Verðandi ljósmæður krefjast launa fyrir starfsnám Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 13:20 Vísir/Getty Nemendur í ljósmóðurfræði skora á yfirvöld að taka kjaramál ljósmæðranema í starfsnámi til endurskoðunar, einkum í ljósi umræðunnar um kúgun kvenna. Um 50 núverandi og verðandi ljósmæður skrifa undir áskorunina sem send var á alla þingmenn og ráðherra í liðinni viku. Nemendur í ljósmóðurfræðum hafa ekki fengið greidd laun fyrir klínískt starfsnám síðan árið 2014. Byggðist ákvörðunin á hagræðingu vegna óvissu um fjárveitingar til spítalans að sögn Ingu Maríu Hlíðar Thorsteinson, hjúkrunarfræðings og ljósmóðurnema, sem sendi áskorunina fyrir hönd hópsins. „Við höfum í rauninni alveg allt frá því að við fórum inn í námið vitað að við yrðum ekki á launum en við erum að fara fram á að það verði endurskoðað,“ segir Inga María. Tíu nemendur komast inn í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands á ári hverju en próf í hjúkrunarfræði er meðal inntökuskilyrða í greinina. Starfsnám í grunnámi, svo sem í hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun og á fyrstu árum læknisfræði, er alla jafna ólaunað. Þar sem um framhaldsnám er að ræða vill Inga María meina að hluti starfsnámsins í ljósmóðurfræði ætti að vera launað.Karlar myndu ekki láta bjóða sér þetta „Við erum ekki að fara fram á að við séum á launum þessi tvö ár sem námið er eftir grunnámið heldur einungis seinna árið þegar við erum farnar að vinna sjálfstætt,” segir Inga María. „Það væri í sjálfu sér vilji til þess að greiða en það firra sig allir ábyrgð á því hver á að veita þessar greiðslur, hvort það væri Háskóli Íslands eða Landspítalinn,” bætir hún við. Þá telur Inga María að í ljósi þess að um sé að ræða elstu kvennastétt landsins sé ekki sé síður um jafnréttismál að ræða. „Við lítum á það þannig vegna þess að á Íslandi þá hafa ljósmæður einungis verið konur og í samtölum mínum við fólk úti um allan bæ og í starfi þá hef ég ekki ennþá hitt einn einasta karlmann sem segist myndu láta bjóða sér þetta.“ Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Nemendur í ljósmóðurfræði skora á yfirvöld að taka kjaramál ljósmæðranema í starfsnámi til endurskoðunar, einkum í ljósi umræðunnar um kúgun kvenna. Um 50 núverandi og verðandi ljósmæður skrifa undir áskorunina sem send var á alla þingmenn og ráðherra í liðinni viku. Nemendur í ljósmóðurfræðum hafa ekki fengið greidd laun fyrir klínískt starfsnám síðan árið 2014. Byggðist ákvörðunin á hagræðingu vegna óvissu um fjárveitingar til spítalans að sögn Ingu Maríu Hlíðar Thorsteinson, hjúkrunarfræðings og ljósmóðurnema, sem sendi áskorunina fyrir hönd hópsins. „Við höfum í rauninni alveg allt frá því að við fórum inn í námið vitað að við yrðum ekki á launum en við erum að fara fram á að það verði endurskoðað,“ segir Inga María. Tíu nemendur komast inn í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands á ári hverju en próf í hjúkrunarfræði er meðal inntökuskilyrða í greinina. Starfsnám í grunnámi, svo sem í hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun og á fyrstu árum læknisfræði, er alla jafna ólaunað. Þar sem um framhaldsnám er að ræða vill Inga María meina að hluti starfsnámsins í ljósmóðurfræði ætti að vera launað.Karlar myndu ekki láta bjóða sér þetta „Við erum ekki að fara fram á að við séum á launum þessi tvö ár sem námið er eftir grunnámið heldur einungis seinna árið þegar við erum farnar að vinna sjálfstætt,” segir Inga María. „Það væri í sjálfu sér vilji til þess að greiða en það firra sig allir ábyrgð á því hver á að veita þessar greiðslur, hvort það væri Háskóli Íslands eða Landspítalinn,” bætir hún við. Þá telur Inga María að í ljósi þess að um sé að ræða elstu kvennastétt landsins sé ekki sé síður um jafnréttismál að ræða. „Við lítum á það þannig vegna þess að á Íslandi þá hafa ljósmæður einungis verið konur og í samtölum mínum við fólk úti um allan bæ og í starfi þá hef ég ekki ennþá hitt einn einasta karlmann sem segist myndu láta bjóða sér þetta.“
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira