Fjölgun meiri í sveitarfélögum sem eru í nágrenni Reykjavíkur Sveinn Arnarsson skrifar 6. febrúar 2018 06:00 Fasteignaverð er hátt á mörgum svæðum í Reykjavík. Íbúar virðast því fremur kjósa sér aðra búsetu en í borginni. Fréttablaðið/Valli Fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu er minnst í Reykjavík ef frá er talinn Kjósarhreppur. Nágrannasveitarfélög höfuðborgarinnar stækka nú hraðar en Reykjavík. Tæp 64 prósent íbúa landsins búa á höfuðborgarsvæðinu. Alls bjuggu 348.580 einstaklingar hér á landi í árslok samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands og fjölgaði íbúum um þrjú prósent eða nærri 10 þúsund manns. Fjölgunina í ár má að mestu skýra með innfluttu vinnuafli en erlendum ríkisborgurum fjölgar jafnt og þétt hér á landi í takt við efnahagslegan vöxt og skort á vinnuafli. Af þessum rúmlega 348 þúsund íbúum bjuggu 222.590 á höfuðborgarsvæðinu. Fjölgun íbúa á svæðinu síðustu fimm ár nemur tæplega fjórtán þúsundum.Fjölgunin í Reykjavík síðustu fimm ár hefur verið rúmlega fjögur prósent en meðalfjölgun á höfuðborgarsvæðinu er 6,5 prósent. Mest hefur fjölgunin verið í Mosfellsbæ, Kópavogi og í Garðabæ þar sem fjölgun íbúa er yfir tíu prósent síðan fyrir fimm árum. Íbúum Seltjarnarness, sveitarfélags sem er í nokkuð óákjósanlegri stöðu sökum skorts á landrými, fjölgar hlutfallslega meira en í Reykjavík. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir ástæður þess að Reykjavík vaxi hægar en önnur sveitarfélög felast í skorti á lóðum og útleigu Airbnb-íbúða. „Það hefur ekki verið hægt fyrir Reykvíking að fá lóð til að byggja sitt hús síðustu ár í Reykjavík nema í gegnum fasteignabrask eftirhrunsáranna og þá á þéttingarsvæðum. Einnig hefur útleiga íbúða í ferðaþjónustu aukist mest í Reykjavík. Til að mynda hefur fækkun orðið í miðbænum vegna þessa,“ segir Halldór. Höfuðborgarsvæðið er fyrir löngu orðið að einu búsetu- og atvinnusvæði og nær atvinnusvæðið langt út fyrir höfuðborgarsvæðið. Þannig hefur Reykjavík minna vægi nú en áður þegar kemur að byggðaþróun á svæðinu. Reykjavík á til að mynda aðeins tæplega fimm þúsund manns af þeirri fjölgun sem orðið hefur síðustu fimm árin á svæðinu. Fjölgunin í öðrum sveitarfélögum er tæplega níu þúsund manns samanlagt. Ef horft er á svæðið sem eina borg sést þekkt stef í byggðaþróun á þá vegu að fjölgunin verður í jaðri borgarinnar en minni í kjarna hennar. Þetta stef er þekkt í hinum vestræna heimi þar sem borgir hafa vaxið og jaðarinn eða úthverfin fylgt á eftir. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, telur framsýni bæjarstjórnar Kópavogs eftir hrun endurspeglast í fjölgun íbúa. „Við töldum eftir hrun að það yrði skortur á íbúðum og áttum lóðir á lager. Því var farið í það að ræða við verktaka. Með mikilli vinnu erum við að uppskera nú og má segja að kreppan hafi verið stöðvuð í Kópavogi,“ segir Ármann. Það vekur sérstaka eftirtekt að fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu, 6,65 prósent, er minni en fjölgunin á landsbyggðinni, 7,05 prósent. Þannig vex landsbyggðin hlutfallslega hraðar en höfuðborgarsvæðið. Á lýðveldistímanum er ekki hægt að sjá í gögnum að það hafi gerst áður yfir fimm ára meðaltal. Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Seltjarnarnes Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu er minnst í Reykjavík ef frá er talinn Kjósarhreppur. Nágrannasveitarfélög höfuðborgarinnar stækka nú hraðar en Reykjavík. Tæp 64 prósent íbúa landsins búa á höfuðborgarsvæðinu. Alls bjuggu 348.580 einstaklingar hér á landi í árslok samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands og fjölgaði íbúum um þrjú prósent eða nærri 10 þúsund manns. Fjölgunina í ár má að mestu skýra með innfluttu vinnuafli en erlendum ríkisborgurum fjölgar jafnt og þétt hér á landi í takt við efnahagslegan vöxt og skort á vinnuafli. Af þessum rúmlega 348 þúsund íbúum bjuggu 222.590 á höfuðborgarsvæðinu. Fjölgun íbúa á svæðinu síðustu fimm ár nemur tæplega fjórtán þúsundum.Fjölgunin í Reykjavík síðustu fimm ár hefur verið rúmlega fjögur prósent en meðalfjölgun á höfuðborgarsvæðinu er 6,5 prósent. Mest hefur fjölgunin verið í Mosfellsbæ, Kópavogi og í Garðabæ þar sem fjölgun íbúa er yfir tíu prósent síðan fyrir fimm árum. Íbúum Seltjarnarness, sveitarfélags sem er í nokkuð óákjósanlegri stöðu sökum skorts á landrými, fjölgar hlutfallslega meira en í Reykjavík. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir ástæður þess að Reykjavík vaxi hægar en önnur sveitarfélög felast í skorti á lóðum og útleigu Airbnb-íbúða. „Það hefur ekki verið hægt fyrir Reykvíking að fá lóð til að byggja sitt hús síðustu ár í Reykjavík nema í gegnum fasteignabrask eftirhrunsáranna og þá á þéttingarsvæðum. Einnig hefur útleiga íbúða í ferðaþjónustu aukist mest í Reykjavík. Til að mynda hefur fækkun orðið í miðbænum vegna þessa,“ segir Halldór. Höfuðborgarsvæðið er fyrir löngu orðið að einu búsetu- og atvinnusvæði og nær atvinnusvæðið langt út fyrir höfuðborgarsvæðið. Þannig hefur Reykjavík minna vægi nú en áður þegar kemur að byggðaþróun á svæðinu. Reykjavík á til að mynda aðeins tæplega fimm þúsund manns af þeirri fjölgun sem orðið hefur síðustu fimm árin á svæðinu. Fjölgunin í öðrum sveitarfélögum er tæplega níu þúsund manns samanlagt. Ef horft er á svæðið sem eina borg sést þekkt stef í byggðaþróun á þá vegu að fjölgunin verður í jaðri borgarinnar en minni í kjarna hennar. Þetta stef er þekkt í hinum vestræna heimi þar sem borgir hafa vaxið og jaðarinn eða úthverfin fylgt á eftir. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, telur framsýni bæjarstjórnar Kópavogs eftir hrun endurspeglast í fjölgun íbúa. „Við töldum eftir hrun að það yrði skortur á íbúðum og áttum lóðir á lager. Því var farið í það að ræða við verktaka. Með mikilli vinnu erum við að uppskera nú og má segja að kreppan hafi verið stöðvuð í Kópavogi,“ segir Ármann. Það vekur sérstaka eftirtekt að fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu, 6,65 prósent, er minni en fjölgunin á landsbyggðinni, 7,05 prósent. Þannig vex landsbyggðin hlutfallslega hraðar en höfuðborgarsvæðið. Á lýðveldistímanum er ekki hægt að sjá í gögnum að það hafi gerst áður yfir fimm ára meðaltal.
Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Seltjarnarnes Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira