Telur brýnt að ganga úr skugga um hvort lögbrot kunni að hafa verið framin Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 20:30 Píratar vilja að siðanefnd Alþingis fari ofan í saumana á því hvort að framganga þingmanna hvað varðar endurgreiðslur aksturskostnaðar standist siðareglur þingsins. Þeir telja jafnvel að í einhverjum tilfellum kunni lög að hafa verið brotin. Hlutverk siðanefndarinnar er að gefa forsætisnefnd ráðgefandi álit á því hvort þingmaður hafi með hátterni sínu brotið gegn ákvæðum siðareglna. Það er Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata sem sendi erindið á forseta Alþingis, en auk siðferðislegra álitaefna telur Jón Þór brýnt að ganga úr skugga um hvort lögbrot kunni að hafa verið framin. „Það gæti verið svo, og ef svo er þá þurfa menn náttúrlega bara að sæta þeirri ábyrgð sem það er. Þetta snýst um ábyrgð, að fólk sæti bara þeirri ábyrgð ef það gerir mistök, nú menn geta þá líka afsakað sig,“ segir Jón Þór í samtali við Stöð 2. Tilfelli Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, hefur verið hvað mest til umræðu en hann fékk um 4,6 milljónir króna endurgreiddar vegna útlagðs aksturskostnaðar á síðasta ári. Jón Þór segir erindið þó ekki aðeins beinast að Ásmundi. „Eins og ég sendi þetta á forseta Alþingis að þá bara skoðum við þetta í heildina. Gerum þetta rétt, gerum þetta vel,“ segir Jón Þór. Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 fyrr í vikunni sagði forseti Alþingis að stefnt verði að því að skýrar upplýsingar um kostnað og greiðslur til þingmanna verði brátt aðgengilegar á heimasíðu Alþingis og kveðst hann sammála ákalli um aukið gagnsæi. „Það er fullt af atriðum þarna sem mætti alveg laga. En í þessu tilfelli þá snýst þetta um það að það er mögulega ekki verið að fara að þeim reglum, siðareglum sem hafa verið samþykktar, og lögum jafnvel, þannig við byrjum bara að skoða það,“ segir Jón Þór. Tengdar fréttir Greiðslur til þingmanna verði aðgengilegar á heimasíðu Alþingis Forseti þingsins kveðst sammála ákalli um aukið gagnsæi. Aftur á móti geti þingið ekki endurskoðað gjaldskrána sem þingmenn fá greitt eftir. 15. febrúar 2018 20:30 Siðanefnd Alþingis aldrei kölluð til Siðanefnd Alþingis hefur ekki verið kölluð saman vegna aksturs þingmanna. Tölur frá Alþingi sýna að þingið hefði sparað milljónir ef farið hefði verið að reglum og tilmælum þingsins. 16. febrúar 2018 08:00 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Píratar vilja að siðanefnd Alþingis fari ofan í saumana á því hvort að framganga þingmanna hvað varðar endurgreiðslur aksturskostnaðar standist siðareglur þingsins. Þeir telja jafnvel að í einhverjum tilfellum kunni lög að hafa verið brotin. Hlutverk siðanefndarinnar er að gefa forsætisnefnd ráðgefandi álit á því hvort þingmaður hafi með hátterni sínu brotið gegn ákvæðum siðareglna. Það er Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata sem sendi erindið á forseta Alþingis, en auk siðferðislegra álitaefna telur Jón Þór brýnt að ganga úr skugga um hvort lögbrot kunni að hafa verið framin. „Það gæti verið svo, og ef svo er þá þurfa menn náttúrlega bara að sæta þeirri ábyrgð sem það er. Þetta snýst um ábyrgð, að fólk sæti bara þeirri ábyrgð ef það gerir mistök, nú menn geta þá líka afsakað sig,“ segir Jón Þór í samtali við Stöð 2. Tilfelli Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, hefur verið hvað mest til umræðu en hann fékk um 4,6 milljónir króna endurgreiddar vegna útlagðs aksturskostnaðar á síðasta ári. Jón Þór segir erindið þó ekki aðeins beinast að Ásmundi. „Eins og ég sendi þetta á forseta Alþingis að þá bara skoðum við þetta í heildina. Gerum þetta rétt, gerum þetta vel,“ segir Jón Þór. Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 fyrr í vikunni sagði forseti Alþingis að stefnt verði að því að skýrar upplýsingar um kostnað og greiðslur til þingmanna verði brátt aðgengilegar á heimasíðu Alþingis og kveðst hann sammála ákalli um aukið gagnsæi. „Það er fullt af atriðum þarna sem mætti alveg laga. En í þessu tilfelli þá snýst þetta um það að það er mögulega ekki verið að fara að þeim reglum, siðareglum sem hafa verið samþykktar, og lögum jafnvel, þannig við byrjum bara að skoða það,“ segir Jón Þór.
Tengdar fréttir Greiðslur til þingmanna verði aðgengilegar á heimasíðu Alþingis Forseti þingsins kveðst sammála ákalli um aukið gagnsæi. Aftur á móti geti þingið ekki endurskoðað gjaldskrána sem þingmenn fá greitt eftir. 15. febrúar 2018 20:30 Siðanefnd Alþingis aldrei kölluð til Siðanefnd Alþingis hefur ekki verið kölluð saman vegna aksturs þingmanna. Tölur frá Alþingi sýna að þingið hefði sparað milljónir ef farið hefði verið að reglum og tilmælum þingsins. 16. febrúar 2018 08:00 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Greiðslur til þingmanna verði aðgengilegar á heimasíðu Alþingis Forseti þingsins kveðst sammála ákalli um aukið gagnsæi. Aftur á móti geti þingið ekki endurskoðað gjaldskrána sem þingmenn fá greitt eftir. 15. febrúar 2018 20:30
Siðanefnd Alþingis aldrei kölluð til Siðanefnd Alþingis hefur ekki verið kölluð saman vegna aksturs þingmanna. Tölur frá Alþingi sýna að þingið hefði sparað milljónir ef farið hefði verið að reglum og tilmælum þingsins. 16. febrúar 2018 08:00
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08
Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29
Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44