Tuttugu Bandaríkjamenn reyna að heilla íslenska þjálfara Anton Ingi Leifsson skrifar 8. febrúar 2018 20:30 Tuttugu bandarískir knattspyrnumenn eru nú á Íslandi við æfingar, en í kvöld leika þeir við Íslandsmeistara Vals. Þar reyna þeir að heilla íslenska þjálfara, en þeir eru hér að leitast eftir samningi við íslensk knattspyrnulið. „Ég var heima og mig langaði enn að spila en ég gat hvergi spilað. Ég vann við að gera pítsur á veitingahúsi foreldra minna,” sagði Joe Funicello, foringi hópsins, í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Á þessum tíma var Páll Viðar þjálfari Þórs, en bróðir hans vann í Connecticut, nálægt mínum vinnustað. Hann kom inn til að fá sér pítsu og við fórum að tala um fótbolta.” Spjall Joe og bróðir Palla Gísla fór út í meira og að endingu spilaði Joe lengi vel með Þór og einnig með BÍ/Bolungarvík sem nú heitir Vestri. „Ég spurði hvort hann þekkti einhvern í fótboltanum á Íslandi og hann sagði já reyndar. Ég spurði hvort hann gæti sagt þeim frá mér og hann bað mig um myndband.” „Hann sendi þeim myndbandið, þeir höfðu áhuga og það endaði með því að ég skrifaði undir samning hérna. Eftir fjóra mánuði fór ég svo til IFK Mariehamn, svo þetta var frábært.” Nokkrir leikmenn hafa komið til Íslands og gert það gott í gegnum fyrirtæki Joe, Soccerplaza. „Chuck fór til Þórs, Josh Wicks til Þórs, Sean Reynolds í FH, Will Daniels kom og spilar nú með Grindavík. Við vinnum á öllum stigum og stundum finnur maður einhvern mjög góðan eins og Chuck og stundum ekki.” „Það eru margir leikmenn í Bandaríkjunum og ef maður getur fundið þá og hjálpað þeim með ferilinn þá er það takmarkið.” En hver er munurinn á íslenskri og bandarískri knattspyrnumenningu? „Við erum tæknilegir og leggjum mikið á okkur. Við njótum þess að leggja hart að okkur, þannig er menningin. En okkur er aldrei kennt hvernig á að spila leikinn í grasrótinni.” „Hvernig maður les leikinn, staðsetningar og fleira af því það eru pabbar sem kenna okkur. Módelið þar hefur ekki breyst mikið og allir geta spilað og þjálfað,” sagði Joe að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Tuttugu bandarískir knattspyrnumenn eru nú á Íslandi við æfingar, en í kvöld leika þeir við Íslandsmeistara Vals. Þar reyna þeir að heilla íslenska þjálfara, en þeir eru hér að leitast eftir samningi við íslensk knattspyrnulið. „Ég var heima og mig langaði enn að spila en ég gat hvergi spilað. Ég vann við að gera pítsur á veitingahúsi foreldra minna,” sagði Joe Funicello, foringi hópsins, í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Á þessum tíma var Páll Viðar þjálfari Þórs, en bróðir hans vann í Connecticut, nálægt mínum vinnustað. Hann kom inn til að fá sér pítsu og við fórum að tala um fótbolta.” Spjall Joe og bróðir Palla Gísla fór út í meira og að endingu spilaði Joe lengi vel með Þór og einnig með BÍ/Bolungarvík sem nú heitir Vestri. „Ég spurði hvort hann þekkti einhvern í fótboltanum á Íslandi og hann sagði já reyndar. Ég spurði hvort hann gæti sagt þeim frá mér og hann bað mig um myndband.” „Hann sendi þeim myndbandið, þeir höfðu áhuga og það endaði með því að ég skrifaði undir samning hérna. Eftir fjóra mánuði fór ég svo til IFK Mariehamn, svo þetta var frábært.” Nokkrir leikmenn hafa komið til Íslands og gert það gott í gegnum fyrirtæki Joe, Soccerplaza. „Chuck fór til Þórs, Josh Wicks til Þórs, Sean Reynolds í FH, Will Daniels kom og spilar nú með Grindavík. Við vinnum á öllum stigum og stundum finnur maður einhvern mjög góðan eins og Chuck og stundum ekki.” „Það eru margir leikmenn í Bandaríkjunum og ef maður getur fundið þá og hjálpað þeim með ferilinn þá er það takmarkið.” En hver er munurinn á íslenskri og bandarískri knattspyrnumenningu? „Við erum tæknilegir og leggjum mikið á okkur. Við njótum þess að leggja hart að okkur, þannig er menningin. En okkur er aldrei kennt hvernig á að spila leikinn í grasrótinni.” „Hvernig maður les leikinn, staðsetningar og fleira af því það eru pabbar sem kenna okkur. Módelið þar hefur ekki breyst mikið og allir geta spilað og þjálfað,” sagði Joe að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira