Nýr Santa Fe lítur dagsins ljós Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2018 14:59 Töluverð ytri breyting er á bílnum. Hyundai Motor hefur birt fyrstu myndina af nýrri og enn glæsilegri kynslóð fjórhjóladrifna sportjeppans Santa Fe sem frumsýndur verður formlega síðar í þessum mánuði. Santa Fe er flaggskip Hyundai og endurspeglar alla helstu styrkleikana sem Hyundai býr yfir við þróun bíla í þessum flokki. Þessir styrkleikar birtast ekki síst í miklum vinsældum mismunandi gerða sportjeppa Hyundai meðal almennings víða um heim þar sem ný, fjórða kynslóð Santa Fe fer fremst í flokki með mesta vélaraflinu og rýminu ásamt vandaðri hönnun í sérflokki. Myndin sem nú borist af Santa Fe endurspeglar m.a. nýtt útlit framenda fólksbíla Hyundai sem fyrst birtist í Kona sem kynnt var seint á síðasta ári. Heildaryfirbragð á útliti bílsins er kröfugt og endurspeglar fjölbreytta getu Santa Fe við mismunandi aðstæður. Eins og sjá má á mynd úr rúmgóðu og vönduðu farþegarýminu getur þar einnig að líta ýmsar nýjungar sem við fáum að kynnast betur þegar bíllinn verður kynntur formlega síðar í febrúar. Santa Fe verður síðan áberandi á bílasýningunni sem hefst í Genf í byrjun mars.Mikið lagt í innréttinguna á nýjum Santa Fe. Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent
Hyundai Motor hefur birt fyrstu myndina af nýrri og enn glæsilegri kynslóð fjórhjóladrifna sportjeppans Santa Fe sem frumsýndur verður formlega síðar í þessum mánuði. Santa Fe er flaggskip Hyundai og endurspeglar alla helstu styrkleikana sem Hyundai býr yfir við þróun bíla í þessum flokki. Þessir styrkleikar birtast ekki síst í miklum vinsældum mismunandi gerða sportjeppa Hyundai meðal almennings víða um heim þar sem ný, fjórða kynslóð Santa Fe fer fremst í flokki með mesta vélaraflinu og rýminu ásamt vandaðri hönnun í sérflokki. Myndin sem nú borist af Santa Fe endurspeglar m.a. nýtt útlit framenda fólksbíla Hyundai sem fyrst birtist í Kona sem kynnt var seint á síðasta ári. Heildaryfirbragð á útliti bílsins er kröfugt og endurspeglar fjölbreytta getu Santa Fe við mismunandi aðstæður. Eins og sjá má á mynd úr rúmgóðu og vönduðu farþegarýminu getur þar einnig að líta ýmsar nýjungar sem við fáum að kynnast betur þegar bíllinn verður kynntur formlega síðar í febrúar. Santa Fe verður síðan áberandi á bílasýningunni sem hefst í Genf í byrjun mars.Mikið lagt í innréttinguna á nýjum Santa Fe.
Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent