Merkel gerir tilraun til að ganga frá lausum endum Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2018 10:00 Martin Schulz, leiðtogi SDP, Horst Seehofer, leiðtogi CSU og Angela Merkel, leiðtogi CDU. Vísir/afp Angela Merkel Þýskalandskanslari mun í dag gera tilraun til að ganga frá lausum endum til að hægt verði að tryggja myndun nýrrar stjórnar Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins. Rúmir fjórir mánuðir eru nú liðnir frá þingkosningum í landinu sem fram fóru 24. september síðastliðinn. Þýskir fjölmiðlar segja að flokkarnir hafi gefið eftir í mörgum af helstu baráttumálum sínum til að eiga möguleika á að endurnýja stjórnarsamstarfið. Flokkar Kristilegra demókrata (CDU og CSU) og Jafnaðarmenn (SPD) mynduðu stjórn eftir kosningarnar 2013. Martin Schulz, leiðtogi Jafnaðarmanna, þykir taka nokkra áhættu með því að láta reyna á framhaldslíf stjórnarinnar þar sem stuðningur við bæði hann og flokk hans hefur aldrei mælst minni. Áður en möguleg stjórn yrði kynnt þurfa nærri hálf milljón meðlima Jafnaðarmannaflokksins að greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann sem verður væntanlega kynntur á næstu dögum.Vill að flokkurinn nái vopnum sínum í stjórnarandstöðu Ungliðahreyfing flokksins, Jusos, undir forystu hins 28 ára Kevin Kühnert, fer fyrir þeim armi flokksins sem berst gegn áframhaldandi stjórnarsetu með Kristilegum demókrötum og vill að flokkurinn nái vopnum sínum í stjórnarandstöðu eftir að hafa beðið afhroð í kosningunum. Í viðræðunum hefur helst verið deilt um innflytjendamál, breytingar á vinnumarkaðslöggjöf og sjúkratryggingakerfi landsins. Eftir því sem stjórnarmyndun hefur dregist á langinn hefur stuðningur við AfD, hægriflokks sem berst gegn straumi innflytjenda til Þýskalands, aukist og mælist hann nú í kringum 14 prósent. Flokkurinn náði í fyrsta skipti mönnum á þýska þingið í haust. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Jafnaðarmannaflokkurinn til formlegra viðræðna við Merkel Það dregur til tíðinda í Þýsalandi. 21. janúar 2018 21:50 Ungliði SPD er erkióvinur Angelu Merkel kanslara Ástæðan er sú að hreyfingin hefur talað einna hæst gegn því að SPD hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður og fari aftur í ríkisstjórn með Kristilegum demókrötum Merkel. 19. janúar 2018 07:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari mun í dag gera tilraun til að ganga frá lausum endum til að hægt verði að tryggja myndun nýrrar stjórnar Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins. Rúmir fjórir mánuðir eru nú liðnir frá þingkosningum í landinu sem fram fóru 24. september síðastliðinn. Þýskir fjölmiðlar segja að flokkarnir hafi gefið eftir í mörgum af helstu baráttumálum sínum til að eiga möguleika á að endurnýja stjórnarsamstarfið. Flokkar Kristilegra demókrata (CDU og CSU) og Jafnaðarmenn (SPD) mynduðu stjórn eftir kosningarnar 2013. Martin Schulz, leiðtogi Jafnaðarmanna, þykir taka nokkra áhættu með því að láta reyna á framhaldslíf stjórnarinnar þar sem stuðningur við bæði hann og flokk hans hefur aldrei mælst minni. Áður en möguleg stjórn yrði kynnt þurfa nærri hálf milljón meðlima Jafnaðarmannaflokksins að greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann sem verður væntanlega kynntur á næstu dögum.Vill að flokkurinn nái vopnum sínum í stjórnarandstöðu Ungliðahreyfing flokksins, Jusos, undir forystu hins 28 ára Kevin Kühnert, fer fyrir þeim armi flokksins sem berst gegn áframhaldandi stjórnarsetu með Kristilegum demókrötum og vill að flokkurinn nái vopnum sínum í stjórnarandstöðu eftir að hafa beðið afhroð í kosningunum. Í viðræðunum hefur helst verið deilt um innflytjendamál, breytingar á vinnumarkaðslöggjöf og sjúkratryggingakerfi landsins. Eftir því sem stjórnarmyndun hefur dregist á langinn hefur stuðningur við AfD, hægriflokks sem berst gegn straumi innflytjenda til Þýskalands, aukist og mælist hann nú í kringum 14 prósent. Flokkurinn náði í fyrsta skipti mönnum á þýska þingið í haust.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Jafnaðarmannaflokkurinn til formlegra viðræðna við Merkel Það dregur til tíðinda í Þýsalandi. 21. janúar 2018 21:50 Ungliði SPD er erkióvinur Angelu Merkel kanslara Ástæðan er sú að hreyfingin hefur talað einna hæst gegn því að SPD hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður og fari aftur í ríkisstjórn með Kristilegum demókrötum Merkel. 19. janúar 2018 07:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Jafnaðarmannaflokkurinn til formlegra viðræðna við Merkel Það dregur til tíðinda í Þýsalandi. 21. janúar 2018 21:50
Ungliði SPD er erkióvinur Angelu Merkel kanslara Ástæðan er sú að hreyfingin hefur talað einna hæst gegn því að SPD hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður og fari aftur í ríkisstjórn með Kristilegum demókrötum Merkel. 19. janúar 2018 07:00