Opnum þennan markað Hanna Katrín Friðriksson skrifar 19. febrúar 2018 08:00 Samgöngumál eru mörgum hugleikin þessa dagana og af mörgu að taka. Einn angi þessa umfangsmikla málaflokks sem lítið hefur farið fyrir snýr að leigubílaakstri. Samkvæmt núgildandi reglugerð um leigubifreiðar teljast þær til almenningssamgangna og eins og með margt annað í því kerfi er tímabært að gera bragarbót á. Undirrituð er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um frelsi á leigubílamarkaði þar sem lagt er til að samgönguráðherra verði falið að afnema hámarksfjölda atvinnuleyfa til leigubílaaksturs, fækka kvöðum fyrir veitingu þeirra og opna markaðinn fyrir aukinni samkeppni. Til að leigubílar geti sinnt hlutverki sínu í almenningssamgöngukerfinu þarf þjónustan að vera aðgengileg og á viðráðanlegu verði. Heilbrigð samkeppni er lykillinn í því að ná þessum markmiðum. Að þeim uppfylltum gætu fleiri lagt einkabílnum varanlega, kjósi þeir að gera svo, og nýtt strætisvagna og leigubíla í bland til að sinna erindagjörðum sínum með minni kostnaði, minna álagi á vegakerfið, minna svifryki og aukinni umhverfisvernd. Meðal kvaða sem núgildandi kerfi felur í sér má nefna að leyfishafar hafi leigubílaakstur að meginatvinnu. Kerfið hindrar þar með námsfólk og einstaklinga með skerta starfsgetu í að starfa sem leigubílstjórar. Einnig má nefna kröfur um að leyfishafar séu skráðir eigendur leigubílsins sem þeir aka og að öryrkjar þurfi að framvísa meðmælum frá Öryrkjabandalaginu og tryggingayfirlækni. Er ekki námskeið og próf til að hljóta atvinnuleyfi nægilegur mælikvarði á hæfni einstaklinga til að keyra leigubíla? Loks er þarft að endurskoða núgildandi kröfu um að löggiltir gjaldmælar undir eftirliti Samgöngustofu séu í öllum leigubílum. Þetta ákvæði hamlar m.a. tæknilegri framþróun á borð við greiðslu í gegnum snjallsímaforrit en slíkt greiðsluform er lykilþáttur í því að opna íslenskan markað fyrir þjónustu fyrirtækja á borð við Uber og Lyft sem margir þekkja að utan. Sú þjónusta byggir á grundvelli samningsfrelsis og kostum deilihagkerfisins. Það væri vægast sagt sérkennilegt að ætla í fullri alvöru að ræða uppbyggingu almenningssamgöngukerfisins án þess að horfa til þessara þátta.Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Leigubílar Samgöngur Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Samgöngumál eru mörgum hugleikin þessa dagana og af mörgu að taka. Einn angi þessa umfangsmikla málaflokks sem lítið hefur farið fyrir snýr að leigubílaakstri. Samkvæmt núgildandi reglugerð um leigubifreiðar teljast þær til almenningssamgangna og eins og með margt annað í því kerfi er tímabært að gera bragarbót á. Undirrituð er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um frelsi á leigubílamarkaði þar sem lagt er til að samgönguráðherra verði falið að afnema hámarksfjölda atvinnuleyfa til leigubílaaksturs, fækka kvöðum fyrir veitingu þeirra og opna markaðinn fyrir aukinni samkeppni. Til að leigubílar geti sinnt hlutverki sínu í almenningssamgöngukerfinu þarf þjónustan að vera aðgengileg og á viðráðanlegu verði. Heilbrigð samkeppni er lykillinn í því að ná þessum markmiðum. Að þeim uppfylltum gætu fleiri lagt einkabílnum varanlega, kjósi þeir að gera svo, og nýtt strætisvagna og leigubíla í bland til að sinna erindagjörðum sínum með minni kostnaði, minna álagi á vegakerfið, minna svifryki og aukinni umhverfisvernd. Meðal kvaða sem núgildandi kerfi felur í sér má nefna að leyfishafar hafi leigubílaakstur að meginatvinnu. Kerfið hindrar þar með námsfólk og einstaklinga með skerta starfsgetu í að starfa sem leigubílstjórar. Einnig má nefna kröfur um að leyfishafar séu skráðir eigendur leigubílsins sem þeir aka og að öryrkjar þurfi að framvísa meðmælum frá Öryrkjabandalaginu og tryggingayfirlækni. Er ekki námskeið og próf til að hljóta atvinnuleyfi nægilegur mælikvarði á hæfni einstaklinga til að keyra leigubíla? Loks er þarft að endurskoða núgildandi kröfu um að löggiltir gjaldmælar undir eftirliti Samgöngustofu séu í öllum leigubílum. Þetta ákvæði hamlar m.a. tæknilegri framþróun á borð við greiðslu í gegnum snjallsímaforrit en slíkt greiðsluform er lykilþáttur í því að opna íslenskan markað fyrir þjónustu fyrirtækja á borð við Uber og Lyft sem margir þekkja að utan. Sú þjónusta byggir á grundvelli samningsfrelsis og kostum deilihagkerfisins. Það væri vægast sagt sérkennilegt að ætla í fullri alvöru að ræða uppbyggingu almenningssamgöngukerfisins án þess að horfa til þessara þátta.Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar