Heyrði fyrst af væntanlegri heimferð í fjölmiðlum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 14:39 Sunna Elvira liggur mikið slösuð á sjúkrahúsi í Malaga. Vísir/Egill Lögmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur hefur hvorki heyrt frá íslenskum né spænskum yfirvöldum um það hvort farbanni yfir Sunnu verði aflétt. Engin ákvörðun hefur verið tekin um málið að sögn lögreglu en viðræður lögregluyfirvalda á Spáni og á Íslandi standa þó yfir. Sunna Elvira liggur mikið slösuð á sjúkrahúsi í Malaga en hún er í farbanni vegna gruns um aðild að fíkniefnamáli sem teygir anga sína til beggja landa. Morgunblaðið greinir frá því í morgun að lögreglan hér á landi muni taka yfir rannsókn málsins og að samningar þess efnis hafi verið undirritaðir í gær. Í samtali við Bylgjuna segist Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu, fyrst hafa heyrt af málinu í fjölmiðlum. „Það sem ég veit er í rauninni bara það sem ég hef lesið á öðrum fjölmiðlum og ég veit fyrir víst að Sunna sjálf heyrði fyrst af þessu í gegnum fjölmiðla, sá þetta í Morgunblaðinu í morgun. Ég veit í sjálfu sér ekki skriflega neins staðar skriflega staðfest, en mér skilst að samkvæmt áreiðanlegum heimildum sé þetta rétt, það sé búið að aflétta farbanninu að hún sé að koma heim,“ segir Páll í samtali við Bylgjuna. Að því er segir í frétt Morgunblaðs er ráðgert að Sunna verði flutt heim til Íslands snemma í næstu viku, að því gefnu að öll formsatriði liggi fyrir. Í samtali við Vísi í morgun sagði Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að engin ákvörðun hafi verið tekin um að lögregluyfirvöld á Íslandi taki við rannsókn málsins. Samtal standi þó yfir við lögregluyfirvöld á Spáni þess efnis. Lögmaður Sunnu kveðst aftur á móti vera bjartsýnn á að rétt reynist en hann ræddi við Sunnu í morgun. „Hún var bara sátt og það er náttúrlega mikill léttir loksins jákvæðar fréttir en maður er náttúrlega búinn að læra það svo sem að taka öllu með fyrirvara og það er ekkert orðið fyrr en það er orðið þannig að baráttan heldur bara áfram,“ segir Páll. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Lögmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur hefur hvorki heyrt frá íslenskum né spænskum yfirvöldum um það hvort farbanni yfir Sunnu verði aflétt. Engin ákvörðun hefur verið tekin um málið að sögn lögreglu en viðræður lögregluyfirvalda á Spáni og á Íslandi standa þó yfir. Sunna Elvira liggur mikið slösuð á sjúkrahúsi í Malaga en hún er í farbanni vegna gruns um aðild að fíkniefnamáli sem teygir anga sína til beggja landa. Morgunblaðið greinir frá því í morgun að lögreglan hér á landi muni taka yfir rannsókn málsins og að samningar þess efnis hafi verið undirritaðir í gær. Í samtali við Bylgjuna segist Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu, fyrst hafa heyrt af málinu í fjölmiðlum. „Það sem ég veit er í rauninni bara það sem ég hef lesið á öðrum fjölmiðlum og ég veit fyrir víst að Sunna sjálf heyrði fyrst af þessu í gegnum fjölmiðla, sá þetta í Morgunblaðinu í morgun. Ég veit í sjálfu sér ekki skriflega neins staðar skriflega staðfest, en mér skilst að samkvæmt áreiðanlegum heimildum sé þetta rétt, það sé búið að aflétta farbanninu að hún sé að koma heim,“ segir Páll í samtali við Bylgjuna. Að því er segir í frétt Morgunblaðs er ráðgert að Sunna verði flutt heim til Íslands snemma í næstu viku, að því gefnu að öll formsatriði liggi fyrir. Í samtali við Vísi í morgun sagði Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að engin ákvörðun hafi verið tekin um að lögregluyfirvöld á Íslandi taki við rannsókn málsins. Samtal standi þó yfir við lögregluyfirvöld á Spáni þess efnis. Lögmaður Sunnu kveðst aftur á móti vera bjartsýnn á að rétt reynist en hann ræddi við Sunnu í morgun. „Hún var bara sátt og það er náttúrlega mikill léttir loksins jákvæðar fréttir en maður er náttúrlega búinn að læra það svo sem að taka öllu með fyrirvara og það er ekkert orðið fyrr en það er orðið þannig að baráttan heldur bara áfram,“ segir Páll.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira