Handbolti

Seinni bylgjan: Kæmi Degi ekki á óvart ef HSÍ væri búið að ráða Guðmund

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dagur í Seinni bylgjunni í gær.
Dagur í Seinni bylgjunni í gær.
Landsliðsmálin voru rædd í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær. Þar sagðist Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan, vera nokkuð viss um að Guðmundur Guðmundsson myndi taka við íslenska landsliðinu.

Geir Sveinsson er að klára sinn samning hjá HSÍ og vitað er að HSÍ er með augastað á Guðmundi sem var að klára sitt verkefni hjá Barein og er laus allra mála.

„Ég held að Guðmundur Guðmundsson verði næsti landsliðsþjálfari. Ég er búinn að tala við bæði Guðmund og Geir og þeir gefa ekki neitt upp. Ég veit ekkert meira en komið hefur fram í fjölmiðlum,“ sagði Dagur í þættinum í gær.

„Mér sýnist að menn séu að gefa sér tíma til þess að klára Guðmund og það kæmi mér ekki á óvart ef það væri búið að því. Það er mín tilfinning.“

Sjá má landsliðsumræðuna hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×