Erlent

Tugir Kúrda féllu í loftárásum Tyrkja

Atli Ísleifsson skrifar
Kúrdíski verkamannaflokkurinn PKK er skilgreindur sem hryðjuverkasamtök af Tyrkjum.
Kúrdíski verkamannaflokkurinn PKK er skilgreindur sem hryðjuverkasamtök af Tyrkjum. Vísir/AFP
Tyrkneskar herþotur gerðu loftárásir á skotmörk í norðurhluta Íraks á mánudag og felldu um fimmtíu vígamenn, eins og tyrknesk yfirvöld kalla meðlimi Kúrdíska verkamannaflokksins.

Tyrkneski herinn segir að um fyrirbyggjandi árás hafi verið að ræða þar sem Kúrdarnir hafi áformað árás á tyrkneskar landamærastöðvar.

Kúrdíski verkamannaflokkurinn, eða PKK, er skilgreindur sem hryðjuverkasamtök af Tyrkjum, Bandaríkjamönnum og Evrópusambandinu, en þeir hafa barist fyrir sjálfstæði Kúrdahéraðanna í áratugi.


Tengdar fréttir

Tyrkir rústuðu 3.000 ára gömlu musteri

Borgarastyrjöld síðustu sjö ára hefur valdið ómetanlegu tjóni á sýrlenskum fornminjum. Fornt hof í Afrin bætist nú við listann. Yfir fimmtíu almennir borgarar hafa farist í aðgerðum Tyrkja í Afrin.

Tyrkir hyggjast sækja að Írak

Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×