Handbolti

Seinni bylgjan: Elvar Örn skaut meistarana í kaf

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þvílíkur leikur hjá Elvari.
Þvílíkur leikur hjá Elvari.
Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson fór hamförum á móti Valsmönnum í sínum fyrsta handboltaleik í þrjá mánuði.

Eftir erfiðan fyrri hálfleik þá skoraði Elvar Örn tíu mörk úr ellefu skotum í síðari hálfleik. Ótrúleg frammistaða gegn Íslands- og bikarmeisturunum.

„Það er þvílíkur plús fyrir Selfoss að fá hann aftur inn í liðið og það í þessu ham,“ segir Dagur Sigurðsson.

„Hann var funheitur í seinni hálfleik og þeir réðu ekkert við hann. Valsmenn hefðu hugsanlega átt að setja Alexander fyrr á móti honum.“

Sjá má tilþrif Elvars hér að neðan.


Tengdar fréttir

Seinni bylgjan: Snorri Steinn loksins byrjaður að spila

Snorri Steinn Guðjónsson, annar þjálfara Vals, reif loksins fram skóna á ný í leik Vals og Selfoss. Hann spilaði þá sínar fyrstu mínútur með Valsliðinu eftir að hann kom heim eftir atvinnumannaferilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×