Grunur um skattalagabrot og þjófnað Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. febrúar 2018 05:00 SS hús er verktakafyrirtæki. vísir/pjetur Grunur leikur á um stórfelld undanskot eigna og þjófnaði úr félaginu SS hús ehf. sem tekið var til gjaldþrotaskipta 10. janúar síðastliðinn. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Sigurður Kristinsson, sem átti félagið með bróður sínum og stjúpföður hefur stýrt því undanfarið. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi frá Spáni en hann var handtekinn við komuna þaðan til landsins skömmu fyrir mánaðamót. Eiginkona Sigurðar liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni eftir að hafa fallið milli hæða á heimili þeirra hjóna í Malaga. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu undanskot eigna og óútskýrðar millifærslur af reikningum félagsins hlaupa á hundruðum milljóna. Þá er félagið einnig til rannsóknar hjá skattayfirvöldum meðal annars vegna mikilla vanskila á vörslusköttum. Málið mun hins vegar ekki komið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Bróðir Sigurðar tók við við stjórn fyrirtækisins af Sigurði um mitt síðasta ár og mun reksturinn þá hafa verið kominn í mikið óefni. Heiðar Ásberg Atlason, skiptastjóri félagsins, vildi ekki tjá sig efnislega um málið við Fréttablaðið en sagði gagnaöflun ekki lokið og að nokkrar vikur tæki að fá heildarmynd af rekstrinum. Tveimur mánuðum áður en félagið var lýst gjaldþrota var það dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 57 milljónir í skaðabætur vegna vinnuslyss en starfsmaðurinn féll niður 14 metra af vinnupalli við byggingu blokkar í Kópavogi og hlaut 55 prósent varanlega örorku. Félagið var umsvifamikið í byggingu blokka og annarra fasteigna í Kópavogi og samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins, fyrir árið 2015, velti fyrirtækið yfir milljarði það ár og skilaði tæplega 19 milljónum í hagnað sem var þó rúmlega helmingi minna en árið á undan þegar hagnaðurinn nam rúmum 40 milljónum króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu hennar stóð að Sigurður hefði átt félagið með bróður sínum og föður. Það er ekki rétt, hið rétta að hann átti félagið með bróður sínum og stjúpföður. Þetta hefur nú verið leiðrétt og beðist er velvirðingar á mistökunum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingnum í Malaga sleppt úr haldi lögreglu Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. 20. janúar 2018 08:00 Handtekinn við heimkomu frá Málaga: Úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald Maður sem handtekinn var við heimkomu frá Málaga í liðinni viku og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fimm daga. 2. febrúar 2018 15:03 Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Malaga Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar á Spáni grunaður um ofbeldisbrot gegn íslenskri eiginkonu sinni. Hún er alvarlega slösuð eftir fall fram af svölum. 19. janúar 2018 06:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Grunur leikur á um stórfelld undanskot eigna og þjófnaði úr félaginu SS hús ehf. sem tekið var til gjaldþrotaskipta 10. janúar síðastliðinn. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Sigurður Kristinsson, sem átti félagið með bróður sínum og stjúpföður hefur stýrt því undanfarið. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi frá Spáni en hann var handtekinn við komuna þaðan til landsins skömmu fyrir mánaðamót. Eiginkona Sigurðar liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni eftir að hafa fallið milli hæða á heimili þeirra hjóna í Malaga. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu undanskot eigna og óútskýrðar millifærslur af reikningum félagsins hlaupa á hundruðum milljóna. Þá er félagið einnig til rannsóknar hjá skattayfirvöldum meðal annars vegna mikilla vanskila á vörslusköttum. Málið mun hins vegar ekki komið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Bróðir Sigurðar tók við við stjórn fyrirtækisins af Sigurði um mitt síðasta ár og mun reksturinn þá hafa verið kominn í mikið óefni. Heiðar Ásberg Atlason, skiptastjóri félagsins, vildi ekki tjá sig efnislega um málið við Fréttablaðið en sagði gagnaöflun ekki lokið og að nokkrar vikur tæki að fá heildarmynd af rekstrinum. Tveimur mánuðum áður en félagið var lýst gjaldþrota var það dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 57 milljónir í skaðabætur vegna vinnuslyss en starfsmaðurinn féll niður 14 metra af vinnupalli við byggingu blokkar í Kópavogi og hlaut 55 prósent varanlega örorku. Félagið var umsvifamikið í byggingu blokka og annarra fasteigna í Kópavogi og samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins, fyrir árið 2015, velti fyrirtækið yfir milljarði það ár og skilaði tæplega 19 milljónum í hagnað sem var þó rúmlega helmingi minna en árið á undan þegar hagnaðurinn nam rúmum 40 milljónum króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu hennar stóð að Sigurður hefði átt félagið með bróður sínum og föður. Það er ekki rétt, hið rétta að hann átti félagið með bróður sínum og stjúpföður. Þetta hefur nú verið leiðrétt og beðist er velvirðingar á mistökunum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingnum í Malaga sleppt úr haldi lögreglu Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. 20. janúar 2018 08:00 Handtekinn við heimkomu frá Málaga: Úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald Maður sem handtekinn var við heimkomu frá Málaga í liðinni viku og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fimm daga. 2. febrúar 2018 15:03 Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Malaga Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar á Spáni grunaður um ofbeldisbrot gegn íslenskri eiginkonu sinni. Hún er alvarlega slösuð eftir fall fram af svölum. 19. janúar 2018 06:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Íslendingnum í Malaga sleppt úr haldi lögreglu Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. 20. janúar 2018 08:00
Handtekinn við heimkomu frá Málaga: Úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald Maður sem handtekinn var við heimkomu frá Málaga í liðinni viku og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fimm daga. 2. febrúar 2018 15:03
Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Malaga Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar á Spáni grunaður um ofbeldisbrot gegn íslenskri eiginkonu sinni. Hún er alvarlega slösuð eftir fall fram af svölum. 19. janúar 2018 06:00