Gói sýnir á sér myrka hlið í Lof mér að falla: „Eitt mesta ógeð sem ég hef komist í kynni við“ Birgir Olgeirsson skrifar 7. febrúar 2018 15:22 Guðjón Davíð Karlsson í Lof mér að falla Lof mér að falla Fyrsta stiklan úr myndinni Lof mér að falla eftir leikstjórann Baldvin Z var frumsýnd í hádeginu á Vísi en þar má sjá leikarann Guðjón Davíð Karlsson sýna á sér nýja hlið. „Þetta er ólíkt öðru sem ég hef gert í sjónvarpi og bíó og er ekki alveg í ætt við Sveppa-myndirnar,“ segir Guðjón Davíð, betur þekktur sem Gói.Leikarinn Guðjón Davíð KarlssonVísir/Stefán KarlssonHann hefur getið sér gott orð í leikhúsi og var um tíma umsjónarmaður Stundarinnar okkar. Hann hefur einnig leikið í Sveppa-myndunum við góðan orðstír og því þekktari fyrir léttari hlutverk en það sem hann leikur í Lof mér að falla. „Þetta er eitt mesta ógeð sem ég hef komist í kynni við, það er alveg þannig, bæði á sviði og á filmu, blessaður maðurinn,“ segir Gói.Óviss hvaða mynd leikstjórinn hefur af honumÍ stiklunni má sjá Góa krúnurakaðan og með stórt húðflúr af krókódíl á bringunni. Gói segir karakterinn vera ógæfumann og mjög vondum stað í lífinu. „Þetta er bara vond manneskja,“ segir Gói. Hann segir Baldvin Z hafa hringt í sig og sagt að hann hefði strax fengið þá hugmynd að Gói ætti að leika þessa persónu þegar hann skrifaði hana. „Ég veit ekki alveg hvaða mynd Baldvin hefur að mér,“ segir Gói.Jóhannes Haukur í myndinni Svartur á leik.Dró fram svarta staði innra með sér Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson er góður vinur Góa en það vakti töluverða athygli á sínum tíma þegar Jóhannes tók að sér hlutverk mikils hrotta og undirheimakóngs í kvikmyndinni Svartur á leik eftir Óskar Axelsson. Líkt og Gói þá var Jóhannes Haukur þekktari fyrir „mýkri“ og „léttari“ hlutverk en Jóhannes tók upp á því að bæta á sig heilmiklum vöðvamassa fyrir hlutverkið. Gói segist þó ekki hafa farið þá leið fyrir sitt hlutverk, enda sé persóna hans í Lof mér að falla ekki þessi massaða handrukkaratýpa. Hann segist þó hafa undirbúið sig vel og vandlega fyrir hlutverkið með því að lesa sér til um þennan heim. „Svo reynir maður að draga fram einhvern svartan stað innra með sér. Það var gríðarlega gaman að fá að takast á við eitthvað sem maður hefur ekki gert áður,“ segir Gói. Hann gengst við því að það hafi ekki verið þægilegt að leita á myrka staði sálarlífsins.Gói við tökur á Lof mér að fallaAðsend„Það var ekki þægilegt en ég var svo sem ekkert hræddur um að festast. Ég náði alveg að koma mér úr karakter áður en ég fór heim á daginn,“ segir Gói.Stórkostlegt handrit Spurður hvort hann hafi komist að einhverju nýju um sjálfan sig eftir að hafa leikið þessa persónu er svarið einfalt: „Ég er bara gríðarlega þakklátur fyrir að vera frekar góður gaur.“ Hann vonast til að þetta hlutverk leiði til þess að hann fái að leika ólíkar persónur í framtíðinni. „Þess vegna er maður í þessu, maður vill fá að gera sem mest og ólíkustu hlutina,“ segir Gói og bætir við að hann sé afar þakklátur Baldvin Z fyrir þetta tækifæri. „Þetta handrit er stórkostlegt og leikararnir í myndinni eru frábærar og gaman að vinna með Baldvin, hann er frábær leikstjóri.“Óumflýjanlegt uppgjör Lof mér að falla segir frá hinni 15 ára gömlu Magneu en líf hennar umturnast þegar hún kynnist hinni átján ára gömlu Stellu. Magnea laðast að hispurslausu lífi Stellu og þróar Magnea sterkar tilfinningar til hennar sem Stella notfærir sér til eigin hagsbóta. Stella leiðir Magneu inn í heim fíkniefna sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar. 12 árum síðar liggja leiðir þeirra óvænt saman og verður uppgjör á milli þeirra óumflýjanlegt.Elín Sif Halldórsdóttir og Eyrún Björk Jakobsdóttir í hlutverkum sínum í Lof mér að fallaLeikstjóri myndarinnar er sem fyrr segir Baldvin Z en hann skrifar einnig handriti myndarinnar ásamt Birgi Erni Steinarssyni. Þeir eiga að baki afar giftusamlegt samstarf þegar þeir skrifuðu saman handrit myndarinnar Vonarstrætis, sem Baldvin Z leikstýrði, sem sópaði til sín tólf verðlaunum á Edduverðlaunahátíðinni árið 2015 en tæplega 48 þúsund manns sáu þá mynd í kvikmyndahúsum hér á landi. Með aðalhlutverk í Lof mér að falla eru leikkonurnar Elín Sif Halldórsdóttir og Eyrún Björk Jakobsdóttir en leikarinn Þorsteinn Bachman fer einnig með stórt hlutverk. Í myndinni fara einnig með hlutverk Sturla Atlason, Edda Björgvinsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Halldór Halldórsson. Framleiðendur myndarinnar eru þeir Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson en meðframleiðendur eru Markus Selin og Jukka Helle. Lof mér að falla verður frumsýnd hér á landi 7. september næstkomandi. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Falleg saga í ótrúlega ljótum heimi Hópurinn á bak við kvikmyndina Lof mér að falla var að koma heim frá Spáni þar sem tökum á síðustu senum myndarinnar var að ljúka. Ferlið hefur verið krefjandi að sögn leikstjóra myndarinnar en sagan fjallar um vinkonur sem glíma við eiturlyfjafíkn. 10. október 2017 18:00 Frumsýning: Fyrsta stiklan úr Lof mér að falla Óumflýjanlegt uppgjör eftir hrikalega neyslu. 7. febrúar 2018 12:19 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Fyrsta stiklan úr myndinni Lof mér að falla eftir leikstjórann Baldvin Z var frumsýnd í hádeginu á Vísi en þar má sjá leikarann Guðjón Davíð Karlsson sýna á sér nýja hlið. „Þetta er ólíkt öðru sem ég hef gert í sjónvarpi og bíó og er ekki alveg í ætt við Sveppa-myndirnar,“ segir Guðjón Davíð, betur þekktur sem Gói.Leikarinn Guðjón Davíð KarlssonVísir/Stefán KarlssonHann hefur getið sér gott orð í leikhúsi og var um tíma umsjónarmaður Stundarinnar okkar. Hann hefur einnig leikið í Sveppa-myndunum við góðan orðstír og því þekktari fyrir léttari hlutverk en það sem hann leikur í Lof mér að falla. „Þetta er eitt mesta ógeð sem ég hef komist í kynni við, það er alveg þannig, bæði á sviði og á filmu, blessaður maðurinn,“ segir Gói.Óviss hvaða mynd leikstjórinn hefur af honumÍ stiklunni má sjá Góa krúnurakaðan og með stórt húðflúr af krókódíl á bringunni. Gói segir karakterinn vera ógæfumann og mjög vondum stað í lífinu. „Þetta er bara vond manneskja,“ segir Gói. Hann segir Baldvin Z hafa hringt í sig og sagt að hann hefði strax fengið þá hugmynd að Gói ætti að leika þessa persónu þegar hann skrifaði hana. „Ég veit ekki alveg hvaða mynd Baldvin hefur að mér,“ segir Gói.Jóhannes Haukur í myndinni Svartur á leik.Dró fram svarta staði innra með sér Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson er góður vinur Góa en það vakti töluverða athygli á sínum tíma þegar Jóhannes tók að sér hlutverk mikils hrotta og undirheimakóngs í kvikmyndinni Svartur á leik eftir Óskar Axelsson. Líkt og Gói þá var Jóhannes Haukur þekktari fyrir „mýkri“ og „léttari“ hlutverk en Jóhannes tók upp á því að bæta á sig heilmiklum vöðvamassa fyrir hlutverkið. Gói segist þó ekki hafa farið þá leið fyrir sitt hlutverk, enda sé persóna hans í Lof mér að falla ekki þessi massaða handrukkaratýpa. Hann segist þó hafa undirbúið sig vel og vandlega fyrir hlutverkið með því að lesa sér til um þennan heim. „Svo reynir maður að draga fram einhvern svartan stað innra með sér. Það var gríðarlega gaman að fá að takast á við eitthvað sem maður hefur ekki gert áður,“ segir Gói. Hann gengst við því að það hafi ekki verið þægilegt að leita á myrka staði sálarlífsins.Gói við tökur á Lof mér að fallaAðsend„Það var ekki þægilegt en ég var svo sem ekkert hræddur um að festast. Ég náði alveg að koma mér úr karakter áður en ég fór heim á daginn,“ segir Gói.Stórkostlegt handrit Spurður hvort hann hafi komist að einhverju nýju um sjálfan sig eftir að hafa leikið þessa persónu er svarið einfalt: „Ég er bara gríðarlega þakklátur fyrir að vera frekar góður gaur.“ Hann vonast til að þetta hlutverk leiði til þess að hann fái að leika ólíkar persónur í framtíðinni. „Þess vegna er maður í þessu, maður vill fá að gera sem mest og ólíkustu hlutina,“ segir Gói og bætir við að hann sé afar þakklátur Baldvin Z fyrir þetta tækifæri. „Þetta handrit er stórkostlegt og leikararnir í myndinni eru frábærar og gaman að vinna með Baldvin, hann er frábær leikstjóri.“Óumflýjanlegt uppgjör Lof mér að falla segir frá hinni 15 ára gömlu Magneu en líf hennar umturnast þegar hún kynnist hinni átján ára gömlu Stellu. Magnea laðast að hispurslausu lífi Stellu og þróar Magnea sterkar tilfinningar til hennar sem Stella notfærir sér til eigin hagsbóta. Stella leiðir Magneu inn í heim fíkniefna sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar. 12 árum síðar liggja leiðir þeirra óvænt saman og verður uppgjör á milli þeirra óumflýjanlegt.Elín Sif Halldórsdóttir og Eyrún Björk Jakobsdóttir í hlutverkum sínum í Lof mér að fallaLeikstjóri myndarinnar er sem fyrr segir Baldvin Z en hann skrifar einnig handriti myndarinnar ásamt Birgi Erni Steinarssyni. Þeir eiga að baki afar giftusamlegt samstarf þegar þeir skrifuðu saman handrit myndarinnar Vonarstrætis, sem Baldvin Z leikstýrði, sem sópaði til sín tólf verðlaunum á Edduverðlaunahátíðinni árið 2015 en tæplega 48 þúsund manns sáu þá mynd í kvikmyndahúsum hér á landi. Með aðalhlutverk í Lof mér að falla eru leikkonurnar Elín Sif Halldórsdóttir og Eyrún Björk Jakobsdóttir en leikarinn Þorsteinn Bachman fer einnig með stórt hlutverk. Í myndinni fara einnig með hlutverk Sturla Atlason, Edda Björgvinsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Halldór Halldórsson. Framleiðendur myndarinnar eru þeir Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson en meðframleiðendur eru Markus Selin og Jukka Helle. Lof mér að falla verður frumsýnd hér á landi 7. september næstkomandi.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Falleg saga í ótrúlega ljótum heimi Hópurinn á bak við kvikmyndina Lof mér að falla var að koma heim frá Spáni þar sem tökum á síðustu senum myndarinnar var að ljúka. Ferlið hefur verið krefjandi að sögn leikstjóra myndarinnar en sagan fjallar um vinkonur sem glíma við eiturlyfjafíkn. 10. október 2017 18:00 Frumsýning: Fyrsta stiklan úr Lof mér að falla Óumflýjanlegt uppgjör eftir hrikalega neyslu. 7. febrúar 2018 12:19 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Falleg saga í ótrúlega ljótum heimi Hópurinn á bak við kvikmyndina Lof mér að falla var að koma heim frá Spáni þar sem tökum á síðustu senum myndarinnar var að ljúka. Ferlið hefur verið krefjandi að sögn leikstjóra myndarinnar en sagan fjallar um vinkonur sem glíma við eiturlyfjafíkn. 10. október 2017 18:00
Frumsýning: Fyrsta stiklan úr Lof mér að falla Óumflýjanlegt uppgjör eftir hrikalega neyslu. 7. febrúar 2018 12:19