Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg" Anton Ingi Leifsson skrifar 17. febrúar 2018 13:15 Craig Pedersen og hans hundtryggi aðstoðarmaður, Finnur Freyr Stefánsson, á blaðamannafundi. vísir/anton Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. Haukar og KR mætast í einum mikilvægasta leik tímabilsins hingað til, en einungis munar tveimur stigum á liðunum. Þau eru þó í fyrsta og fjórða sæti deildarinnar. Craig segir að þessar æfingarbúðir hafa verið skipulagðar fyrir löngu. „Planið fyrir þessar æfingar og hvað við vildum gera og hvenær var ákveðið fyrir mörgum mánuðum síðan. Þessi leikur Hauka og KR var einungis færður fyrir nokkrum dögum vegna þess að öðrum leik var frestað fyrir nokkrum dögum vegna veðurs,” sagði Craig þegar Vísir sló á þráðinn til hans. „Ég hef verið í mjög góðu sambandi við þjálfara Hauka, Ívar Ásgrímsson. Þeir munu koma á æfinguna í dag og labba í gegnum nokkra hluti í þrjátíu mínútur svo að þeir viti hvað er að gerast þegar þeir mæta á æfinguna á mánudag.”Sjá meira:Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” „Þeir æfa ekki á morgun og í mesta lagi í þrjátíu mínútur á æfingunni í dag þar sem þeir labba í gegnum hlutina. Ég talaði einnig við Ívar í gærkvöldi eftir leikinn þeirra og ég sagði við hann: Þeir þurfa ekki að vera með á gólfinu. Þeir geta bara horft á, en Ívar svaraði því að þeir gætu labbað í gegnum hlutina með landsliðinu í staðinn fyrir létta æfingu með hans liði.” Einhver gagnrýni hefur beinst að Finni Frey Stefánssyni, þjálfara KR og aðstoðarlandsliðsþjálfara landsliðsins, en Craig segir að sú gagnrýni sé fáránleg. „Gagnrýnin gagnvart Finn er algjörlega fáránleg. Hann hefur ekkert að gera með valið á leikmönnum. Valið á þessum leikmönnum sem munu æfa hefur verið lengi í undirbúning og Haukaleikmennirnir verða ekki með okkur á morgun. Þeir munu vera með sínu liði.”Ívar Ásgrímsson á hliðarlínunni með Haukunum.vísir/antonLandsliðsþjálfarinn segir að félagi sinn innan raða KKÍ, landsliðsþjálfari kvenna og þjálfari Hauka, Ívar Ásgrímsson, hafi verið mjög samvinnuþýður allt þetta ferli og að Ívar vilji gefa leikmönnum sínum tækifæri til þess að sýna sig og sanna í landsliðinu. „Ívar hefur verið frábært allt þetta ferli og hann sagði við mig í gær að hann vildi ekki að sínir leikmenn færu í líkamsræktarsalinn eða slíkt. Ég samþykki það 100%. Þeir koma svo á mánudaginn þar sem þeir geta sýnt sig og ég tel þá eiga meiri möguleika á mánudaginn sjái þeir hvað er að gerast á æfingunni í dag.” „Þetta er einnig gert svo að á mánudaginn þá þurfum við ekki að byrja alveg upp á nýtt. Undirbúningurinn hefur aðeins verið dreginn niður vegna leiksins á morgun, en við finnum út úr þessu svo að þetta verði gott fyrir alla.” „Ef að Ívar hefði sagt við mig að hann vildi ekki að leikmennirnir sínir kæmu, hvorki laugardag né sunnudag þá hefði ég bara samþykkt það. Það væri ekkert vandamál, en hann vildi gefa þeim tækifæri og ég talaði við leikmennina einnig.” Craig segir að hann og KKÍ hafi sett sig í samband við alla þjálfara deildarinnar um hvort að þessi helgi hentaði ekki vel fyrir æfingarbúðirnar. Þjálfararnir hefðu tekið vel í það, en veðurfar síðustu vikna settu umferðir í Dominos-deildinni úr skorðum. „Áður en við settum þetta á dagskrá höfðum við samband við alla þjálfara deildarinnar og spurðum þá hvort að þetta væri í lagi að gera þetta þessa helgi, en við vildum gefa leikmönnum tækifæri sem höfðu verið með okkur aðeins áður.” „Einnig vildum við gefa yngri leikmönnum sem eru að koma upp tækifæri því þú veist ekki hvenær eldri leikmennirnir hætta eða hvenær einhver meiðist svo við verðum að byrja að undirbúa leikmenn hvað er ætlast til af þeim ef það þarf að kalla þá inn í hópinn.” Björn Kristjánsson og Darri Hilmarsson sem hafa verið að spila með KR-liðinu í vetur og staðið sig með prýði eru hvorugir í hópnum, en Darri hefur verið með öflugri leikmönnum KR, varnarlega sérstaklega, undanfarin ár. „Ég sé þetta á einn hátt, en ég hef einnig haft samband við nokkra aðra þjálfara um hverjir hafa verið að gera vel. Sumir af þessum leikmönnum voru ekki nefndir og við höfum séð einhverja af þeim áður,” sagði Craig Pedesen að lokum. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. Haukar og KR mætast í einum mikilvægasta leik tímabilsins hingað til, en einungis munar tveimur stigum á liðunum. Þau eru þó í fyrsta og fjórða sæti deildarinnar. Craig segir að þessar æfingarbúðir hafa verið skipulagðar fyrir löngu. „Planið fyrir þessar æfingar og hvað við vildum gera og hvenær var ákveðið fyrir mörgum mánuðum síðan. Þessi leikur Hauka og KR var einungis færður fyrir nokkrum dögum vegna þess að öðrum leik var frestað fyrir nokkrum dögum vegna veðurs,” sagði Craig þegar Vísir sló á þráðinn til hans. „Ég hef verið í mjög góðu sambandi við þjálfara Hauka, Ívar Ásgrímsson. Þeir munu koma á æfinguna í dag og labba í gegnum nokkra hluti í þrjátíu mínútur svo að þeir viti hvað er að gerast þegar þeir mæta á æfinguna á mánudag.”Sjá meira:Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” „Þeir æfa ekki á morgun og í mesta lagi í þrjátíu mínútur á æfingunni í dag þar sem þeir labba í gegnum hlutina. Ég talaði einnig við Ívar í gærkvöldi eftir leikinn þeirra og ég sagði við hann: Þeir þurfa ekki að vera með á gólfinu. Þeir geta bara horft á, en Ívar svaraði því að þeir gætu labbað í gegnum hlutina með landsliðinu í staðinn fyrir létta æfingu með hans liði.” Einhver gagnrýni hefur beinst að Finni Frey Stefánssyni, þjálfara KR og aðstoðarlandsliðsþjálfara landsliðsins, en Craig segir að sú gagnrýni sé fáránleg. „Gagnrýnin gagnvart Finn er algjörlega fáránleg. Hann hefur ekkert að gera með valið á leikmönnum. Valið á þessum leikmönnum sem munu æfa hefur verið lengi í undirbúning og Haukaleikmennirnir verða ekki með okkur á morgun. Þeir munu vera með sínu liði.”Ívar Ásgrímsson á hliðarlínunni með Haukunum.vísir/antonLandsliðsþjálfarinn segir að félagi sinn innan raða KKÍ, landsliðsþjálfari kvenna og þjálfari Hauka, Ívar Ásgrímsson, hafi verið mjög samvinnuþýður allt þetta ferli og að Ívar vilji gefa leikmönnum sínum tækifæri til þess að sýna sig og sanna í landsliðinu. „Ívar hefur verið frábært allt þetta ferli og hann sagði við mig í gær að hann vildi ekki að sínir leikmenn færu í líkamsræktarsalinn eða slíkt. Ég samþykki það 100%. Þeir koma svo á mánudaginn þar sem þeir geta sýnt sig og ég tel þá eiga meiri möguleika á mánudaginn sjái þeir hvað er að gerast á æfingunni í dag.” „Þetta er einnig gert svo að á mánudaginn þá þurfum við ekki að byrja alveg upp á nýtt. Undirbúningurinn hefur aðeins verið dreginn niður vegna leiksins á morgun, en við finnum út úr þessu svo að þetta verði gott fyrir alla.” „Ef að Ívar hefði sagt við mig að hann vildi ekki að leikmennirnir sínir kæmu, hvorki laugardag né sunnudag þá hefði ég bara samþykkt það. Það væri ekkert vandamál, en hann vildi gefa þeim tækifæri og ég talaði við leikmennina einnig.” Craig segir að hann og KKÍ hafi sett sig í samband við alla þjálfara deildarinnar um hvort að þessi helgi hentaði ekki vel fyrir æfingarbúðirnar. Þjálfararnir hefðu tekið vel í það, en veðurfar síðustu vikna settu umferðir í Dominos-deildinni úr skorðum. „Áður en við settum þetta á dagskrá höfðum við samband við alla þjálfara deildarinnar og spurðum þá hvort að þetta væri í lagi að gera þetta þessa helgi, en við vildum gefa leikmönnum tækifæri sem höfðu verið með okkur aðeins áður.” „Einnig vildum við gefa yngri leikmönnum sem eru að koma upp tækifæri því þú veist ekki hvenær eldri leikmennirnir hætta eða hvenær einhver meiðist svo við verðum að byrja að undirbúa leikmenn hvað er ætlast til af þeim ef það þarf að kalla þá inn í hópinn.” Björn Kristjánsson og Darri Hilmarsson sem hafa verið að spila með KR-liðinu í vetur og staðið sig með prýði eru hvorugir í hópnum, en Darri hefur verið með öflugri leikmönnum KR, varnarlega sérstaklega, undanfarin ár. „Ég sé þetta á einn hátt, en ég hef einnig haft samband við nokkra aðra þjálfara um hverjir hafa verið að gera vel. Sumir af þessum leikmönnum voru ekki nefndir og við höfum séð einhverja af þeim áður,” sagði Craig Pedesen að lokum.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02