi langur hjá Aftureldingu. Liðið kemur skaddað frá fríinu eftir að tveir bestu leikmenn liðsins, Árni Bragi Eyjólfsson og Elvar Ásgeirsson meiddust. Í dag mættu þeir ekki með full mannað lið á skýrslu og aðeins 4 leikmenn á bekknum. Ekki var það svo á það bætandi þegar Gestur Ólafur Ingvarsson fór meiddur af velli í dag „Þetta er bara liðið sem við erum með núna og við vinnum með það. Það var síðan slæmt að Gestur skyldi meiðast í dag, svo það fækkar ennþá meira í hópnum en við bara höldum áfram og keyrum á þeim mönnum sem við höfum“ sagði Einar Andri en aðspurður út í stöðuna á Gesti sagði hann að staðan væri ekki góð „Hann hefur það ekkert sérstaklega gott, hann tábrotnaði fyrr í vetur og lenti síðan illa á sama stað í dag. Hann fer bara í myndatöku núna og við vonum það besta. Þetta er bara það sem við höfum, við eigum nokkra unga stráka á láni í Hvíta Riddaranum svo við getum kippt mönnum þar inn en svo er ég að vonast til að fá Árna Braga og kannski Pétur inn í byrjun mars, við reynum að lifa þetta af þanngað til.“ sagði Einar Andri að lokum en hann segir það ekki á dagskrá að reyna að fá inn nýja leikmenn Olís-deild karla
Afturelding tók á móti Fram í 15.umferðinni í Olís deild karla í kvöld og hafði þar betur, 26-23. Heimamenn leiddu einni í hálfleik með þremur mörkum, 15-12. Fyrri hálfleikurinn var jafn þar sem liðin skiptust á að leiða með einum til tveimur mörkum. Bæði lið voru að spila góða vörn og markmennirnir, þeir Viktor Gísli Hallgrímsson og Lárus Helgi Ólafsson, voru að verja vel. Fram skoraði ekki mark síðustu fimm mínútur fyrri hálfleiks og heimamenn snéru leiknum úr 11-12 í 15-12 og sú var staðan þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikinn hófu heimamenn af sama krafti og þeir luku þeim fyrri, og staðan 19-13 þegar mest lét. Eftir frábæran kafla Lárusar Helgar í marki Aftureldingar var komið að markmanni Fram, Viktor Gísli, steig þá upp og Fram tókst að vinna upp 6 marka forskot og staðan orðin jöfn þegar 10 mínútur voru til leiksloka, 20-20. Á þessum tíma leiks liggur leikmaður mosfellinga eftir, Gestur Ólafur Ingvarsson, hann þurfti að fara af velli og kom ekki meira við sögu í þessum leik. Staðan hjá Einari Andra og Aftureldingu slæm fyrir leikinn í dag og ekki á það bætandi ef Gestur dettur út í meiðsli líka. En Lárus Helgi hélt áfram að verja þessar síðustu mínútur leiks og geta Mosfellingar þakkað honum sigurinn í dag, en leiknum lauk með þriggja marka sigri Aftureldingar 26-23. Af hverju vann Afturelding Af því að vörn og markvarsla var til fyrirmyndar í dag. Það má alltaf tala um karakter og liðsheild, Afturelding vissulega sýndu það í dag og það var ekki að sjá á liðinu að þeir hafi mætt með 11 manna hóp á skýrslu og þar vantaði tvo bestu leikmenn liðsins, þeir mættu til leiks í dag með engar afsakanir og ætluðu sér sigur. Hverjir stóðu upp úr Lárus Helgi Ólafsson var maður leiksins, frábær í markinu nær allan leikinn. Varði mikið af dauða færum ásamt því að hann, Krummi og vörn Aftureldingar höfðu Arnar Birkir í vasanum. Viktor Gísli átti fínan leik í markinu hjá Fram, vörnin heilt yfir góð líka. Í sókninni má helst nefna Þorstein Gauta sem steig upp í dag. Hvað gekk illa Sóknarleikur Fram gekk alls ekki vel. Arnar Birkir átti ekki séns í leiknum frekar en Sigurður Örn Þorsteinsson en saman skoruðu þeir 1 mark. Hvað er framundan Framundan hjá Einari Andra er að halda þeim sem eftir eru í formi svo hann nái í lið fyrir næsta leik, en næsta umferð hefst svo á Sunnudaginn. Afturelding fer þá suður á Selfoss og mæta þar sjóðheitum Selfyssingum sem ætla sér stóra hluti á tímabilinu á meðan Fram á erfitt verk fyrir höndum er þeir taka á móti Haukum á heimavelli. Guðmundur Helgi: Það vantaði herslumuninn, eða bara Arnar BirkirGuðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, var alls ekki ósáttur við leik sinna manna í dag, en talaði um að það hefði vantaði herslumuninn í dag. „Undir lok leiks gátum við jafnað leikinn í 24-24 en Lalli (Lárus Helgi) var bara frábær í markinu hjá Aftureldingu og varði of mikið af dauðafærum frá okkur, þar lá munurinn í dag. Það var slæmur kafli hjá okkur undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi seinni. Það var frábær karakter hjá mínum strákum að komast aftur inní leikinn og í rauninni bara óheppni að ná ekki í stig“ „Ég er alls ekki ósáttur með leikinn heilt yfir, þegar baráttan er til staðar og menn eru til í að leggja á sig þá er allt hægt í þessu en þetta var bara stöngin út hjá okkur í dag. Kannski fullt af litlum hlutum sem vantaði uppá. Við eigum inni Arnar Birkir og Sigga (Sigurð Örn) sem voru ekki að finna sig í dag, það telur auðvitað mikið þegar Arnar Birkir skorar 1 mark úr 7 skotum og Siggi hinu megin með ekkert úr 5 skotum, það er bara of dýrt í svona leik“ „En í dag voru bara aðrir menn sem stigu upp og ég er ánægður með það, Viktor var frábær í markinu og vörnin var fín. Við fengum á okkur 26 mörk, skorum venjulega 30 mörk, svo það vantaði bara þessi 10 mörk sem við erum vanir að fá frá skyttunum okkar“ sagði Guðmundur sem var ósáttur með nýtingu dauðafæra í dag, og nefnir þar nýtingu úr hornum og af línunni. Afturelding mætti með þunnann hóp í dag, eða aðeins þrjá auka útileikmenn. Guðmundur segir að planið hafi alveg verið að keyra hratt á þá sem og þeir gerðu en það dugði þó ekki til „Jújú við keyrðu alveg hratt á þá og náðum þar að jafna leikinn, en það er bara ferlegt að sjá meiðslin hjá þeim og vonandi koma fleiri inn hjá þeim fljótlega“ sagði Guðmundur og bætir því við að Þorgrímur Smári hafi ekki spilað leikinn í dag vegna heiðursmannasamkomulagi þar sem hann kemur til Fram á láni frá Aftureldingu. Hann kemur þó inní næsta leik og segir Guðmundur hann vera góða viðbót við þann flotta hóp sem hann hefur nú þegar. „Toggi er frábær viðbót fyrir okkur, vonandi förum við bara að ná í stig, ég er hörku bjartsýnn á framhaldið“ sagði Guðmundur að lokum. Einar Andri: Vinnum með það sem við höfumÞetta endaði mjög vel hjá okkur í dag, sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, að leik loknum. „Við vorum skynsamir og klókir, fengum á okkur áhlaup þarna í seinni hálfleik þegar þeir jöfnuðu en við stóðum það af okkur. Sterk liðsheild og mikill karakter hjá okkur að stíga upp“ sagði Einar Andri sem hrósaði Lárusi og vörn liðsins sem tókst að loka algjörlega á Arnar Birkir í leiknum. „Lárus var frábær í dag, vörnin var líka að standa vel fyrir framan hann, það telur. Krummi (Hrafn Ingvarsson) átti einhver 6 varin skot þarna fyrir framan. Arnar Birkir hefur farið illa með okkur í tveimur leikjum í vetur, í deild og bikar svo það var alltaf planið að loka á hann. Krummi og Böðvar stóðu sig vel í því og lokuðu vel á hann í vörninni„ Einar Andri hefur oft verið í betri stöðu en akkurat núna en meiðslalistinn er orðinn ansi langur hjá Aftureldingu. Liðið kemur skaddað frá fríinu eftir að tveir bestu leikmenn liðsins, Árni Bragi Eyjólfsson og Elvar Ásgeirsson meiddust. Í dag mættu þeir ekki með full mannað lið á skýrslu og aðeins 4 leikmenn á bekknum. Ekki var það svo á það bætandi þegar Gestur Ólafur Ingvarsson fór meiddur af velli í dag „Þetta er bara liðið sem við erum með núna og við vinnum með það. Það var síðan slæmt að Gestur skyldi meiðast í dag, svo það fækkar ennþá meira í hópnum en við bara höldum áfram og keyrum á þeim mönnum sem við höfum“ sagði Einar Andri en aðspurður út í stöðuna á Gesti sagði hann að staðan væri ekki góð „Hann hefur það ekkert sérstaklega gott, hann tábrotnaði fyrr í vetur og lenti síðan illa á sama stað í dag. Hann fer bara í myndatöku núna og við vonum það besta. Þetta er bara það sem við höfum, við eigum nokkra unga stráka á láni í Hvíta Riddaranum svo við getum kippt mönnum þar inn en svo er ég að vonast til að fá Árna Braga og kannski Pétur inn í byrjun mars, við reynum að lifa þetta af þanngað til.“ sagði Einar Andri að lokum en hann segir það ekki á dagskrá að reyna að fá inn nýja leikmenn