Umfjöllun og viðtöl: Grótta - FH 24-35 | FH endurheimti toppsætið Einar Sigurvinsson skrifar 1. febrúar 2018 22:15 Ásbjörn Friðriksson. Vísir/Ernir FH vann öruggan sigur á Gróttu, 24-35, í Hertz höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. Með sigrinum ná FH-ingar tveggja stiga forystu í efsta sæti Olís-deildarinnar. FH byrjaði leikinn betur og voru komnir með fjögurra marka forskot eftir ellefu mínútna leik. Seltirningarnir gáfust þó ekki upp og á 19. mínútu jöfnuðu þeir leikinn, 10-10, eftir góðan 6-2 kafla heimamanna. Í kjölfarið þéttu gestirnir vörnina og náðu aftur yfirhöndinni á leiknum. Grótta skoraði ekki nema tvö mörk á síðustu 10 mínútum fyrri hálfleiksins á meðan FH-ingar skoruðu fimm. Hálfleikstölur, 12-16, FH-ingum í vil. FH byrjaði síðari hálfleikinn gífurlega vel og ekkert gekk hjá Gróttu að enda sóknir sínar með skoti. Þegar ellefu mínútur voru búnar af síðari hálfleik hafði Grótta aðeins skorað tvö mörk á meðan FH-ingar skoruðu átta. FH-ingar því komnir með tíu marka forystu, 14-24. FH-ingar sýndu síðan góðan karakter og héldu einbeitingu það sem eftir lifði leiks, þrátt fyrir mikið forskot. Sigur FH-inga var því aldrei í hættu. Lokatölur, 24-35. Sanngjarn og öruggur ellefu marka sigur FH, sem tylla sér í efsta sæti Olís-deildarinnar með sigrinum í kvöld.Af hverju vann FH leikinn? FH-ingar spiluðu góða vörn allan leikinn en í upphafi síðari hálfleiks settu þeir lás. Grótta hafði engin svör, þrátt fyrir tilraunir Kára Garðarssonar sem tók tvö leikhlé á fyrstu 12 mínútum síðari hálfleiksins. FH var einfaldlega miklu betra lið en Grótta í kvöld, á öllum sviðum leiksins.Hverjir stóðu upp úr? Allt lið FH var að spila virkilega vel. Vörnin náði að loka gríðarlega vel á Gróttu og mörkin voru að koma úr öllum áttum. Atkvæðamestir voru þeir Ásbjörn Friðriksson og Óðinn Þór Ríkharðsson með 8 mörk. Í liði Gróttu gekk Pétri Hauksyni best að finna leiðina í markið og skoraði 7 mörk úr 8 skotum.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Gróttu. Þeim gekk illa að finna leiðir í gegnum vörnina og oftar en ekki kom það í hlut Bjarna Ófeigs að enda sóknir liðsins með erfiðu skoti.Hvað gerist næst? Það eru einungis þrír dagar í næsta leik liðanna, en 16. umferð Olís-deildarinnar hefst á sunnudaginn. FH-ingar fá botnlið Víkings í heimsókn á Kaplakrika. Sama dag mætir Grótta í Garðabæinn til Stjörnunnar.vísir/antonHalldór Jóhann: Í rauninni aldrei spurning „Mjög góður ellefu marka sigur. Eftir að við náum að stilla okkur af og hættum að gera aulamistök eins og við vorum að gera í fyrri hálfleik, þá var þetta í rauninni aldrei spurning,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, sem var að vonum ánægður með sína menn eftir leikinn í kvöld. FH-ingar komu gríðarlega sterkir inn í síðari hálfleikinn, en helsta áhersla liðsins í hálfleiknum var lögð á að vörnina. „Við þurftum að loka á ákveðna hluti varnarlega. Mér fannst við gera það virkilega vel, fyrsta korterið í seinni hálfleik. Það býr til þennan mikla mun. Það var mjög gott að ná að halda þessu góða forskoti.“ Með sigrinum nær FH tveggja stiga forskoti í efsta sæti Olís-deildarinnar. Halldór er að vonum ánægður með það. „Mjög ánægður. Það var náttúrlega bara stefnan fyrir þennan leik. Þessi tvö stig eru alveg jafn mikilvæg og öll önnur tvö stig. Þannig að ég er bara mjög ánægður með þennan sigur, stoltur af stráknum og sáttur með fagmennsku liðsins í kvöld,“ sagði Halldór Jóhann að lokum.Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Gróttu.vísir/stefánHreiðar Levý: Vorum ekki tilbúnir í neitt „Þeir voru bara betri frá A til Ö, á öllum sviðum, við áttum ekki breik,“ sagði Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Gróttu. Sigur FH leit aldrei út fyrir að vera í hættu og Hreiðar útilokar ekki úrslitin endurspegli einfaldlega getumuninn á milli liðanna. „Ætli það ekki bara. Þetta er efsta liðið og við erum að berjast um fall. Það á að vera munur þarna á toppi og á botni. En ég vona að við eigum meira inni en þetta. Þessi spilamennska er ekki vænleg til árangurs.“ „Við vorum bara ekki tilbúnir í neitt. Alveg sama hvað það var.“ Næstu leikur Gróttu er gegn Stjörnunni. Sá leikur leggst ekkert gríðarlega vel í Hreiðar eftir spilamennsku síns liðs í kvöld. „Ég veit það ekki, eftir þennan skell. Maður þarf náttúrlega bara að rífa sig upp. Við þurfum bara að gjöra svo vel og girða okkur í brók. Vera tilbúnari, klókari, tilbúnir í þá sem við ætlum að mæta og hvernig við ætlum að spila.“ „Við erum of seinir í allt, bæði í sókn og vörn. Við vitum ekkert hvað við erum að gera. Það er alveg sama hvert er litið, það þurfa allir að gera betur,“ sagði vonsvikinn Hreiðar Levý, að lokum.Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu.Vísir/StefánKári: Vorum langt frá okkar besta „Hvað á ég að segja. Þetta var hroðaleg byrjun á síðari hálfleik. Á svona fjögurra mínútna kafla þar fara þeir langleiðina með leikinn. Þannig að þetta varð helvíti bratt í síðari hálfleik,“ sagði Kári Garðasson, þjálfari Gróttu, við leikslok í kvöld. Eftir að hafa verið inni í leiknum í fyrri hálfleik, rann leikurinn fljótt úr greipum Gróttumanna í síðari hálfleiknum. Kári vill meina að hans menn hafi þó verið búnir að missa tökin á leiknum í fyrri hálfleik. „Að hluta til var síðari hálfleikurinn svolítið framhald af þeim fyrri. Við vorum að gera of mikið af mistökum. Við vorum að hleypa þeim of mikið í þennan hraða sem þeir vilja spila á, við ætluðum okkur að halda þessu aðeins niðri.“ „Þeir slátra okkur í raun og veru bara á örstuttum sóknum, hraðaupphlaupum og tæknifeilum á þessum kafla.“ Kári er þó á því að hans menn geti töluvert betur en þeir sýndu í dag. „FH geta verið hrikalegir þegar þeir eru upp á sitt besta. Þeir voru það í dag og við vorum langt frá okkar besta. Við þurfum að spila töluvert betur á móti Stjörnunni á sunnudaginn til þess að möguleika þar,“ sagði Kári að lokum, sem var að vonum vonsvikinn með frammistöðu sinna manna í kvöld. Olís-deild karla
FH vann öruggan sigur á Gróttu, 24-35, í Hertz höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. Með sigrinum ná FH-ingar tveggja stiga forystu í efsta sæti Olís-deildarinnar. FH byrjaði leikinn betur og voru komnir með fjögurra marka forskot eftir ellefu mínútna leik. Seltirningarnir gáfust þó ekki upp og á 19. mínútu jöfnuðu þeir leikinn, 10-10, eftir góðan 6-2 kafla heimamanna. Í kjölfarið þéttu gestirnir vörnina og náðu aftur yfirhöndinni á leiknum. Grótta skoraði ekki nema tvö mörk á síðustu 10 mínútum fyrri hálfleiksins á meðan FH-ingar skoruðu fimm. Hálfleikstölur, 12-16, FH-ingum í vil. FH byrjaði síðari hálfleikinn gífurlega vel og ekkert gekk hjá Gróttu að enda sóknir sínar með skoti. Þegar ellefu mínútur voru búnar af síðari hálfleik hafði Grótta aðeins skorað tvö mörk á meðan FH-ingar skoruðu átta. FH-ingar því komnir með tíu marka forystu, 14-24. FH-ingar sýndu síðan góðan karakter og héldu einbeitingu það sem eftir lifði leiks, þrátt fyrir mikið forskot. Sigur FH-inga var því aldrei í hættu. Lokatölur, 24-35. Sanngjarn og öruggur ellefu marka sigur FH, sem tylla sér í efsta sæti Olís-deildarinnar með sigrinum í kvöld.Af hverju vann FH leikinn? FH-ingar spiluðu góða vörn allan leikinn en í upphafi síðari hálfleiks settu þeir lás. Grótta hafði engin svör, þrátt fyrir tilraunir Kára Garðarssonar sem tók tvö leikhlé á fyrstu 12 mínútum síðari hálfleiksins. FH var einfaldlega miklu betra lið en Grótta í kvöld, á öllum sviðum leiksins.Hverjir stóðu upp úr? Allt lið FH var að spila virkilega vel. Vörnin náði að loka gríðarlega vel á Gróttu og mörkin voru að koma úr öllum áttum. Atkvæðamestir voru þeir Ásbjörn Friðriksson og Óðinn Þór Ríkharðsson með 8 mörk. Í liði Gróttu gekk Pétri Hauksyni best að finna leiðina í markið og skoraði 7 mörk úr 8 skotum.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Gróttu. Þeim gekk illa að finna leiðir í gegnum vörnina og oftar en ekki kom það í hlut Bjarna Ófeigs að enda sóknir liðsins með erfiðu skoti.Hvað gerist næst? Það eru einungis þrír dagar í næsta leik liðanna, en 16. umferð Olís-deildarinnar hefst á sunnudaginn. FH-ingar fá botnlið Víkings í heimsókn á Kaplakrika. Sama dag mætir Grótta í Garðabæinn til Stjörnunnar.vísir/antonHalldór Jóhann: Í rauninni aldrei spurning „Mjög góður ellefu marka sigur. Eftir að við náum að stilla okkur af og hættum að gera aulamistök eins og við vorum að gera í fyrri hálfleik, þá var þetta í rauninni aldrei spurning,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, sem var að vonum ánægður með sína menn eftir leikinn í kvöld. FH-ingar komu gríðarlega sterkir inn í síðari hálfleikinn, en helsta áhersla liðsins í hálfleiknum var lögð á að vörnina. „Við þurftum að loka á ákveðna hluti varnarlega. Mér fannst við gera það virkilega vel, fyrsta korterið í seinni hálfleik. Það býr til þennan mikla mun. Það var mjög gott að ná að halda þessu góða forskoti.“ Með sigrinum nær FH tveggja stiga forskoti í efsta sæti Olís-deildarinnar. Halldór er að vonum ánægður með það. „Mjög ánægður. Það var náttúrlega bara stefnan fyrir þennan leik. Þessi tvö stig eru alveg jafn mikilvæg og öll önnur tvö stig. Þannig að ég er bara mjög ánægður með þennan sigur, stoltur af stráknum og sáttur með fagmennsku liðsins í kvöld,“ sagði Halldór Jóhann að lokum.Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Gróttu.vísir/stefánHreiðar Levý: Vorum ekki tilbúnir í neitt „Þeir voru bara betri frá A til Ö, á öllum sviðum, við áttum ekki breik,“ sagði Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Gróttu. Sigur FH leit aldrei út fyrir að vera í hættu og Hreiðar útilokar ekki úrslitin endurspegli einfaldlega getumuninn á milli liðanna. „Ætli það ekki bara. Þetta er efsta liðið og við erum að berjast um fall. Það á að vera munur þarna á toppi og á botni. En ég vona að við eigum meira inni en þetta. Þessi spilamennska er ekki vænleg til árangurs.“ „Við vorum bara ekki tilbúnir í neitt. Alveg sama hvað það var.“ Næstu leikur Gróttu er gegn Stjörnunni. Sá leikur leggst ekkert gríðarlega vel í Hreiðar eftir spilamennsku síns liðs í kvöld. „Ég veit það ekki, eftir þennan skell. Maður þarf náttúrlega bara að rífa sig upp. Við þurfum bara að gjöra svo vel og girða okkur í brók. Vera tilbúnari, klókari, tilbúnir í þá sem við ætlum að mæta og hvernig við ætlum að spila.“ „Við erum of seinir í allt, bæði í sókn og vörn. Við vitum ekkert hvað við erum að gera. Það er alveg sama hvert er litið, það þurfa allir að gera betur,“ sagði vonsvikinn Hreiðar Levý, að lokum.Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu.Vísir/StefánKári: Vorum langt frá okkar besta „Hvað á ég að segja. Þetta var hroðaleg byrjun á síðari hálfleik. Á svona fjögurra mínútna kafla þar fara þeir langleiðina með leikinn. Þannig að þetta varð helvíti bratt í síðari hálfleik,“ sagði Kári Garðasson, þjálfari Gróttu, við leikslok í kvöld. Eftir að hafa verið inni í leiknum í fyrri hálfleik, rann leikurinn fljótt úr greipum Gróttumanna í síðari hálfleiknum. Kári vill meina að hans menn hafi þó verið búnir að missa tökin á leiknum í fyrri hálfleik. „Að hluta til var síðari hálfleikurinn svolítið framhald af þeim fyrri. Við vorum að gera of mikið af mistökum. Við vorum að hleypa þeim of mikið í þennan hraða sem þeir vilja spila á, við ætluðum okkur að halda þessu aðeins niðri.“ „Þeir slátra okkur í raun og veru bara á örstuttum sóknum, hraðaupphlaupum og tæknifeilum á þessum kafla.“ Kári er þó á því að hans menn geti töluvert betur en þeir sýndu í dag. „FH geta verið hrikalegir þegar þeir eru upp á sitt besta. Þeir voru það í dag og við vorum langt frá okkar besta. Við þurfum að spila töluvert betur á móti Stjörnunni á sunnudaginn til þess að möguleika þar,“ sagði Kári að lokum, sem var að vonum vonsvikinn með frammistöðu sinna manna í kvöld.