Aron Jóhanns: Ég væri líka alveg til í að spila í markinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2018 15:00 Aron Jóhannsson fagnar marki sínu á dögunum. Vísir/Getty Aron Jóhannsson er aftur kominn inn í myndina hjá Werder Bremen eftir langa þrautargöngu vegna meiðsla og hann fær hrós frá þjálfara liðsins í nýju viðtali við Kicker. Aron valdi bandaríska landsliðið yfir það íslenska árið 2014 og hann fær vonandi tækifæri í vor að vinna sér aftur sæti í bandaríska landsliðshópnum. Aron hefur spilað þrjá síðustu deildarleiki Werder Bremen, fleiri mínútur í hverjum leik, og var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í 3-1 sigri á Wolfsburg um síðustu helgi. Aron skoraði í leiknum á undan þegar Werder Bremen vann 2-1 útisigur á Schalke og hann skoraði líka í bikarleik á móti Bayer Leverkusen. „Hann fór í gegnum langan öldudal vegna meiðslanna en heldur alltaf ótrauður áfram, er jákvæður, kvartar aldrei og spilar sinn leik,“ sagði Florian Kohfeldt, þjálfari Werder Bremen um Aron. Aron hefur verið að spila hægra megin í þriggja manna framlínu Werder Bremen en með honum í fremstu í línu í síðasta leik voru þeir Florian Kainz og Max Kruse. Florian Kainz skoraði tvö mörk og Kruse átti stoðsendinguna á hann í seinna markinu. Aron spilaði fyrstu 65 mínútur leiksins sem er það mesta sem hann hefur spilað í einum leik í deildinni á tímabilinu. „Mér er sama hvar ég spila á vellinum því það mikilvægasta er að ég fái að spila. Ég væri líka alveg til í að spila í markinu en ég held samt að Pavlenka sé betri kostur þar núna,“ sagði Aron léttur við Kicker.Johannsson: "Ich würde auch im Tor spielen" - Dritter Ligasieg in Serie für Werder Bremen? #SVWhttps://t.co/HCetnK3lV7 — kicker | SV Werder Bremen (@kicker_BRE) February 16, 2018 „Eins og er þá skiptir það ekki máli hver spilar hjá okkur. Þetta eru allt góðir leikmenn og okkur kemur vel saman inn á vellinum. Allir sóknarmenn Werder Bremen eru líka sveigjanlegir þegar kemur að stöðu á vellinum. Það er mikil samkeppni um stöðurnar sem er erfitt fyrir þjálfarann en gott fyrir liðið,“ sagði Aron. Næsti leikur Werder Bremen er á útivelli á móti Freiburg á morgun og góðar líkur eru á því að Aron haldi sæti sínu í byrjunarliðinu. Þýski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Aron Jóhannsson er aftur kominn inn í myndina hjá Werder Bremen eftir langa þrautargöngu vegna meiðsla og hann fær hrós frá þjálfara liðsins í nýju viðtali við Kicker. Aron valdi bandaríska landsliðið yfir það íslenska árið 2014 og hann fær vonandi tækifæri í vor að vinna sér aftur sæti í bandaríska landsliðshópnum. Aron hefur spilað þrjá síðustu deildarleiki Werder Bremen, fleiri mínútur í hverjum leik, og var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í 3-1 sigri á Wolfsburg um síðustu helgi. Aron skoraði í leiknum á undan þegar Werder Bremen vann 2-1 útisigur á Schalke og hann skoraði líka í bikarleik á móti Bayer Leverkusen. „Hann fór í gegnum langan öldudal vegna meiðslanna en heldur alltaf ótrauður áfram, er jákvæður, kvartar aldrei og spilar sinn leik,“ sagði Florian Kohfeldt, þjálfari Werder Bremen um Aron. Aron hefur verið að spila hægra megin í þriggja manna framlínu Werder Bremen en með honum í fremstu í línu í síðasta leik voru þeir Florian Kainz og Max Kruse. Florian Kainz skoraði tvö mörk og Kruse átti stoðsendinguna á hann í seinna markinu. Aron spilaði fyrstu 65 mínútur leiksins sem er það mesta sem hann hefur spilað í einum leik í deildinni á tímabilinu. „Mér er sama hvar ég spila á vellinum því það mikilvægasta er að ég fái að spila. Ég væri líka alveg til í að spila í markinu en ég held samt að Pavlenka sé betri kostur þar núna,“ sagði Aron léttur við Kicker.Johannsson: "Ich würde auch im Tor spielen" - Dritter Ligasieg in Serie für Werder Bremen? #SVWhttps://t.co/HCetnK3lV7 — kicker | SV Werder Bremen (@kicker_BRE) February 16, 2018 „Eins og er þá skiptir það ekki máli hver spilar hjá okkur. Þetta eru allt góðir leikmenn og okkur kemur vel saman inn á vellinum. Allir sóknarmenn Werder Bremen eru líka sveigjanlegir þegar kemur að stöðu á vellinum. Það er mikil samkeppni um stöðurnar sem er erfitt fyrir þjálfarann en gott fyrir liðið,“ sagði Aron. Næsti leikur Werder Bremen er á útivelli á móti Freiburg á morgun og góðar líkur eru á því að Aron haldi sæti sínu í byrjunarliðinu.
Þýski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira