Reyna að hamra saman stjórn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. febrúar 2018 06:00 Merkel og Schulz reyna enn að mynda stjórn. fréttablaðið/afp Kristilegir demókratar og Jafnaðarmannaflokkurinn í Þýskalandi funduðu í gær til þess að reyna að komast að samkomulagi um aðgerðir í heilbrigðis- og atvinnumálum. Málin eru helstu ásteytingarsteinar stjórnarmyndunarviðræðna sem staðið hafa yfir undanfarnar vikur. Stjórnarkreppa hefur verið í Þýskalandi frá þingkosningum septembermánaðar og náðu flokkarnir ekki að komast að samkomulagi fyrir þann frest sem þeir höfðu gefið sér, sunnudaginn 4. janúar. Samkvæmt flokksmönnum sem hafa tjáð sig um viðræðurnar var þó ákveðið að halda áfram þar sem ekki væri svo langt á milli flokkanna, sem hafa starfað saman í ríkisstjórn frá 2013, í erfiðustu málunum. „Þetta á eftir að ganga upp,“ sagði Andrea Nahles, þingmaður Jafnaðarmannaflokksins og einn samningamanna, við blaðamenn þegar hún mætti til viðræðna í gær. Annar samningamanna, Karl Lauterbach, sagði helmingslíkur á að samkomulag næðist um stjórnarmyndun. Kristilegi demókratinn Alexander Dobrindt sagði í tilkynningu í gær að enn væri nokkuð í land. „Í dag komumst við að samkomulagi um Evrópumálin,“ sagði hann og tilkynnti um meiri fjárfestingar á evrusvæðinu og minni niðurskurð. Þá hefði jafnframt verið ákveðið að hækka skatta á stórfyrirtæki. Samkvæmt heimildum Rheinische Post vilja Angela Merkel, kanslari og leiðtogi Kristilegra demókrata, og Martin Schulz, leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, bera samning undir flokksmenn í dag. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Kristilegir demókratar og Jafnaðarmannaflokkurinn í Þýskalandi funduðu í gær til þess að reyna að komast að samkomulagi um aðgerðir í heilbrigðis- og atvinnumálum. Málin eru helstu ásteytingarsteinar stjórnarmyndunarviðræðna sem staðið hafa yfir undanfarnar vikur. Stjórnarkreppa hefur verið í Þýskalandi frá þingkosningum septembermánaðar og náðu flokkarnir ekki að komast að samkomulagi fyrir þann frest sem þeir höfðu gefið sér, sunnudaginn 4. janúar. Samkvæmt flokksmönnum sem hafa tjáð sig um viðræðurnar var þó ákveðið að halda áfram þar sem ekki væri svo langt á milli flokkanna, sem hafa starfað saman í ríkisstjórn frá 2013, í erfiðustu málunum. „Þetta á eftir að ganga upp,“ sagði Andrea Nahles, þingmaður Jafnaðarmannaflokksins og einn samningamanna, við blaðamenn þegar hún mætti til viðræðna í gær. Annar samningamanna, Karl Lauterbach, sagði helmingslíkur á að samkomulag næðist um stjórnarmyndun. Kristilegi demókratinn Alexander Dobrindt sagði í tilkynningu í gær að enn væri nokkuð í land. „Í dag komumst við að samkomulagi um Evrópumálin,“ sagði hann og tilkynnti um meiri fjárfestingar á evrusvæðinu og minni niðurskurð. Þá hefði jafnframt verið ákveðið að hækka skatta á stórfyrirtæki. Samkvæmt heimildum Rheinische Post vilja Angela Merkel, kanslari og leiðtogi Kristilegra demókrata, og Martin Schulz, leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, bera samning undir flokksmenn í dag.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira