Kallað eftir VAR-fagni frá Stjörnunni í vinsælasta hlaðvarpi Bretlands Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. janúar 2018 10:30 Veiða fisk. Myndbandsdómgæsla er að ryðja sér til rúms í fótboltanum og sitt sýnist hverjum um ágæti hennar. Hún var mikið notuð í bikarleik Liverpool og West Bromwich Albion um helgina þar sem dómarnir voru réttir en tíminn sem tók að fá niðurstöðu í málin var ansi langur.Sjá einnig:VARhugaverð þróun í enska boltanum? Leikur Liverpool og WBA og myndbandsdómgæsla var til umræðu í hlaðvarpinu Guardian Football Weekly sem er vinsælasta fótboltahlaðvarp Bretlandseyja og það besta að mati sambands enskra stuðningsmanna sem verðlaunaði það sem slíkt undir lok síðasta árs.VAR þetta mark?vísir/gettyGleðin minnkar Sænski blaðamaðurinn Lars Sivertssen, sem býr á Englandi og er reglulegur gestur í hlaðvarpinu, er hvað helst ósáttur við hvað það getur tekið langan tíma að fá úrskurð og hvað það dregur úr ánægjunni fyrir stuðningsmenn þegar að mark er skorað. „Það er ekki mikið skorað í fótbolta þannig ef þú ert mikill fótboltaáhugamaður er gleðin sem fylgir því að sjá liðið þitt skora mark ein sú mesta sem þú upplifir í hverri viku,“ segir hann. „Nú, út af þessum öryggisventli, er ekki hægt tapa sér í gleðinni heldur þarf að bíða eftir svari um hvort þetta hafi verið mark eða ekki. Ég er ekki hrifinn af því hvernig þetta þynnir út tilfinningarnar sem fylgja fótboltanum.“ „Þetta er það sem ég á ekki eftir að komast yfir. Ég get alveg séð þetta virka og menn eiga eftir að stytta biðtímann. Það er bara erfitt að sætta sig við að skora mark verður ekki eins og áður,“ segir Lars Sivertsen.Ákall til Stjörnunnar Max Rushden, umsjónarmaður hlaðvarpsins, sér nú léttu hliðina á þessu öllu saman og veit alveg hvernig væri hægt að gera grín að þessu í miðjum leik. „Við þurfum að fá liðið sem bauð upp á fiskifagnið að taka fagn þar sem leikmennirnir búa til sófa þar sem þeir sitja og bíða og svo fagna þeir aftur þegar að niðurstaða er komin í málið,“ segir Rushden. Þarna er Rushden auðvitað að tala um Stjörnumenn í Garðabænum sem urðu heimsfrægir fyrir fiskifagnið, eða laxafagnið, sem þeir tóku eftir mark á móti Fylki á heimavelli í Pepsi-deildinni árið 2010. Halldór Orri Björnsson skoraði þá úr vítaspyrnu og veiddi svo Jóhann Laxdal. Hann fékk svo nokkra leikmenn til að hjálpa sér að halda á Jóhanni á meðan tekin var mynd. Geggjað dæmi.Heimsfrægð Því fagni fylgdu nokkur til viðbótar þó að fiskurinn, sem Jóhann lék, hafi aldrei verið toppaður. Stjörnumenn ferðuðust út um víða veröld eftir fagnið og voru heimsóttir af hverri sjónvarpstöðinni á fætur annarri. Stjörnumenn buðu upp á fleiri eftirminnileg fögn eins og fæðingu barns, hjólið og mann á klósetti. Tveir af lykilmönnum í fagnaðarlátunum, Halldór Orri Björnsson og Arnar Már Björgvinsson, eru reyndar farnir úr Stjörnunni en Laxdal-bræður, sem voru stór hluti af fagnaðarlátunum, ættu að geta svarað kallinu í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.Umræðuna má heyra hér en hún hefst á 2:45 og endar á 26:00. Enski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Myndbandsdómgæsla er að ryðja sér til rúms í fótboltanum og sitt sýnist hverjum um ágæti hennar. Hún var mikið notuð í bikarleik Liverpool og West Bromwich Albion um helgina þar sem dómarnir voru réttir en tíminn sem tók að fá niðurstöðu í málin var ansi langur.Sjá einnig:VARhugaverð þróun í enska boltanum? Leikur Liverpool og WBA og myndbandsdómgæsla var til umræðu í hlaðvarpinu Guardian Football Weekly sem er vinsælasta fótboltahlaðvarp Bretlandseyja og það besta að mati sambands enskra stuðningsmanna sem verðlaunaði það sem slíkt undir lok síðasta árs.VAR þetta mark?vísir/gettyGleðin minnkar Sænski blaðamaðurinn Lars Sivertssen, sem býr á Englandi og er reglulegur gestur í hlaðvarpinu, er hvað helst ósáttur við hvað það getur tekið langan tíma að fá úrskurð og hvað það dregur úr ánægjunni fyrir stuðningsmenn þegar að mark er skorað. „Það er ekki mikið skorað í fótbolta þannig ef þú ert mikill fótboltaáhugamaður er gleðin sem fylgir því að sjá liðið þitt skora mark ein sú mesta sem þú upplifir í hverri viku,“ segir hann. „Nú, út af þessum öryggisventli, er ekki hægt tapa sér í gleðinni heldur þarf að bíða eftir svari um hvort þetta hafi verið mark eða ekki. Ég er ekki hrifinn af því hvernig þetta þynnir út tilfinningarnar sem fylgja fótboltanum.“ „Þetta er það sem ég á ekki eftir að komast yfir. Ég get alveg séð þetta virka og menn eiga eftir að stytta biðtímann. Það er bara erfitt að sætta sig við að skora mark verður ekki eins og áður,“ segir Lars Sivertsen.Ákall til Stjörnunnar Max Rushden, umsjónarmaður hlaðvarpsins, sér nú léttu hliðina á þessu öllu saman og veit alveg hvernig væri hægt að gera grín að þessu í miðjum leik. „Við þurfum að fá liðið sem bauð upp á fiskifagnið að taka fagn þar sem leikmennirnir búa til sófa þar sem þeir sitja og bíða og svo fagna þeir aftur þegar að niðurstaða er komin í málið,“ segir Rushden. Þarna er Rushden auðvitað að tala um Stjörnumenn í Garðabænum sem urðu heimsfrægir fyrir fiskifagnið, eða laxafagnið, sem þeir tóku eftir mark á móti Fylki á heimavelli í Pepsi-deildinni árið 2010. Halldór Orri Björnsson skoraði þá úr vítaspyrnu og veiddi svo Jóhann Laxdal. Hann fékk svo nokkra leikmenn til að hjálpa sér að halda á Jóhanni á meðan tekin var mynd. Geggjað dæmi.Heimsfrægð Því fagni fylgdu nokkur til viðbótar þó að fiskurinn, sem Jóhann lék, hafi aldrei verið toppaður. Stjörnumenn ferðuðust út um víða veröld eftir fagnið og voru heimsóttir af hverri sjónvarpstöðinni á fætur annarri. Stjörnumenn buðu upp á fleiri eftirminnileg fögn eins og fæðingu barns, hjólið og mann á klósetti. Tveir af lykilmönnum í fagnaðarlátunum, Halldór Orri Björnsson og Arnar Már Björgvinsson, eru reyndar farnir úr Stjörnunni en Laxdal-bræður, sem voru stór hluti af fagnaðarlátunum, ættu að geta svarað kallinu í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.Umræðuna má heyra hér en hún hefst á 2:45 og endar á 26:00.
Enski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira