Sjá einnig: Super bowl-auglýsingarnar: Hörð ádeila, grín og tilfinningasemi ræður ríkjum í ár
Í auglýsingu flugfélagsins Turkish Airlines fræðir sjónvarpslæknirinn Dr. Oz áhorfendur um skilningarvit mannsins. Í umfjöllun hans um sjónina, en augu mannsins geta numið 10 milljón litaafbrigði að sögn læknisins, er komið við á Íslandi. Hópur fólks gengur um á Nesjavöllum og við Þingvallavatn þar sem það nýtur norðurljósanna.
Þar að auki voru norskir kafarar fengnir sérstaklega til landsins til að kafa í upplýstu Þingvallavatni um niðdimma nótt, og hvölum bætt inn í eftirvinnslu. Ástæðan fyrir því að framleiðendur lögðu þetta á sig er einskær hreinleiki vatnsins.
Í auglýsingunni má meðal annars sjá Hlöðver Bernharð Jökulsson sem situr undir stýri, Anítu Ösp Ingólfsdóttur, Stefán Sæbjörnsson, Svein Hjört Guðfinnsson og sjálfan Magnús Ver Magnússon sem fjórum sinnum hefur hampað titlinum sterkasti maður heims.
Auglýsingu Turkish Airlines má nálgast hér að ofan og Ram hér að neðan