Gera hlé á Landsréttarmálinu Birgir Olgeirsson skrifar 6. febrúar 2018 13:53 Sigríður Andersen á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna Landsréttarmálsins. Vísir/Eyþór Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur ákveðið að gera hlé á sinnu vinnu varðandi stöðu Landsréttar og framgöngu Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við skipan dómara í réttinn. Nefndin fundaði í hádeginu um stöðu Landsréttar og var þetta niðurstaðan að sögn Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Umboðsmaður Alþingis óskaði eftir gögnum frá Sigríði Andersen í janúar síðastliðnum vegna skipunar dómara við Landsrétt. Vildi umboðsmaður fá þessi gögn til að meta hvort tilefni væri til frumkvæðisathugunar á málsmeðferð ráðherra við skipun dómara. 33 sóttu um embætti dómara við Landsrétt í fyrra. Sérstök hæfisnefnd mat fimmtán af þeim hæfasta til að gegna því embætti. Sigríður Andersen fór gegn því mati með því að skipa fjóra umsækjendur dómara við Landsrétt sem voru ekki á meðal þeirra fimmtán sem nefndin taldi hæfasta. Jóhannes Rúnar og Ástráður Haraldsson stefndu íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen.Vísir/Garðar Lögmennirnir Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson fóru í mál við íslenska ríkið vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra að skipa þá ekki dómara. Lögmennirnir tveir voru á meðal 33 umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt og meðal þeirra fimmtán sem dómnefndin mat hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Kröfðust Ástráður og Jóhannes að Hæstiréttur myndi ógilda ákvörðun ráðherra. Hæstiréttur staðfesti frávísun á ógildingarkröfunni en í dómnum kom fram að ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu nægilega vel við mat á hæfi umsækjenda og því málsmeðferðin andstæð 10 . grein stjórnsýslulaga. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður.Vísir/GVA Á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Andersen skipaði dómara við Landsrétt þvert á tillögu hæfisnefndarinnar er Arnfríður Einarsdóttir. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður lagði fram kröfu í Landsrétti síðastliðinn þess efnis að Arnfríður myndi víkja sæti sem dómara í máli sem á að taka fyrir í Landsrétti sökum vanhæfis. Vill Vilhjálmur meina að sökum þess að Hæstiréttur kvað upp þann dóm að skipan dómsmálaráðherra á Arnfríði sem dómara hefði verið andstæð stjórnsýslulögum þá geti það leitt til þess að dómar hennar verði ómerktir. Meðdómarar Arnfríðar í þessu máli eru þeir Jóhannes Sigurðsson og Þorgeir Ingi Njálsson. Samkvæmt lögum tekur dómari afstöðu til eigins hæfis og fellur það því í skaut Arnfríðar og meðdómara hennar í málinu að meta hæfi hennar. Munu þau hafa fjórar vikur til að komast að niðurstöðu. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram á dómsmálaráðherra Fundur í stjórnskipunar-ogeftirlitsnefnd verður í hádeginu og en næstu skref verða ákveðin í Landsréttarmálinu. 6. febrúar 2018 12:13 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur ákveðið að gera hlé á sinnu vinnu varðandi stöðu Landsréttar og framgöngu Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við skipan dómara í réttinn. Nefndin fundaði í hádeginu um stöðu Landsréttar og var þetta niðurstaðan að sögn Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Umboðsmaður Alþingis óskaði eftir gögnum frá Sigríði Andersen í janúar síðastliðnum vegna skipunar dómara við Landsrétt. Vildi umboðsmaður fá þessi gögn til að meta hvort tilefni væri til frumkvæðisathugunar á málsmeðferð ráðherra við skipun dómara. 33 sóttu um embætti dómara við Landsrétt í fyrra. Sérstök hæfisnefnd mat fimmtán af þeim hæfasta til að gegna því embætti. Sigríður Andersen fór gegn því mati með því að skipa fjóra umsækjendur dómara við Landsrétt sem voru ekki á meðal þeirra fimmtán sem nefndin taldi hæfasta. Jóhannes Rúnar og Ástráður Haraldsson stefndu íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen.Vísir/Garðar Lögmennirnir Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson fóru í mál við íslenska ríkið vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra að skipa þá ekki dómara. Lögmennirnir tveir voru á meðal 33 umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt og meðal þeirra fimmtán sem dómnefndin mat hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Kröfðust Ástráður og Jóhannes að Hæstiréttur myndi ógilda ákvörðun ráðherra. Hæstiréttur staðfesti frávísun á ógildingarkröfunni en í dómnum kom fram að ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu nægilega vel við mat á hæfi umsækjenda og því málsmeðferðin andstæð 10 . grein stjórnsýslulaga. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður.Vísir/GVA Á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Andersen skipaði dómara við Landsrétt þvert á tillögu hæfisnefndarinnar er Arnfríður Einarsdóttir. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður lagði fram kröfu í Landsrétti síðastliðinn þess efnis að Arnfríður myndi víkja sæti sem dómara í máli sem á að taka fyrir í Landsrétti sökum vanhæfis. Vill Vilhjálmur meina að sökum þess að Hæstiréttur kvað upp þann dóm að skipan dómsmálaráðherra á Arnfríði sem dómara hefði verið andstæð stjórnsýslulögum þá geti það leitt til þess að dómar hennar verði ómerktir. Meðdómarar Arnfríðar í þessu máli eru þeir Jóhannes Sigurðsson og Þorgeir Ingi Njálsson. Samkvæmt lögum tekur dómari afstöðu til eigins hæfis og fellur það því í skaut Arnfríðar og meðdómara hennar í málinu að meta hæfi hennar. Munu þau hafa fjórar vikur til að komast að niðurstöðu.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram á dómsmálaráðherra Fundur í stjórnskipunar-ogeftirlitsnefnd verður í hádeginu og en næstu skref verða ákveðin í Landsréttarmálinu. 6. febrúar 2018 12:13 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira
Telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram á dómsmálaráðherra Fundur í stjórnskipunar-ogeftirlitsnefnd verður í hádeginu og en næstu skref verða ákveðin í Landsréttarmálinu. 6. febrúar 2018 12:13