Rúmlega milljón króna biti sem Njarðvík þarf að kyngja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2018 09:00 Kristinn Pálsson vísir/ernir Körfubolti Njarðvíkingar vonast til að Kristinn Pálsson snúi aftur á parketið þegar þeir taka á móti Þórsurum frá Akureyri í kvöld. Kristinn hefur ekkert spilað með Njarðvík frá því um miðjan janúar eftir að FIBA, Alþjóðakörfuknattleikssambandið, afturkallaði keppnisleyfi hans. Á mánudaginn dæmdi FIBA svo körfuknattleiksdeild Njarðvíkur til að greiða ítalska liðinu Stella Azzura uppeldisbætur vegna Kristins. Njarðvíkingar eru ósáttir við niðurstöðu dómsins og þá túlkun að Stella Azzura teljist uppeldisfélag leikmannsins. „Kristinn kemur til okkar um miðjan desember frá Marist-háskólanum í Bandaríkjunum. Leyfið hans (e. letter of clearance) lá inni hjá Stella Azzura meðan hann var í háskóla. Við töldum að það væri tiltölulega einfalt að sækja það en þá kom á daginn að þeir vildu fá uppeldisbætur fyrir hann þar sem hann var enn skráður hjá félaginu þegar hann var 18 ára,“ sagði Friðrik Ragnarsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þegar leikmaður verður 18 ára er félagið sem hann er skráður í talið uppeldisfélag hans, jafnvel þótt hann hafi verið hjá okkur frá sex til 15 ára aldurs. Við eyddum níu árum í að þjálfa hann upp og það er einhver ástæða fyrir því að Stella Azzura vildi hann.“ Njarðvík var dæmt til að greiða ítalska liðinu uppeldisbætur í þremur liðum; vegna sérstaks félagaskiptagjalds fyrir leikmenn yngri en 18 ára, skólagöngu Kristins á Ítalíu og uppihalds hans. „Dómurinn var ítarlegur, níu blaðsíðna langur. Þegar við ráðfærðum okkur við lögfróða menn var okkur ráðlagt að borga þessa upphæð,“ sagði Friðrik. Njarðvíkingar hefðu getað áfrýjað dómnum en það hefði tekið sinn tíma og Kristinn gæti ekki spilað með Njarðvík á meðan. Upphaflega krafðist Stella Azzura um níu milljóna króna í uppeldisbætur. Á endanum var Njarðvík dæmt til að greiða ítalska liðinu 1,2 milljónir króna. Friðrik segir að Njarðvík muni borga upphæðina í dag og Kristinn fái því vonandi grænt ljós á að spila gegn Þór í kvöld. En eru Njarðvíkingar búnir að safna fyrir þessu? „Það er að reytast inn á okkur peningur úr alls konar áttum. Við erum þakklát fyrir það. Vonandi kemur sem mest inn svo við getum lokað þessu dæmi,“ sagði Friðrik sem viðurkennir að þetta sé erfiður biti að kyngja. Það sé þó nauðsynlegt til að Kristinn geti byrjað að spila á nýjan leik. „Stóra ástæðan fyrir að við ákváðum að borga þetta var að við vildum ekki halda honum lengur í frosti. Það er hræðilegt að hann sé í þeirri stöðu að geta ekki spilað fyrr en þeir segja já.“ Friðrik segist ekki muna eftir sambærilegu dæmi hér á landi. „Ég held að þetta sé einsdæmi. En svo hef ég heyrt að þetta sé að verða algengara í Evrópu og þeir kalli þetta leikmannagildrur,“ sagði Friðrik og bætti við að Ítalirnir kunni greinilega til verka í svona málum. „Þeir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera. Þeir eru greinilega engir nýgræðingar í þessum efnum. Þeir þekktu reglurnar út og inn og vissu að þeir þyrftu að bjóða honum samning sem þeir gerðu fyrir 3-4 vikum,“ sagði Friðrik en Stella Azzura þurfti að gera Kristni samningstilboð til að geta gert tilkall til uppeldisbóta. Engu breytti þótt hann hafnaði tilboði félagsins. „Við gerum okkur vonir um að við fáum leyfið fyrir hann á morgun [í dag],“ sagði Friðrik að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Körfubolti Njarðvíkingar vonast til að Kristinn Pálsson snúi aftur á parketið þegar þeir taka á móti Þórsurum frá Akureyri í kvöld. Kristinn hefur ekkert spilað með Njarðvík frá því um miðjan janúar eftir að FIBA, Alþjóðakörfuknattleikssambandið, afturkallaði keppnisleyfi hans. Á mánudaginn dæmdi FIBA svo körfuknattleiksdeild Njarðvíkur til að greiða ítalska liðinu Stella Azzura uppeldisbætur vegna Kristins. Njarðvíkingar eru ósáttir við niðurstöðu dómsins og þá túlkun að Stella Azzura teljist uppeldisfélag leikmannsins. „Kristinn kemur til okkar um miðjan desember frá Marist-háskólanum í Bandaríkjunum. Leyfið hans (e. letter of clearance) lá inni hjá Stella Azzura meðan hann var í háskóla. Við töldum að það væri tiltölulega einfalt að sækja það en þá kom á daginn að þeir vildu fá uppeldisbætur fyrir hann þar sem hann var enn skráður hjá félaginu þegar hann var 18 ára,“ sagði Friðrik Ragnarsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þegar leikmaður verður 18 ára er félagið sem hann er skráður í talið uppeldisfélag hans, jafnvel þótt hann hafi verið hjá okkur frá sex til 15 ára aldurs. Við eyddum níu árum í að þjálfa hann upp og það er einhver ástæða fyrir því að Stella Azzura vildi hann.“ Njarðvík var dæmt til að greiða ítalska liðinu uppeldisbætur í þremur liðum; vegna sérstaks félagaskiptagjalds fyrir leikmenn yngri en 18 ára, skólagöngu Kristins á Ítalíu og uppihalds hans. „Dómurinn var ítarlegur, níu blaðsíðna langur. Þegar við ráðfærðum okkur við lögfróða menn var okkur ráðlagt að borga þessa upphæð,“ sagði Friðrik. Njarðvíkingar hefðu getað áfrýjað dómnum en það hefði tekið sinn tíma og Kristinn gæti ekki spilað með Njarðvík á meðan. Upphaflega krafðist Stella Azzura um níu milljóna króna í uppeldisbætur. Á endanum var Njarðvík dæmt til að greiða ítalska liðinu 1,2 milljónir króna. Friðrik segir að Njarðvík muni borga upphæðina í dag og Kristinn fái því vonandi grænt ljós á að spila gegn Þór í kvöld. En eru Njarðvíkingar búnir að safna fyrir þessu? „Það er að reytast inn á okkur peningur úr alls konar áttum. Við erum þakklát fyrir það. Vonandi kemur sem mest inn svo við getum lokað þessu dæmi,“ sagði Friðrik sem viðurkennir að þetta sé erfiður biti að kyngja. Það sé þó nauðsynlegt til að Kristinn geti byrjað að spila á nýjan leik. „Stóra ástæðan fyrir að við ákváðum að borga þetta var að við vildum ekki halda honum lengur í frosti. Það er hræðilegt að hann sé í þeirri stöðu að geta ekki spilað fyrr en þeir segja já.“ Friðrik segist ekki muna eftir sambærilegu dæmi hér á landi. „Ég held að þetta sé einsdæmi. En svo hef ég heyrt að þetta sé að verða algengara í Evrópu og þeir kalli þetta leikmannagildrur,“ sagði Friðrik og bætti við að Ítalirnir kunni greinilega til verka í svona málum. „Þeir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera. Þeir eru greinilega engir nýgræðingar í þessum efnum. Þeir þekktu reglurnar út og inn og vissu að þeir þyrftu að bjóða honum samning sem þeir gerðu fyrir 3-4 vikum,“ sagði Friðrik en Stella Azzura þurfti að gera Kristni samningstilboð til að geta gert tilkall til uppeldisbóta. Engu breytti þótt hann hafnaði tilboði félagsins. „Við gerum okkur vonir um að við fáum leyfið fyrir hann á morgun [í dag],“ sagði Friðrik að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira