Mercedes-Benz söluhæsta lúxusbílamerkið hérlendis Finnur Thorlacius skrifar 31. janúar 2018 09:22 Mercedes Benz GLC jeppinn. Mercedes-Benz er söluhæsta lúxusbílamerkið á Íslandi enn eitt árið en alls seldi Bílaumboðið Askja 522 Mercedes-Benz fólksbíla á árinu 2017. Mercedes-Benz hefur verið mest seldi lúxusbíllinn á Íslandi frá árinu 2013 og eykur enn á forskotið. Í samanburði við þýsku lúxusbílamerkin BMW og Audi er Mercedes-Benz með 48,38% markaðshlutdeild hér á landi en fjöldi af seldum Mercedes-Benz er sambærilegur og Audi og BMW til samans á síðasta ári. Sportjepparnir GLC og GLE voru vinsælastir hér á landi en alls seldust tæplega 200 nýir bílar af þessum tveimur tegundum. GLC 350e í Plug-in Hybrid útfærslu var söluhæsta einstaka tegundin en 57 slíkir bílar voru nýskráðir á síðasta ári. GLE 500e var í öðru sæti með alls 44 nýskráningar. ,,Við erum að sjálfsögðu hæstánægð með þennan árangur og salan hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Mercedes-Benz hefur styrkt stöðu sína enn frekar bæði hér heima sem og á heimsvísu," segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz fólksbíla hjá Öskju. Hann segir að framundan sé mjög spennandi ár með komu hins nýja A-Class sem kemur m.a. nýr í sedanútfærslu. Þá kemur nýr G-Class auk CLS og C-Class að sögn Ásgríms. Þá má ekki gleyma nýjum X-Class sem frumsýndur var í janúar. ,,Í haust förum við að taka á móti forpöntunum á nýjum GLE sem frumsýndur verður hér á landi í janúar 2019. Einnig kemur S-Class í Plug-in Hybrid útfærslu þannig að það er mikið um að vera hjá Mercedes-Benz á árinu" segir Ásgrímur ennfremur. Mercedes-Benz er einnig söluhæsta lúxusbílamerkið í heiminum en alls seldust 2.289.344 Mercedes-Benz fólksbíla á árinu 2017. Mercedes-Benz jók sölu sína um 9,9% á milli ára en BMW er í öðru sæti með 2.088.283 selda bíla á heimsvísu og jók sölu sína um 4,2% á milli ára. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Mercedes-Benz er söluhæsta lúxusbílamerkið á Íslandi enn eitt árið en alls seldi Bílaumboðið Askja 522 Mercedes-Benz fólksbíla á árinu 2017. Mercedes-Benz hefur verið mest seldi lúxusbíllinn á Íslandi frá árinu 2013 og eykur enn á forskotið. Í samanburði við þýsku lúxusbílamerkin BMW og Audi er Mercedes-Benz með 48,38% markaðshlutdeild hér á landi en fjöldi af seldum Mercedes-Benz er sambærilegur og Audi og BMW til samans á síðasta ári. Sportjepparnir GLC og GLE voru vinsælastir hér á landi en alls seldust tæplega 200 nýir bílar af þessum tveimur tegundum. GLC 350e í Plug-in Hybrid útfærslu var söluhæsta einstaka tegundin en 57 slíkir bílar voru nýskráðir á síðasta ári. GLE 500e var í öðru sæti með alls 44 nýskráningar. ,,Við erum að sjálfsögðu hæstánægð með þennan árangur og salan hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Mercedes-Benz hefur styrkt stöðu sína enn frekar bæði hér heima sem og á heimsvísu," segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz fólksbíla hjá Öskju. Hann segir að framundan sé mjög spennandi ár með komu hins nýja A-Class sem kemur m.a. nýr í sedanútfærslu. Þá kemur nýr G-Class auk CLS og C-Class að sögn Ásgríms. Þá má ekki gleyma nýjum X-Class sem frumsýndur var í janúar. ,,Í haust förum við að taka á móti forpöntunum á nýjum GLE sem frumsýndur verður hér á landi í janúar 2019. Einnig kemur S-Class í Plug-in Hybrid útfærslu þannig að það er mikið um að vera hjá Mercedes-Benz á árinu" segir Ásgrímur ennfremur. Mercedes-Benz er einnig söluhæsta lúxusbílamerkið í heiminum en alls seldust 2.289.344 Mercedes-Benz fólksbíla á árinu 2017. Mercedes-Benz jók sölu sína um 9,9% á milli ára en BMW er í öðru sæti með 2.088.283 selda bíla á heimsvísu og jók sölu sína um 4,2% á milli ára.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent