Opna íslenskan skiptimarkað með rafmyntina Bitcoin í fyrsta sinn Baldur Guðmundsson skrifar 30. janúar 2018 07:15 Hermann Ingi Finnbjörnsson og Hlynur Þór Björnsson, tveir af eigendum Skiptimynt ehf. vísir/eyþór „Það eru allir sammála um að rafmyntir séu framtíðin en hvaða mynt verður ofan á er ómögulegt að segja,“ segir Hermann Ingi Finnbjörnsson, einn af eigendum félagsins Skiptimynt ehf. sem opnað hefur fyrsta íslenska skiptimarkaðinn fyrir rafmyntir á borð við Bitcoin. Í fyrsta sinn er því hægt að kaupa og selja Bitcoin fyrir íslenskar krónur. Vefsíðan heitir isx.is en á henni kemur fram að skiptimarkaðurinn sé hannaður með bestu öryggisstöðlum og aðferðum sem völ er á. Hermann segir að markaðurinn hafi verið í þróun undanfarin tvö ár en fram til þessa hefur íslenska rafmyntin Auroracoin gengið þar kaupum og sölum. Fram að því hafði myntin aðallega verið til sölu á samfélagsmiðlum. Öruggt markaðstorg hafi skort og það hafi verið þeirra markmið að skapa slíkan vettvang. Þegar þetta er skrifað eru sex til sjö Bitcoin til sölu á ISX. Verðmæti þeirra í krónum talið, miðað við gengi gjaldmiðilsins, er um það bil sjö til átta milljónir króna. Hlynur Þór Björnsson, annar af eigendum Skiptimyntar, tekur fram að einungis Íslendingar geti stundað viðskipti á síðunni. Verðmæti Bitcoin hefur margfaldast á undanförnum árum og fyrir vikið hefur verið gengið um myntina eins og hlutabréf. Hermann og Hlynur segja hins vegar að fyrst og fremst sé rafmynt hugsuð til að leysa hefðbundna gjaldmiðla af hólmi. Kosturinn við rafmynt sé að ekki sé hægt að falsa myntina eða gjaldfella með aðgerðum á borð við peningaprentun. Um sé að ræða mynt sem sé óháð bönkum og opinberum stofnunum. Þeir segja að nokkur fyrirtæki á Íslandi séu farin að taka við rafmynt þegar greitt er fyrir vörur. Þeir binda vonir við að fleiri fyrirtæki muni feta í sömu fótspor og íslenskt hagkerfi með rafmynt verði til, nú þegar skiptimarkaður er orðinn að veruleika. Mikil viðskipti eru stunduð með Bitcoin og sem dæmi má nefna að samkvæmt upplýsingaveitunni coinmarketcap.com námu viðskiptin á heimsvísu 7,3 milljörðum dollara síðastliðinn sólarhring. Það jafngildir 730 milljörðum króna. Hermann segir aðspurður að ekki sé nokkur leið að vita fyrir víst hvað Íslendingar eigi mikið af Bitcoin, enda ríki nafnleynd um eignarhaldið, en hann telur að upphæðirnar hlaupi á milljörðum, í íslenskum krónum talið. Rafmyntir Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. 23. desember 2017 19:30 Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57 50 Cent sagður hafa grætt formúu á Bitcoin Þáði Bitcoin fyrir plötu sem hann gaf út árið 2014. 24. janúar 2018 16:32 Mest lesið Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Sjá meira
„Það eru allir sammála um að rafmyntir séu framtíðin en hvaða mynt verður ofan á er ómögulegt að segja,“ segir Hermann Ingi Finnbjörnsson, einn af eigendum félagsins Skiptimynt ehf. sem opnað hefur fyrsta íslenska skiptimarkaðinn fyrir rafmyntir á borð við Bitcoin. Í fyrsta sinn er því hægt að kaupa og selja Bitcoin fyrir íslenskar krónur. Vefsíðan heitir isx.is en á henni kemur fram að skiptimarkaðurinn sé hannaður með bestu öryggisstöðlum og aðferðum sem völ er á. Hermann segir að markaðurinn hafi verið í þróun undanfarin tvö ár en fram til þessa hefur íslenska rafmyntin Auroracoin gengið þar kaupum og sölum. Fram að því hafði myntin aðallega verið til sölu á samfélagsmiðlum. Öruggt markaðstorg hafi skort og það hafi verið þeirra markmið að skapa slíkan vettvang. Þegar þetta er skrifað eru sex til sjö Bitcoin til sölu á ISX. Verðmæti þeirra í krónum talið, miðað við gengi gjaldmiðilsins, er um það bil sjö til átta milljónir króna. Hlynur Þór Björnsson, annar af eigendum Skiptimyntar, tekur fram að einungis Íslendingar geti stundað viðskipti á síðunni. Verðmæti Bitcoin hefur margfaldast á undanförnum árum og fyrir vikið hefur verið gengið um myntina eins og hlutabréf. Hermann og Hlynur segja hins vegar að fyrst og fremst sé rafmynt hugsuð til að leysa hefðbundna gjaldmiðla af hólmi. Kosturinn við rafmynt sé að ekki sé hægt að falsa myntina eða gjaldfella með aðgerðum á borð við peningaprentun. Um sé að ræða mynt sem sé óháð bönkum og opinberum stofnunum. Þeir segja að nokkur fyrirtæki á Íslandi séu farin að taka við rafmynt þegar greitt er fyrir vörur. Þeir binda vonir við að fleiri fyrirtæki muni feta í sömu fótspor og íslenskt hagkerfi með rafmynt verði til, nú þegar skiptimarkaður er orðinn að veruleika. Mikil viðskipti eru stunduð með Bitcoin og sem dæmi má nefna að samkvæmt upplýsingaveitunni coinmarketcap.com námu viðskiptin á heimsvísu 7,3 milljörðum dollara síðastliðinn sólarhring. Það jafngildir 730 milljörðum króna. Hermann segir aðspurður að ekki sé nokkur leið að vita fyrir víst hvað Íslendingar eigi mikið af Bitcoin, enda ríki nafnleynd um eignarhaldið, en hann telur að upphæðirnar hlaupi á milljörðum, í íslenskum krónum talið.
Rafmyntir Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. 23. desember 2017 19:30 Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57 50 Cent sagður hafa grætt formúu á Bitcoin Þáði Bitcoin fyrir plötu sem hann gaf út árið 2014. 24. janúar 2018 16:32 Mest lesið Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Sjá meira
Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. 23. desember 2017 19:30
Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57
50 Cent sagður hafa grætt formúu á Bitcoin Þáði Bitcoin fyrir plötu sem hann gaf út árið 2014. 24. janúar 2018 16:32