Forseti Hæstaréttar vill sem minnst af Jóni Steinari vita Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2018 10:53 Dómarar við Hæstarétt Íslands láta sem Jón Steinar sé ekki til. Þorgeir situr lengst til vinstri á myndinni. vefur Hæstaréttar Íslands Þorgeir Örlygsson, forseti Hæstaréttar, hefur ekki séð ástæðu til að leita til Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, þrátt fyrir miklar annir við réttinn. Jón Steinar veltir því fyrir sér hvort persónuleg óvild ráði því að hann er ekki virtur viðlits? Dagskrá Hæstaréttar Íslands er þéttriðin á næstunni. Fyrir dómnum liggur fjöldi mála sem höfðu verið sett á dagskrá fyrir áramót, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu réttarins; það er áður en Landsréttur var skipaður. Landsréttur var settur á laggirnar meðal annars með það fyrir augum að minnka álag á hæstarétt. Lagaákvæði gera sérstaklega ráð fyrir þessum möguleika þegar dómarar sjá ekki út úr augum. Meginreglan um varadómara og um að leita skuli fyrst til fyrrverandi dómara er að finna í lögum um dómsstóla, nánar tiltekið í 1. mgr. 17. gr.Benedikt og Jón Steinar. Þrátt fyrir lagaákvæði sem kveða á um að vert sé að kalla fyrrverandi dómara til starfa leggur Hæstiréttur lykkju á leið sína þegar Jón Steinar er annars vegar.Auk þess eru ákvæði til bráðabirgðalaga aftast í lögunum, regla um að setja dómara í tilteknu máli, það er varadómari er kallaður til þess að sitja í ákveðnu máli en ekki til að sitja í tiltekinn tíma. Þetta er líklega eina tilvikið þar sem svo virðist mega líta á að ekki sé skylt að leita fyrst til fyrrverandi dómara, þó að sú lögskýring kunni að valda vafa.Allir raftar á flot dregnir nema JónÞannig hafa þau Ingibjörg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Eiríkur Tómasson öll fyrrverandi dómarar við réttinn verið fengin til starfa. Auk reyndar fjölda annarra sem hafa verið kölluð til að dæma í málum sem nú eru á dagskrá. Eitt nafn er þó hvergi að finna, nafn Jóns Steinars Gunnlaugssonar, sem ef til vill má segja að sé æpandi fjarvera í ljósi þess sem áður er sagt. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Þorgeiri með það fyrir augum að inna hann eftir því hverju sæti; hvort væringar sem rekja má til gagnrýni Jóns Steinars á réttinn og svo mál hæstaréttardómarans Benedikts Bogasonar á hendur Jóni Steinari vegna meiðyrða? En, Þorgeir hefur verið vant við látinn og ekki svarað skilaboðum.Jón Steinar ekki virtur svarsJón Steinar segist, í samtali við Vísi, ekki vita hverju sæti. Hvorki af hverju ekki hefur verið til hans leitað né heldur hvort hann viti af hverju svo sé ekki? En, hann hefur reynt að grennslast fyrir um það en án árangurs. „Já, mér lék forvitni á að vita ástæðu þess að ekki hefur verið til mín leitað, þó að lögin geri sérstaklega ráð fyrir að leitað sé til fyrrverandi dómara. Sendi ég því forseta réttarins tölvupósta og spurðist fyrir um þetta og þá meðal annars hvort persónuleg óvild hans eða annarra í minn garð valdi. Hann hefur ekki virt mig svars.“ Dómstólar Tengdar fréttir Jón Steinar segir lögmenn sem hengda uppá snaga hjá dómurum Lögmannafélagið hafnar ósk um almennan fund um bókina Með lognið í fangið. 21. desember 2017 14:22 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Þorgeir Örlygsson, forseti Hæstaréttar, hefur ekki séð ástæðu til að leita til Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, þrátt fyrir miklar annir við réttinn. Jón Steinar veltir því fyrir sér hvort persónuleg óvild ráði því að hann er ekki virtur viðlits? Dagskrá Hæstaréttar Íslands er þéttriðin á næstunni. Fyrir dómnum liggur fjöldi mála sem höfðu verið sett á dagskrá fyrir áramót, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu réttarins; það er áður en Landsréttur var skipaður. Landsréttur var settur á laggirnar meðal annars með það fyrir augum að minnka álag á hæstarétt. Lagaákvæði gera sérstaklega ráð fyrir þessum möguleika þegar dómarar sjá ekki út úr augum. Meginreglan um varadómara og um að leita skuli fyrst til fyrrverandi dómara er að finna í lögum um dómsstóla, nánar tiltekið í 1. mgr. 17. gr.Benedikt og Jón Steinar. Þrátt fyrir lagaákvæði sem kveða á um að vert sé að kalla fyrrverandi dómara til starfa leggur Hæstiréttur lykkju á leið sína þegar Jón Steinar er annars vegar.Auk þess eru ákvæði til bráðabirgðalaga aftast í lögunum, regla um að setja dómara í tilteknu máli, það er varadómari er kallaður til þess að sitja í ákveðnu máli en ekki til að sitja í tiltekinn tíma. Þetta er líklega eina tilvikið þar sem svo virðist mega líta á að ekki sé skylt að leita fyrst til fyrrverandi dómara, þó að sú lögskýring kunni að valda vafa.Allir raftar á flot dregnir nema JónÞannig hafa þau Ingibjörg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Eiríkur Tómasson öll fyrrverandi dómarar við réttinn verið fengin til starfa. Auk reyndar fjölda annarra sem hafa verið kölluð til að dæma í málum sem nú eru á dagskrá. Eitt nafn er þó hvergi að finna, nafn Jóns Steinars Gunnlaugssonar, sem ef til vill má segja að sé æpandi fjarvera í ljósi þess sem áður er sagt. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Þorgeiri með það fyrir augum að inna hann eftir því hverju sæti; hvort væringar sem rekja má til gagnrýni Jóns Steinars á réttinn og svo mál hæstaréttardómarans Benedikts Bogasonar á hendur Jóni Steinari vegna meiðyrða? En, Þorgeir hefur verið vant við látinn og ekki svarað skilaboðum.Jón Steinar ekki virtur svarsJón Steinar segist, í samtali við Vísi, ekki vita hverju sæti. Hvorki af hverju ekki hefur verið til hans leitað né heldur hvort hann viti af hverju svo sé ekki? En, hann hefur reynt að grennslast fyrir um það en án árangurs. „Já, mér lék forvitni á að vita ástæðu þess að ekki hefur verið til mín leitað, þó að lögin geri sérstaklega ráð fyrir að leitað sé til fyrrverandi dómara. Sendi ég því forseta réttarins tölvupósta og spurðist fyrir um þetta og þá meðal annars hvort persónuleg óvild hans eða annarra í minn garð valdi. Hann hefur ekki virt mig svars.“
Dómstólar Tengdar fréttir Jón Steinar segir lögmenn sem hengda uppá snaga hjá dómurum Lögmannafélagið hafnar ósk um almennan fund um bókina Með lognið í fangið. 21. desember 2017 14:22 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Jón Steinar segir lögmenn sem hengda uppá snaga hjá dómurum Lögmannafélagið hafnar ósk um almennan fund um bókina Með lognið í fangið. 21. desember 2017 14:22
Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30