Kjarnorkuvísindamenn handteknir vegna Bitcoin-graftar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. febrúar 2018 13:31 Virði Bitcoin hefur hríðfallið að undanförnu eftir að hafa verið í hæstu hæðum fyrir nokkrum vikum. Vísir/Getty Lögregluyfirvöld í Rússlandi hafa handtekið fjölmarga kjarnorkuvísindamenn sem störfuðu við háleynilega kjarnorkuvopnaframleiðslustöð í Rússlandi. Eru þeir grunaðir um að hafa notað ofurtölvur til þess að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. BBC greinir frá. Talað er um að „grafa upp“ Bitcoin og aðrar rafmyntir en með því er átt við að tölvur eru notaðar til að leysa flóknar stærðfræðiformúlur sem þurfa að liggja fyrir þegar ný mynt er gefin út. Fyrir það fæst hluti af hinni nýslegnu mynt. Eru vísindamennirnir meðal annars grunaðir um að hafa notað öflugust ofurtölvu Rússlands til verksins. Upp komst hins vegar um Bitcoin-gröftinn þegar vísindamennirnir tengdu ofurtölvuna við internetið. Vegna öryggisráðstafana á tölvan aldrei að vera tengd internetinu og urðu öryggisverðir því varir við tilraunir vísindamannanna. Var lögreglu gert viðvart og voru mennirnir handteknir. Eftir miklar verðhækkanir á síðasta ári hefur áhugi á Bitcoin aukist mikið. Var greint frá því á síðasta ári að um tuttugu erlend fyrirtæki sem stunda Bitcoin-námastarfsemi hafa samið við Advania um að leigja aðstöðu í gagnaveri fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Telja má líklegt að vísindamennirnir hafi ætlað sér að hagnast á þessum miklu verðhækkunum en virði Bitcoin margfaldaðist á síðasta ári. Eftir að náð hápunkti í desember þegar eitt Bitcoin var virði 20 þúsund dollara, um tveggja milljóna króna, hefur orðið töluverð verðlækkun á mörkuðum. Í dag er eitt Bitcoin metið á um átta þúsund dollara, um átta hundruð þúsund króna. Rafmyntir Tengdar fréttir Fjámálaeftirlitið varar við rafmyntum Fjármálaeftirlitið telur sérstaka ástæðu til þess að vara almenning við þeirri "miklu áhættu“ sem fylgir viðskiptum með rafræna gjaldmiðilinn Bitcoin. Neytendur eigi ekki að hætta fjármunum sem þeir mega ekki við að tapa í fjárfestingar í gjaldmiðlinum, nema þá að mjög vel athuguðu máli. 1. febrúar 2018 07:00 Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. 23. desember 2017 19:30 Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Rússlandi hafa handtekið fjölmarga kjarnorkuvísindamenn sem störfuðu við háleynilega kjarnorkuvopnaframleiðslustöð í Rússlandi. Eru þeir grunaðir um að hafa notað ofurtölvur til þess að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. BBC greinir frá. Talað er um að „grafa upp“ Bitcoin og aðrar rafmyntir en með því er átt við að tölvur eru notaðar til að leysa flóknar stærðfræðiformúlur sem þurfa að liggja fyrir þegar ný mynt er gefin út. Fyrir það fæst hluti af hinni nýslegnu mynt. Eru vísindamennirnir meðal annars grunaðir um að hafa notað öflugust ofurtölvu Rússlands til verksins. Upp komst hins vegar um Bitcoin-gröftinn þegar vísindamennirnir tengdu ofurtölvuna við internetið. Vegna öryggisráðstafana á tölvan aldrei að vera tengd internetinu og urðu öryggisverðir því varir við tilraunir vísindamannanna. Var lögreglu gert viðvart og voru mennirnir handteknir. Eftir miklar verðhækkanir á síðasta ári hefur áhugi á Bitcoin aukist mikið. Var greint frá því á síðasta ári að um tuttugu erlend fyrirtæki sem stunda Bitcoin-námastarfsemi hafa samið við Advania um að leigja aðstöðu í gagnaveri fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Telja má líklegt að vísindamennirnir hafi ætlað sér að hagnast á þessum miklu verðhækkunum en virði Bitcoin margfaldaðist á síðasta ári. Eftir að náð hápunkti í desember þegar eitt Bitcoin var virði 20 þúsund dollara, um tveggja milljóna króna, hefur orðið töluverð verðlækkun á mörkuðum. Í dag er eitt Bitcoin metið á um átta þúsund dollara, um átta hundruð þúsund króna.
Rafmyntir Tengdar fréttir Fjámálaeftirlitið varar við rafmyntum Fjármálaeftirlitið telur sérstaka ástæðu til þess að vara almenning við þeirri "miklu áhættu“ sem fylgir viðskiptum með rafræna gjaldmiðilinn Bitcoin. Neytendur eigi ekki að hætta fjármunum sem þeir mega ekki við að tapa í fjárfestingar í gjaldmiðlinum, nema þá að mjög vel athuguðu máli. 1. febrúar 2018 07:00 Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. 23. desember 2017 19:30 Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Sjá meira
Fjámálaeftirlitið varar við rafmyntum Fjármálaeftirlitið telur sérstaka ástæðu til þess að vara almenning við þeirri "miklu áhættu“ sem fylgir viðskiptum með rafræna gjaldmiðilinn Bitcoin. Neytendur eigi ekki að hætta fjármunum sem þeir mega ekki við að tapa í fjárfestingar í gjaldmiðlinum, nema þá að mjög vel athuguðu máli. 1. febrúar 2018 07:00
Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. 23. desember 2017 19:30
Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57