Hvert einasta skópar á sína sögu: „Mér finnst þeir vera eins og ég vil hafa lífið“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 20:30 Segja má að skórnir okkar gangi með okkur í gegnum bæði súrt og sætt á lífsleiðinni. Söngkonan Svanlaug Jóhannsdóttir hefur leitað uppi litrík skópör og í tilefni af konudeginum sem er í dag sagði hún sögu kvennanna sem áttu skóna á sérstökum tónleikum í Hannesarholti. Einhverjir skónna eru úr persónulegri eigu Svanlaugar en önnur pör koma úr ýmsum áttum, meðal annars frá sjálfri Vigdísi Finnbogadóttur. „Ég vildi bara segja fleiri kvennasögur. Mannkynssagan er mest skrifuð af karlmönnum og með karllægum gildum og ég vildi segja sögur frá konum og kvenlægum gildum,“ segir Svanlaug í samtali við Stöð 2. Hugmyndin kviknaði með fyrsta parinu sem Svanlaugu áskotnaðist, fallegum silfurskóm sem hún fékk gefins frá vinkonu sinni. Skórnir voru í eigu dóttur eiganda Hressingarskálans á árum áður en Svanlaugu þótti áhugavert að velta fyrir sér hvernig það kynni að hafa haft áhrif á líf stúlkunnar sem átti skóna. Hún telur að jafnvel megi segja að lífið sjálft endurspeglist í skónum okkar. „Mér finnst þeir bara vera eins og ég vil hafa lífið. Það er ævintýri, það er óvænt, það er litríkt, pínulítið spennandi,“ segir Svanlaug. Hvert skópar á jú sína sögu en Svanlaug tvinnaði einnig tónlist inn í frásagnirnar við undirleik píanóleikarans Einars Bjarts Egilssonar. „Við segjum sögur. Ég hef talað við konurnar og heyrt sögurnar þeirra, svo túlka ég hana og prófa skóna og athuga hvernig er að stíga í spor annarrar manneskju, og svo syng ég lag sem mér finnst passa,“ segir Svanlaug. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Segja má að skórnir okkar gangi með okkur í gegnum bæði súrt og sætt á lífsleiðinni. Söngkonan Svanlaug Jóhannsdóttir hefur leitað uppi litrík skópör og í tilefni af konudeginum sem er í dag sagði hún sögu kvennanna sem áttu skóna á sérstökum tónleikum í Hannesarholti. Einhverjir skónna eru úr persónulegri eigu Svanlaugar en önnur pör koma úr ýmsum áttum, meðal annars frá sjálfri Vigdísi Finnbogadóttur. „Ég vildi bara segja fleiri kvennasögur. Mannkynssagan er mest skrifuð af karlmönnum og með karllægum gildum og ég vildi segja sögur frá konum og kvenlægum gildum,“ segir Svanlaug í samtali við Stöð 2. Hugmyndin kviknaði með fyrsta parinu sem Svanlaugu áskotnaðist, fallegum silfurskóm sem hún fékk gefins frá vinkonu sinni. Skórnir voru í eigu dóttur eiganda Hressingarskálans á árum áður en Svanlaugu þótti áhugavert að velta fyrir sér hvernig það kynni að hafa haft áhrif á líf stúlkunnar sem átti skóna. Hún telur að jafnvel megi segja að lífið sjálft endurspeglist í skónum okkar. „Mér finnst þeir bara vera eins og ég vil hafa lífið. Það er ævintýri, það er óvænt, það er litríkt, pínulítið spennandi,“ segir Svanlaug. Hvert skópar á jú sína sögu en Svanlaug tvinnaði einnig tónlist inn í frásagnirnar við undirleik píanóleikarans Einars Bjarts Egilssonar. „Við segjum sögur. Ég hef talað við konurnar og heyrt sögurnar þeirra, svo túlka ég hana og prófa skóna og athuga hvernig er að stíga í spor annarrar manneskju, og svo syng ég lag sem mér finnst passa,“ segir Svanlaug.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira